Geirþrúður og Stefanía á NM stúlknaÍslendingar sendu 7 fulltrúa til þátttöku í þremur flokkum á Norðurlandamóti stúlkna, sem nýverið er lokið, en þetta mót er nú haldið í fyrsta sinn. Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir og Stefanía Bergljót Stefánsdóttir um T.R. voru fulltrúar Íslands í yngsta flokki, C-flokki.

Stelpurnar stóðu sig almennt með stakri prýði og fékk Hallgerður Helga silfrið í sínum flokki, en aðeins Inna Agrest, stórmeistaradóttir, sigraði, en hún var lang stigahæst í mótinu.

Í C-flokki fengu þær Stefanía B. Stefánsdóttir og Geirþrúður A. Guðmundsdóttir báðar 2½ vinning og höfnuðu í 7.-9. sæti. Linda Åstrøm frá Svíþjóð sigraði, en hún fékk 3½ vinning.

T.R. óskar stelpunum til hamingju með góðan árangur og innlögn í reynslubankann. Þetta mót verður vonandi til að efla áhuga þeirra, en eins og menn vita hefur kvennaskák átt undir högg að sækja á Íslandi.