Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

C-flokkur Boðsmótsins hófst í dag

Tólf áhugasamir skákmenn höfðu samband við Taflfélag Reykjavíkur og langaði til að tefla. Úr varð stofnun C-flokks Boðsmóts T.R. en fyrsta umferð fór einmitt fram í kvöld. Reyndar settu fleiri áhugasamir skákmenn sig í samband við T.R. eftir að farið var af stað með C-flokkinn. Er því verið að safna í 4 umferða D-flokk sem hefst næstkomandi sunnudag. Áhugasömum er ...

Lesa meira »

Titilveiðarar gerðu jafntefli

Enn er möguleiki á að áfangi að alþjóðlegum meistaratitli náist á Boðsmóti Taflfélags Reykjavíkur.  Þeir tveir sem gætu náð þeim áfanga eru Fide meistararnir Esben Lund og Guðmundur Kjartansson, en báðir þurfa að fá 2 vinninga úr síðustu tveimur skákunum sínum. Svo skemmtilega vildi til að Esben og Guðmundur mættust í dag og skildu jafnir eftir baráttuskák.  Jafntefli varð einnig ...

Lesa meira »

Jón Viktor eykur forskotið

Jón Viktor Gunnarsson jók forskot sitt á Boðsmóti TR um hálfan vinning í 6. umferð í dag.  Jón sigraði Andrzej Misiuga, en á sama tíma gerði Esben Lund einungis jafntefli.  Jón er nú með hálfs vinnings forskot á Esben Lund og Guðmund Kjartansson, en hinir tveir síðarnefndu þurfa að fá 2,5 vinning úr síðustu þremur skákunum til að ná áfanga ...

Lesa meira »

Magnús Örn í Helli

Magnús Örn Úlfarsson (2400) er genginn í Taflfélagið Helli. T.R. óskar Magnúsi velfarnaðar hjá nýju félagi.

Lesa meira »

Kristján Örn og Halldór í T.R.

Kristján Örn Elíasson (1825) og Halldór Garðarsson (1895) eru gengnir í T.R. Þeir voru síðast í T.R., en hafa verið utan félaga um skamma hríð. T.R. býður þá félaga velkomna heim, en þeir munu koma öflugir til leiks í komandi baráttu, eins og þeirra er von og vísa.

Lesa meira »

Frímann Benediktsson í T.R.

Frímann Benediktsson (1795) hefur skipt í Taflfélag Reykjavíkur frá Skákfélagi Reykjanesbæjar og mun tefla með félaginu á Íslandsmóti skákfélaga. Enginn vafi leikur á, að hann mun styrkja félagið verulega, enda hefur það misst nokkra félaga upp á síðkastið og veitir ekki af góðum liðsstyrk. T.R. býður Frímann velkominn í félagið.

Lesa meira »

Jón Viktor efstur á Boðsmótinu

Jón Viktor Gunnarsson, alþjóðameistari úr T.R., er efstur á Boðsmótinu a-flokki eftir 5 umferðir. Hann sigraði í kvöld Guðmund Kjartansson, sem var efstur ásamt honum fyrir skákina.   Úrslit urðu annars sem hér segir: Round 5 on 2007/09/21 at 17:00 Bo. No.     Name Result   Name   No. 1 3   Omarsson Dadi 0 – 1   Klimciauskas ...

Lesa meira »

Jón Viktor og svartur halda sigurgöngu áfram

Jón Viktor Gunnarsson vann Guðmund Kjartansson í 5. umferð Boðsmótsins.  Jón Viktor er þar með kominn með 4,5 vinning. Í humátt er Esben Lund með 4 vinninga, en hann vann Ingvar Þór Jóhannesson í 81 leikja skák. Með 3,5 vinning eru svo Guðmundur Kjartansson og Domantas Klimciauskas, en þessir þrír síðastnefndu eiga möguleika á áfanga að alþjóðlegum meistaratitli.  Til þess ...

Lesa meira »

Íslandsmeistarar T.R. mæta Helli í úrslitum

Íslandsmeistarar T.R. munu mæta silfursveit Hellis í úrslitum Hraðskákkeppni taflfélaga, eftir að Hellismenn sigruðu sveit Hauka í undanúrslitum. Áður höfðu Íslandsmeistarar T.R., sem unnu Helli með fáheyrðum yfirburðum í úrslitum á síðasta ári, lagt Akureyringa í fyrri viðureign undanúrslitanna. Ekki er komin dagsetning á úrslitaviðureign Íslandsmeistaranna og silfurliðsins frá síðasta ári, en vísast verður hún haldin fyrir Evrópumót félagsliða, sem ...

Lesa meira »

Jón Viktor og Guðmundur efstir á Boðsmótinu

  Jón Viktor Gunnarsson og Guðmundur Kjartansson eru efstir á Boðsmótinu a-flokki eftir skákir kvöldsins. Jón Viktor sigraði Kaunas með hvítu, en Guðmundur rúllaði yfir Braga Þorfinnsson, með svörtu í Caro-kann vörn, í aðeins 16 leikjum á einkar snaggaralegan hátt. Um önnur úrslit sjá töflu: Úrslit 4. umferðar:  1 10   Klimciauskas Domantas  1 – 0   Misiuga Andrzej  7 ...

Lesa meira »

Björn Jónsson í T.R.

Björn Jónsson (1960) hefur gengið í T.R. frá Skáksambandi Austurlands, skv. frétt á Skák.is. T.R. býður Björn velkominn í félagið og fagnar liðsstyrk þessa öfluga meistara fyrir komandi átök við skákborðið.

Lesa meira »

Hvítur réttir úr kútnum á Boðsmótinu

  Jæja, þrír sigrar unnust á hvítt í þriðju umferð Boðsmótsins, en fram til þessa höfðu svörtu mennirnir þótt vænlegri til sigurs. Það voru aðeins íslensku alþjóðameistararnir Jón Viktor Gunnarsson og Bragi Þorfinnsson sem fengu hálfan punkt hvor á svörtu mennina, eins og sjá má af töflunni hér að neðan.   Bo. No.     Name Result   Name   ...

Lesa meira »

Fyrsti sigur hvíts á Boðsmótinu

Hann lét bíða eftir sér, fyrsti sigur hvíts á alþjóðlega Boðsmótinu, en eftir að Esben Lund hafði knésett Matthías Pétursson með svörtu mönnunum í annarri umferð og unnið þar með sjötta sigur svarts í röð, tókst Jóni Viktori að leggja Daða Ómarsson með hvítu í endatafli. Hvítur stendur samt enn höllum fæti, því Ingvar Þór Jóhannesson lagði Braga Þorfinnsson með ...

Lesa meira »

Geir Ólafsson í T.R.

Geir Ólafsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, er genginn í Taflfélag Reykjavíkur. T.R.ingar bjóða hann velkominn í raðir félagsins og vænta þess, að hann eigi eftir að vinna ekki síðri afrek við skákborðið en við hljóðnemann.

Lesa meira »

Skákir 1. umferðar komnar inn

Skákir 1. umferðar Boðsmótsins eru komnar á vefinn. Til að nálgast skákirnar skal slá hér Við minnum á, að 2. umferð Boðsmótsins fer fram á morgun, þriðjudag, kl. 17.00 í Faxafeni 12.

Lesa meira »

T.R. sigraði Akureyringa í Hraðskákkeppni taflfélaga

T.R. ingar stóðu í ströngu víðar en í Boðsmótinu, en í kvöld fóru einnig fram undanúrslit í Hraðskákkeppni taflfélaga. Vösk sveit Akureyinga kom í heimsókn og eftir nokkrar mínútur féll vefstjórinn fyrir Rúnari Sigurpálssyni. En lengra komust norðanmenn ekki.  Taflfélagsmenn sigruðu með 52 vinningum gegn 20 vinningum Akureyringa. Í hálfleik var staðan 25 1/2 –  10 1/2. Umf. 1 4 ...

Lesa meira »

Svartur dagur í 1. umferð

Hið alþjóðlega Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur hófst með því að svartur vann í öllum skákum. Tveir stigahæstu menn mótsins mættust í skák Esben Lund gegn Jóni Viktori og hafði Jón sigur.  Stigahærri menn unnu sigur í öllum skákum, nema í skák Ingvars Þórs Jóhannessonar gegn Andrzej Misiuga, en þar hafði sá pólski sigur. Sjá nánar á taflfelag.is/ Hægt er að nálgast ...

Lesa meira »

1. umferð í Boðsmótinu

1. umferð í A-flokki Alþjóðaboðsmótsins fer fram í dag. Þar leiða eftirfarandi saman hesta sína:   Í kvöld var dregið um töfluröð og í 1. umferð mætast (Í A-flokki) Matthías Pétursson – Domantis KlimciauskasEsben Lund – Jón Viktor GunnarssonDaði Ómarsson – Bragi ÞorfinnssonIngvar Þ. Jóhannesson – Andrzej MisiugaKestutis Kaunas – Guðmundur Kjartansson Mynd: Esben Lund frá Danmörku teflir við Jón ...

Lesa meira »

Dregið um töfluröð á Boðsmótinu

Jæja, í kvöld var dregið um töfluröð bæði í a- og b-flokkum á Boðsmóti T.R. Í fyrstu umferð í a-flokki mætast m.a. tveir stigahæstu menn mótsins, en Esben Lund hefur hvítt á Jón Viktor Gunnarsson. Nánari upplýsingar um töfluröðun og Boðsmótið má nálgast á heimasíðu mótsins.

Lesa meira »