Allar helstu fréttir frá starfi TR:
Guðmundur og Jóhann efstir í A. flokki
Jóhann H. Ragnarsson (2068) og Guðmundur Kjartansson (2314) eru efstir með 3 vinninga í a-flokki Haustmóts TR. Fjórað umferð fór fram í dag. Jóhann vann Stefán Bergsson (2135) Guðmundur gerði jafntefli við Þorvarð F. Ólafsson (2174). Tómas Björnsson (2162) og Davíð Kjartansson (2291) eru í 3.-4. sæti með 2½ vinning. Fimmta umferð fer fram á miðvikudag og hefst kl. 19:30. ...
Lesa meira »
Taflfélag Reykjavíkur Elsta og virkasta skákfélag landsins