EM landsliða hefst á morgunEvrópumót landsliða hefst á morgun, sunnudag, á Krít. Íslendingar senda sveit til keppni í opnum flokki (karlaflokki), en konurnar sitja heima að þessu sinni. T.R.ingar eru í meiri hluta liðsmanna landsliðsins.

Íslenska liðið skipa:

  1. SM Hannes Hlífar Stefánsson 2574
  2. SM Héðinn Steingrímsson 2533
  3. SM Henrik Danielsen 2491
  4. AM Stefán Kristjánsson 2458
  5. SM Þröstur Þórhallsson 2448

Meðalstig íslensku sveitarinnar eru 2514 skákstig.  Liðsstjóri sveitarinnar er Gunnar Björnsson. 

Hægt verður að fylgjast vel með mótinu á www.skak.is