Unglingameistaramót Reykjavíkur á laugardaginn



Unglingameistaramót Reykjavíkur verður haldið í Skákhöllinni Faxafeni 12 laugardaginn 29. mars kl. 14.

Þátttökurétt eiga allir unglingar á grunnskólaaldri en unglingameistarnafnbótina og farandbikarinn hlýtur efsti keppandi sem búsettur er í Reykjavík.

Umhugsunartími er 15 mínútur á mann til að ljúka skák og verða tefldar sjö umferðir.

Veittir verða verðlaunagripir fyrir þrjú efstu sætin, auk þess verða happadrættisverðlaun.

Núverandi Unglingameistari Reykjavíkur er Daði Ómarsson úr TR.

Skákstjóri er Óttar Felix Hauksson.