Reykjavíkurmót grunnskóla haldið 2. apríl



Reykjavíkurmót grunnskólasveita í skák fer fram í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Skákhöllinni í Faxafeni 12 miðvikudaginn 2. apríl. Þátttökurétt hafa allir grunnskólar í Reykjavík og getur hver skóli sent eins margar sveitir og kostur er. Hver sveit skal skipuð fjórum liðsmönnum oig skal þeim raðað í sveitir eftir styrkleika.. Skólastjórar eru hvattir til að mynda sem flest lið og senda til skemmtilegrar keppni. Mótið hefst kl. 17 miðvikudaginn og fer skráning sveita fram á staðnum frá kl. 16:30.

Núverandi Reykjavíkurmeistari grunnskólasveita er Laugalækjarskóli.

 

ÓFH