Grand Prix mótaröð T.R. og Fjölnis heldur áfram í kvöld, í Skákhöll Reykjavíkur að Faxafeni 12, og hefst kl. 19.30. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad kerfi með 7 mínútna umhugsunartíma. Aðgangseyrir er kr. 500 fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börn á grunnskólaaldri. Tónlistarverðlaun í boði að venju Skákstjóri í kvöld verður Helgi Árnason.
Lesa meira »Uncategorized
Rimaskóli sigraði á Reykjavíkurmóti grunnskóla
Reykjavíkurmót grunnskólasveita í skák fór fram í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkurí Skákhöllinni í Faxafeni í kvöld. Glaðir liðsstjórar Tíu sveitir frá fjórum skólum voru skráðar til keppni. Flestar voru sveitirnar frá Hólabrekkuskóla, eða fjórar talsins, þrjár komu úr Rimaskóla, tvær úr Laugalækjarskóla og ein frá Húsaskóla. Tefldar voru sex umferðir eftir Monrad- kerfi og var umhugsunartíminn 15 mínútur á skák. Leikar fóru ...
Lesa meira »Kristján og Björn efstir á Öðlingamótinu
Kristján Guðmundsson og Björn Þorsteinsson eru efstir með fullt hús vinninga eftir tvær umferðir á Skákmóti öðlinga, en 2. umferð fór fram í kvöld, miðvikudagskvöld. Næstir koma Jóhann Örn Sigurjónsson, Eiríkur K. Björnsson og Magnús Gunnarsson með 1,5 vinning. Hvorki staða efstu manna né úrslit liggja þó fyrir vegna frestunar. Annars urðu úrslit í 2. umferð eftirfarandi: Bo. ...
Lesa meira »Stúlknameistaramót Reykjavíkur laugardaginn 5. apríl
Stúlknameistaramót Reykjavíkur fer fram í Skákhöllinni í Faxafeni laugardaginn 5. apríl nk. og hefst kl. 14. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi og er umhugsunartími fyrir hverja skák 15 mínútur á hvorn keppanda. Þetta er í fimmta skipti sem Taflfélagi Reykjavíkur heldur mótið, en þess má geta að Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir hefur borið sigur úr býtum fjögur ár í ...
Lesa meira »Tvö efst á Unglingameistaramóti Reykjavíkur
Unglingameistaramót Reykjavíkur fór fram í Skákhöllinni í Faxafeni sl. laugardag. Átján keppendur voru skráðir til leiks og voru tefldar sjö umfeðir eftir Monrad-kerfi með 15 mínúta umhugsunartíma á skák. Keppnin var jöfn. Fóru leikar svo að Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Dagur Andri Friðgeirsson urðu jöfn í efsta sætinu og munu tefla til úrslita um Unglingameistaratitilinn nk. fimmtudagskvöld kl 19:45 í ...
Lesa meira »2. umferð í Öðlingamótinu
Nú liggur fyrir pörun í 2. umferð Skákmóts öðlinga sem fram fer á miðvikudagskvöld. Röðun 2. umferðar: Name Rtg Result Name Rtg Gudmundsson Kristjan 2240 Nordfjoerd Sverrir 1935 Thorsteinsson Bjorn 2180 Magnusson Bjarni 1735 Bjornsson Eirikur K 1960 Sigurjonsson Johann O 2050 Vigfusson Vigfus 1885 Ragnarsson Johann 2020 Gudmundsson Einar S 1750 Loftsson Hrafn ...
Lesa meira »Arnar sigraði á Grand Prix
Það var að venju hart barist á Grand Prix móti Fjölnis og TR í Skákhöllinni Faxafeni á fimmtudagskvöldið. Arnar E. Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og lagði alla andstæðinga sína að velli og hreppti efsta sætið með fullt hús vinninga. Í ððru sæti varð Arnar Þorsteinsson með sex vinninga af sjö mögulegum, tapaði aðeins fyrir nafna sínum. Þriðji í röðinni ...
Lesa meira »Reykjavíkurmót grunnskóla haldið 2. apríl
Reykjavíkurmót grunnskólasveita í skák fer fram í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Skákhöllinni í Faxafeni 12 miðvikudaginn 2. apríl. Þátttökurétt hafa allir grunnskólar í Reykjavík og getur hver skóli sent eins margar sveitir og kostur er. Hver sveit skal skipuð fjórum liðsmönnum oig skal þeim raðað í sveitir eftir styrkleika.. Skólastjórar eru hvattir til að mynda sem flest lið og senda ...
Lesa meira »Unglingameistaramót Reykjavíkur á laugardaginn
Unglingameistaramót Reykjavíkur verður haldið í Skákhöllinni Faxafeni 12 laugardaginn 29. mars kl. 14. Þátttökurétt eiga allir unglingar á grunnskólaaldri en unglingameistarnafnbótina og farandbikarinn hlýtur efsti keppandi sem búsettur er í Reykjavík. Umhugsunartími er 15 mínútur á mann til að ljúka skák og verða tefldar sjö umferðir. Veittir verða verðlaunagripir fyrir þrjú efstu sætin, auk þess verða happadrættisverðlaun. Núverandi Unglingameistari Reykjavíkur ...
Lesa meira »Grand Prix í kvöld
Grand prix mót í Skákhöllinni í Faxafeni í kvöld Grand Prix mótaröðinni verður fram haldið í kvöld kl. 19:30 í Faxafeninu. Það eru Skákdeild Fjölnis og Taflfélag Reykjavíkur sem sjá um mótaröðina í sameiningu. Umhugsunartími er 7 mínútur á skák og tefldar verða 7 umferðir. Góð tónlistarverðlaun verða í boði frá íslenskum útgefendum. Þáttökugjald er kr. 500 en frítt ...
Lesa meira »Miklir öðlingar á ferð
Skákmót öðlinga hófst í gær í félagsheimili TR. Þátttaka er góð en 21 skákmaður tekur þátt í mótinu og þeirra á meðal Kristján Guðmundsson, Hrafn Loftsson, Björn Þorsteinsson og Páll Þórhallsson, sem tekur þátt í sínu fyrsta móti í mörg herrans ár. Úrslit í fyrstu umferð voru að flestu leyti hefðbundin, þ.e. hinir stigahærri sigruðu hina stiglægri. Hraðskákmeistari TR, gerði ...
Lesa meira »Grand Prix mót á fimmtudagskvöld
Grand Prix mót verður haldið n.k. fimmtudagskvöld, og hefst kl. 19.30. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Verðlaun verða í boði Zonets og fleiri aðila. Skákstjóri Óttar Felix Hauksson
Lesa meira »Skákmót öðlinga hefst í kvöld
Skákmót öðlinga,40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 26.mars n.k. í Faxafeni 12 félagsheimili TR.kl 19:30. Tefldar verða 7.umferðir eftir Svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 1,30 klst á alla skákina + 30 sek viðbótartími á hvern leik fyrir báða keppendur. Dagskrá. 1.umferð miðvikud. 26.mars kl 19:30 2.umferð miðvikud. 02.apríl kl 19:30 3.umferð miðvikud. 09.apríl kl 19:30 4.umferð miðvikud. 16.apríl kl 19:30 5.umferð ...
Lesa meira »Hjörvar Steinn Grétarsson sigurvegari Grand Prix mótsins á
Grand prix mótaröðinni var fram haldið sl. fimmtudagskvöld og voru tefldar átta umferðir að þessu sinni. Hjörvar Steinn Grétarsson sigraði og hlaut fullt hús vinninga. Í öðru sæti varð skákstjórinn Óttar Felix Hauksson með sex vinninga. Þriðja sætinu deildu síðan ungu drengirnir Birkir Karl Sigurðsson og Dagur Andri Friðgeirsson með 3 vinninga hvor. Góð tónlistarverðlaun voru í boði frá ...
Lesa meira »Grand Prix mótið í kvöld, Skírdag
Grand Prix mót verður haldið í kvöld, fimmtudagskvöld, og hefst kl. 19.30. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Verðlaun verða í boði Zonets og fleiri aðila. Skákstjóri Óttar Felix Hauksson.
Lesa meira »Skákmót öðlinga 2008
Skákmót öðlinga 2008. Skákmót öðlinga,40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 26.mars n.k. í Faxafeni 12 félagsheimili TR.kl 19:30. Tefldar verða 7.umferðir eftir Svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 1,30 klst á alla skákina + 30 sek viðbótartími á hvern leik fyrir báða keppendur. Dagskrá. 1.umferð miðvikud. 26.mars kl 19:30 2.umferð miðvikud. 02.apríl kl 19:30 3.umferð miðvikud. 09.apríl kl 19:30 4.umferð miðvikud. 16.apríl ...
Lesa meira »Hannes Hlífar í 1.-3. sæti á Rvk open
Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari úr T.R., lenti í 1.-3. sæti á Rvk open sem lauk í gærkvöldi. Hannes hlaut 7 vinninga af 9 mögulegum og tapaði engri skák. Hannes tefldi á 1. borði fyrir Íslandsmeistara T.R. í nýafstöðnu Íslandsmóti skákfélaga og stóð sig vel þar líka. T.R. óskar Hannesi til hamingju með þennan góða árangur.
Lesa meira »Fagn: Íslandsmeistarar T.R 2008
Reykjavíkurmótið hafið
1. umferð á Reykjavíkurskákmótinu var fyrir margra hluta athygliverð. Hæst bar glæsilegur og sannfærandi sigur Björns Þorfinnssonar á stigahæsta keppanda mótsins, Wang Yue. Einnig voru margir Íslendingar að ná góðum úrslitum gegn erlendum keppendum. Af T.R.ingum bar hæst viðureign Hannesar Hlífars og Guðmundar Kjartanssonar. Skák þeirra endaði með jafntefli, eftir harða baráttu, þar sem Guðmundur var um tíma að ...
Lesa meira »Dagur Arngrímsson alþjóðlegur meistari?
Samkvæmt útreikningum reiknimeistara hefur Dagur Arngrímsson náð 2399,65 stigum. Ef FIDE námundar rétt er Dagur kominn með 2400 eló stig og ætti því að vera útnefndur alþjóðlegur meistari á næsta þingi FIDE. TR óskar Degi til hamingju með góðan árangur undanfarið og með titilinn, ef við gefum okkur að rétt sé reiknað.
Lesa meira »
Taflfélag Reykjavíkur Elsta og virkasta skákfélag landsins