Vetrarmót öðlinga hafið



Í gærkvöldi hófst Vetrarmót öðlinga, en þetta er í fjórða sinn sem mótið er haldið.  Tefldar verða 7 umferðir með 90 mínútna umhugsunartíma +30 sekúndur á leik.

Alls taka 25 öðlingar þátt í mótinu að þessu sinni og stigahæstur þeirra er Þorvarður Fannar Ólafsson.  Mörg kunnugleg andlit úr fyrri öðlingamótum má sjá á listanum eins og Magnús Pálma Örnólfsson, Siguringa Sigurjónsson og barnalækninn geðþekka Ólaf Gísla Jónsson.

Eftir að mótið hafði verið sett, lék Björn Jónsson formaður Taflfélags Reykjavíkur fyrsta leiknum í skák Þorvarðar og Harðar Garðarssonar. Úrslit umferðarinnar voru nánast eftir bókinni eins og oft er raunin í fyrstu umferð skákmóta.  Þó ber þess að geta að Arnfinnur Bragason sem er án Fide stiga náði góðu jafntefli með svörtu gegn Kjartan Mássyni (1797).

Næsta umferð fer fram á miðvikudagskvöld klukkan 19.30

Úrslit og pörun má finna hér á chess results:

http://chess-results.com/tnr150003.aspx?lan=1&art=0&wi=821

Allir velkomnir!