Sjö með fullt hús í Vetrarmóti öðlingaÖnnur umferð Vetrarmóts öðlinga fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Úrslit voru að þessu sinni nánast öll eftir bókinni og eru sjö keppendur með fullt hús vinninga. Þriðja umferð fer fram næstkomandi miðvikudagskvöld og hefst kl. 19.30. Þá mætast á efstu borðum Ögmundur Kristinsson og Magnús Pálmi Örnólfsson, Siguringi Sigurjónsson og Ríkharður Sveinsson sem og Halldór Pálsson og Haraldur Baldursson.

  • Úrslit, staða og pörun
  • Skákir: 1
  • Vetrarmót öðlinga 2012
  • Vetrarmót öðlinga 2011