Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Bikarsyrpa TR hófst í kvöld

Það var mikil eftirvænting í augum barnanna 25 sem mættu í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur fyrr í kvöld til að tefla í hinni nýju Bikarsyrpu. Það var sérstaklega gaman að fylgjast með því hve mörg barnanna notuðu tímann sinn vel og stóðu sig vel í að skrifa skákirnar niður. Skákir 1.umferðar voru margar hverjar æsispennandi þar sem reyndari skákmenn átti sumir ...

Lesa meira »

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2014 hefst sunnudaginn 14. september kl.14. Mótið á 80 ára afmæli í ár, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót T.R. Mótið er flokkaskipt og öllum opið. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12. Tefldar verða tvær umferðir á viku. Alls eru níu umferðir í hverjum flokki. Lokuðu ...

Lesa meira »

Fjör á fyrstu Laugardagsæfingu TR

Laugardagsæfingar Taflfélags Reykjavíkur hófust með trukki nú um seinustu helgi. Hátt á fjórða tug barna mættu á þessar fyrstu æfingar starfsársins. Fagnaðarfundir urðu hjá mörgum krökkum sem sóttu æfingarnar stíft síðasta vetur á meðan aðrir voru að mæta á sína fyrstu æfingu hjá félaginu. Eftirvæntingin leyndi sér þó ekki hjá öllum sem gátu vart beðið eftir að hefja taflmennskuna. Að ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa TR hefst föstudaginn 5.sept.

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur er nýjung í mótahaldi á Íslandi. Syrpan samanstendur af nokkrum kappskákmótum og er ætluð börnum á grunnskólaaldri (fædd 1999 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 skákstigum. Þar með gefst þeim tækifæri til að næla sér í alþjóðleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuð eru fyrir þau. Fyrsta mótið í syrpunni hefst föstudaginn 5.september og stendur til sunnudagsins 7.september. Tefldar eru ...

Lesa meira »

TR Íslandsmeistari skákfélaga í FR hraðskák

Í gærkvöldi fór fram fyrsta skemmtikvöld starfsársins hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Mikið var undir enda keppt um hvorki meira né minna en Íslandsmeistaratitil taflfélaga í Fischer Random. Sjö sveitir frá fimm taflfélögum mættu til leiks, misvel mannaðar og sumar ei fullmannaðar. Það kom þó ekki að sök enda fullt af stökum og landlausum skákmönnum á vappi í höllinni sem umsvifalaust voru innlimaðir ...

Lesa meira »

Taflfélag Reykjavíkur áfram í þriðju umferð

Í gærkvöldi fóru fram í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur tvær viðureignir í Hraðskákkeppni taflfélaga. Annars vegar öttu kappi A sveit TR og Vinaskákfélagið, hins vegar Unglingasveit Taflfélags Reykjavíkur og Skákfélag Reykjanesbæjar. Í viðureign TR og Vinaskákfélagsins tók heimaliðið strax forystuna og lét hana aldrei af hendi. Svo fór að lokum að Taflfélag Reykjavíkur sigraði 56 ½ – 15 ½. Í liði ...

Lesa meira »

Laugardagsæfingar hefjast á ný eftir sumarfrí

Hinar margrómuðu laugardagsæfingar Taflfélags Reykjavíkur hefjast á ný eftir sumarfrí laugardaginn 30. ágúst. Í vetur hefur göngu sína nýr flokkur, byrjendaflokkur, sem er fyrir yngstu iðkendurna sem eru að stíga sín fyrstu skref á reitunum 64. Sá flokkur byrjar æfingar laugardaginn 13. september. Allir hressir skákkrakkar eru hvattir til að mæta á laugardagsæfinguna 30. ágúst kl.14, líka þeir sem munu ...

Lesa meira »

Jón Viktor genginn í raðir Taflfélags Reykjavíkur

Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson er genginn til liðs við Taflfélag Reykjavíkur. Hann hefur undanfarin ár verið liðsmaður Taflfélags Bolungarvíkur en snýr nú á heimaslóðir í Faxafenið. Jón Viktor sem hefur einn áfanga að stórmeistaratitli hefur unnið marga glæsta sigra við skákborðið. Hann varð Íslandsmeistari í skák árið 2000 og var í sigurliði Íslands á Ólympíumóti undir 16 ára á ...

Lesa meira »

Íslandsmót skákfélaga í Fischer Random hraðskák 29.8

Þá er komið að því sem allir skákmenn hafa verið að bíða eftir, fyrsta skemmtikvöldi starfsársins hjá T.R. Ýmsar skemmtilegar tillögur hafa komið um móthald fyrir skemmtikvöldin í vetur og það verður byrjað með trukki. Fyrsta Íslandsmót taflfélaga í Fischer random hraðskák mun fara fram næstkomandi föstudagskvöld! Öll taflfélög eru hvött til að taka þátt og er frjálst að senda ...

Lesa meira »

TR vann í Fischersetri

Taflfélag Reykjavíkur sótti heim Skákfélag Selfoss og nágrennis (SSON) í 1.umferð Hraðskákkeppni taflfélaga. Teflt var í hinu glæsilega Fischersetri en þar er félagsaðstaða SSON. Skemmst er frá því að segja að TR hafði öruggan sigur í viðureigninni með 65 vinningum gegn 7 vinningum heimamanna. TR er því komið áfram í 2.umferð keppninnar og mæta þar Vinaskákfélaginu. Bestum árangri SSON náði ...

Lesa meira »

Unglingasveit TR komin áfram í 2.umferð

Unglingalið Taflfélags Reykjavíkur vann öruggan sigur á UMSB í 1.umferð hraðskákkeppni taflfélaganna. Teflt var í skákhöllinni í Faxafeni 12. Lokatölur urðu 43,5-28,5 eftir að ungmennin höfðu leitt 22-14 í hálfleik. Gauti Páll Jónsson stóð sig best TR-inga og skammt á eftir komu þeir Vignir Vatnar og Bárður Örn. Sá síðastnefndi fór hamförum lengst af en missti aðeins flugið í lokin. ...

Lesa meira »

Gróskumikið starf T.R. á komandi vetri

Mótahald Taflfélags Reykjavíkur á 115. starfsári þess hófst með pomp og prakt á sunnudag þegar fimm skákmenn deildu efsta sætinu á fjölmennu Stórmóti félagsins í samstarfi við Árbæjarsafn. Á mánudag fór síðan fram hið árlega Borgarskákmót sem Taflfélag Reykjavíkur stóð að í samstarfi við hið nýja skákfélag Hugin. 61 keppandi tók þátt og deildu alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson og Ólafur B. ...

Lesa meira »

Fimm efstir á Stórmótinu

Segja má að skákvertíðin hefjist með Stórmóti TR og Árbæjarsafns, en mótið fór fram í dag, annan sunnudag í ágúst eins og yfirleitt. Mæting fór fram úr björtustu vonum, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess hversu margir fastagestir eru uppteknir við að verja hróður landans í konungdæminu sem landnámsmenn vorir flúðu á sínum tíma. 37 keppendur mættu til leiks ...

Lesa meira »

Stórmót TR og Árbæjarsafns hefst í dag kl.14

Stórmót Taflfélags Reykjavíkur og Árbæjarsafns fer fram í dag, sunnudag, og er þetta í tíunda sinn sem mótið er haldið. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl. 14. Tefldar verða sjö umferðir með umhugsunartímanum 7 mín. á skák. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr. Þátttökugjöld eru kr. 1.300 fyrir 18 ára ...

Lesa meira »

Borgarskákmótið fer fram næsta mánudag

Borgarskákmótið fer fram næstkomandi mánudag, 11.ágúst, og hefst taflið klukkan 16. Mótið fer fram venju samkvæmt í Ráðhúsi Reykjavíkur og er nú haldið í 29.sinn. Taflfélag Reykjavíkur sem staðið hefur að mótinu frá upphafi og Skákfélagið Huginn halda mótið. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á mann. Mótið er öllum opið og þátttaka er ókeypis. Gera má ráð ...

Lesa meira »

Stórmót TR og Árbæjarsafns fer fram næsta sunnudag

Stórmót Taflfélags Reykjavíkur og Árbæjarsafns fer fram í tíunda sinn sunnudaginn 10. ágúst. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl. 14. Tefldar verða sjö umferðir með umhugsunartímanum 7 mín. á skák. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í Stórmótinu, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr. Þátttökugjöld í Stórmótinu eru kr. 1.300 fyrir 18 ára og eldri, en ...

Lesa meira »

Björn Jónsson endurkjörinn formaður TR

Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur var haldinn fyrir skömmu í salarkynnum félagsins og var mæting góð að vanda. Björn Jónsson var endurkjörinn formaður TR með lófaklappi sem þykir til marks um blómlegt starf félagsins á síðasta starfsári undir skeleggri forystu Björns. Tveir nýjir stjórnarmenn hlutu brautargengi á fundinum, þeir Gauti Páll Jónsson og Birkir Bárðarson. Þeir koma í stað Þorsteins Stefánssonar og ...

Lesa meira »

Hannes Hlífar í Taflfélag Reykjavíkur

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson er genginn til liðs við Taflfélag Reykjavíkur eftir nokkurra ára fjarveru.  Hannes Hlífar þarf ekki að kynna fyrir skákáhugamönnum en hann hefur um árabil verið einn af sterkustu og sigursælustu skákmönnum þjóðarinnar og er sem stendur fjórði stigahæsti skákmaður landsins með 2540 Elo-stig.   Hannes sýndi snemma mikla skákhæfileika og var á unga aldri orðinn mjög ...

Lesa meira »

Guðmundur Kjartansson Íslandsmeistari í skák

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson vann glæstan sigur á Íslandsmótinu í skák sem lauk á dögunum.  Með sigrinum tryggði Guðmundur sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og er hann sannarlega vel að honum kominn eftir mikla og góða ástundun að undanförnu.  Guðmundur, sem var sjöundi í stigaröð keppenda, leiddi mótið nánast frá byrjun, tapaði ekkki skák og var með árangur sem samsvarar 2624 ...

Lesa meira »

114. starfsári Taflfélags Reykjavíkur lokið

Senn lýkur enn einu gjöfulu skákári hjá Taflfélagi Reykjavíkur en aðalfundur félagsins verður haldinn í byrjun júní.  Nýr formaður félagsins, Björn Jónsson, tók við góðu búi af forvera sínum, Sigurlaugu Regínu Friðþjófsdóttur, sem leiddi félagið árin 2009-2013, jafnlengi og Óttar Felix Hauksson, forveri hennar. Starfsárið einkenndist af áframhaldandi uppgangi barna- og unglingastarfsins, flóru nýrra skákmóta og góðu samstarfi stjórnarmanna félagsins ...

Lesa meira »