Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Eiríkur Örn sigraði á fimmtudagsmóti

Eiríkur Örn Brynjarsson varð hlutskarpastur á síðastliðnu fimmtudagsmóti, með fimm sigra og tvö jafntefli, og var jafnframt eini taplausi keppandinn. Elsa María leiddi mótið lengi vel, en hún tapaði einungis fyrir Eiríki. Hún fékk einnig 6 vinninga, en var lægri á stigum. Í þriðja sæti var svo Jón Úlfljótsson með 5 vinninga. Þátttakendur voru 21 á þessu hvassviðrasama kvöldi. En eins og ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld

Fimmtudagsmót T.R. fer að venju fram í kvöld og hefst kl. 19.30.  Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12, og opnar húsið kl. 19.10.  Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði fyrir sigurvegarann. Mótin eru öllum opin og er aðgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir ...

Lesa meira »

Guðmundur K. Lee sigraði á fimmtudagsmóti

Baráttan var afar jöfn á fimmtudagsmóti hjá Taflfélagi Reykjavíkur í gærkvöldi en fyrir síðustu umferð áttu fimm möguleika á að ná efsta sætinu. Að lokum urðu fjórir efstir og jafnir með fjóra vinninga en Guðmundur K. Lee, sem hefur verið á mikilli siglingu undanfarið,  varð efstur á stigum.  Fimmtudagsmót eru öll fimmtudagskvöld í skákhöll TR að Faxafeni 12. Þau hefjast ...

Lesa meira »

Hjörvar Steinn Hraðskákmeistari Reykjavíkur

Hjörvar Steinn Grétarsson, Hraðskákmeistari Reykjavíkur 2011, og Björn Þorfinnsson, Skákmeistari Reykjavíkur 2011. Hjörvar Steinn Grétarsson sigraði á Hraðskákmóti Reykjavíkur sem fór fram síðastliðinn sunnudag í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni12.  Hjörvar, sem hlaut 12 vinninga í 14 skákum (tefldar voru 2×7 umferðir), er því Hraðskákmeistari Reykjavíkur 2011.  Þetta er í annað sinn sem Hjörvar hreppir titilinn en hann vann einnig ...

Lesa meira »

Torfi Leósson sigraði á fimmtudagsmóti

Torfi Leósson, ferskur úr fjallgöngum í Nepal, sigraði örugglega á fimmtudagsmótinu 27. janúar sl.  Aðrir keppendur voru duglegir að reita fjaðrirnar hver af öðrum , þannig að Torfi var að lokum eini taplausi keppandinn  og  búinn að tryggja sigurinn fyrir síðustu umferð.  Lokastaðan varð: 1   Torfi Leósson                        6  2   Eiríkur K. Björnsson                 5   3-4  Örn Leó Jóhannsson                  4.5       Birkir ...

Lesa meira »

Hraðskákmót Reykjavíkur fer fram á morgun sunnudag

Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur Faxafeni 12 sunnudaginn 30. janúar kl. 14.   Tefldar verða 2×7 umferðir eftir Sviss Perfect kerfi. Umhugsunartími verður 5 mínútur á skák.   Þátttökugjald er kr 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir 15 ára og yngri.   Þrenn verðlaun í boði.   Eftir Hraðskákmótið fer fram verðlaunaafhending fyrir  KORNAX mótið ...

Lesa meira »

Björn Þorfinnsson Skákmeistari Reykjavíkur 2011

KORNAX mótinu 2011 – Skákþingi Reykjavíkur lauk í gær þegar níunda og síðasta umferðin var tefld í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur.  Mikil spenna var fyrir lokaumferðina því alþjóðlegi meistarinn, Björn Þorfinnsson (2430) og Hjörvar Steinn Grétarsson (2460), sigurvegari síðustu tveggja ára, voru efstir og jafnir með 7 vinninga.  Næstur þeim kom Fide meistarinn, Sigurbjörn Björnsson (2335) með 6,5 vinning en Hrafn ...

Lesa meira »

Örn Leó sigraði á fimmtudagsmóti

Þrátt fyrir spennandi handboltaleik við Norðmenn í HM komu 12 keppendur á fimmtudagsmót gærkvöldsins. Örn Leó Jóhannsson stóð uppi sem sigurvegari með 6 vinn. af 7.Hann tapaði einni skák, fyrir Birki Karli, sem lenti í 3. sæti með 4,5 vinn. Í 2. sæti var hinn ungi og efnilegi Vignir Vatnar með 5,5 vinninga. Úrslit: 1. Örn Leó Jóhannsson 6 2. ...

Lesa meira »

Björn vann Hjörvar og leiðir og á KORNAX mótinu

Alþjóðlegi meistarinn, Björn Þorfinnsson, stöðvaði loks sigurgöngu Hjörvars Steins Grétarssonar þegar hann sigraði í viðureign þeirra í fimmtu umferð KORNAX mótsins, sem fram fór í gærkveldi.  Björn er þar með fyrsti Íslendingurinn sem leggur Hjörvar í kappskákmóti síðan í janúar 2010.  Síðastur til að gera það var Ingvar Þór Jóhannesson, einmitt á KORNAX mótinu 2010.   Skák Hjörvars og Björns ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld

Fimmtudagsmót T.R. fer að venju fram í kvöld og hefst kl. 19.30.  Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12, og opnar húsið kl. 19.10.  Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði fyrir sigurvegarann. Mótin eru öllum opin og er aðgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir ...

Lesa meira »

KORNAX mótið: Hjörvar á kunnuglegum slóðum

Þegar fjórum umferðum er lokið á KORNAX mótinum er staðan á toppnum orðin hefðbundin; Hjörvar Steinn Grétarsson (2460) er einn í efsta sæti með fullt hús vinninga.  Fimm skákmenn koma næstir með 3,5 vinning; Sigurbjörn Björnsson (2335), Hrafn Loftsson (2209), Björn Þorfinnsson (2430), Sverrir Þorgeirsson (2330) og Ingvar Þór Jóhannesson (2350).   Hjörvar sigraði Júlíus L. Friðjónsson (2195) örugglega í ...

Lesa meira »

Birkir Karl Sigurðsson sigraði á fimmtudagsmóti

Birkir Karl Sigurðsson var eini taplausi keppandinn á fyrsta fimmtudagsmótinu á nýju ári.  Fyrir síðustu umferð hafði hann þó gert þrjú jafntefli og Vignir Vatnar Stefánsson sem hefur verið meðal efstu manna síðustu mót, var efstur fyrir lokaumferðina. Birkir hafði þó betur í innbyrðis viðureign þeirra tveggja í síðustu umferð og varð hærri á stigum en Kristján Örn Elíasson sem ...

Lesa meira »

Grímur sigraði Lenku í 2. umferð KORNAX mótsins

Líkt og í fyrstu umferð urðu mjög óvænt úrslit í annarri umferð KORNAX mótsins sem fram fór í gær.  TR-ingurinn, Grímur Björn Kristinsson (1995), gerði sér lítið fyrir og lagði stórmeistarann, Lenku Ptacnikovu (2317), með svörtu mönnunum.  Grímur, sem tefldi á sínu fyrsta kappskákmóti þegar hann sigraði með yfirburðum í opna flokki Haustmóts T.R. síðastliðið haust, hafði í fullu tré ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld

Fimmtudagsmót T.R. fer að venju fram í kvöld og hefst kl. 19.30.  Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12, og opnar húsið kl. 19.10.  Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði fyrir sigurvegarann. Mótin eru öllum opin og er aðgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir ...

Lesa meira »

KORNAX mótið 2011 – Skákþing Reykjavíkur hafið

80. Skákþing Reykjavíkur hófst í gær þegar Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir, formaður T.R., setti mótið og Eva Einarsdóttir, formaður ÍTR, lék fyrsta leiknum í skák Hjörvars Steins Grétarssonar og Atla Jóhanns Leóssonar í Skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. KORNAX er stærsti styrktaraðili mótsins annað árið í röð og á stóran þátt í að gera mótið eins veglegt og raun ber ...

Lesa meira »

KORNAX mótið 2011 – Skákþing Reykjavíkur hefst á sunnudag

KORNAX mótið 2011 – Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 9. janúar kl. 14. Tefldar verða 9 umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1½ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferðir fara fram á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14.  Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12.   Verðlaun: 1. sæti kr. ...

Lesa meira »

KORNAX mótið 2011 – Skákþing Reykjavíkur hefst 9. janúar

KORNAX mótið 2011 – Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 9. janúar kl. 14. Tefldar verða 9 umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1½ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferðir fara fram á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14.  Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12.   Verðlaun: 1. sæti kr. ...

Lesa meira »

Jóhann jólasveinn T.R.

Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur fór fram í kvöld. Tefldar voru 9 umferðir eftir svissnesku kerfi og var umhugsunartíminn 5 mín. á skák. Jóhann Ingvason var útnefndur Jólasveinn T.R. 2010 en hann hlaut 8 vinninga í 9 skákum. Þátttakendur voru 24. Úrslit: 1 Jóhann Ingvason, 8 36.0 2 Birkir Karl Sigurðsson, 7 36.0 3 Örn Stefánsson, 6 36.5 4-8 Jón Úlfljótssson, 5.5 ...

Lesa meira »

Jólahraðskákmót TR fer fram í kvöld

Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið miðvikudaginn 29. desember kl. 19.30.  Tefldar verða 9 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma.  Mótið fer fram í húsnæði T.R. að Faxafeni 12.  Þátttökugjald er kr. 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Lesa meira »

KORNAX mótið 2011 – Skákþing Reykjavíkur hefst 9. janúar

KORNAX mótið 2011 – Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 9. janúar kl. 14. Tefldar verða 9 umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1½ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferðir fara fram á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14.  Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12.   Verðlaun: 1. sæti kr. ...

Lesa meira »