Barna- og unglingafréttir

Hér eru allar fréttir af barna- og unglingastarfi TR:

Undanrásir Barna-Blitz hjá TR 24.febrúar kl.14-16

IMG_9660

Undankeppni fyrir Reykjavík Open Barna-Blitz verður haldin hjá Taflfélagi Reykjavíkur laugardaginn 24.febrúar kl.14-16. Undankeppnin verður hluti af hefðbundnu Laugardagsmóti TR sem haldin eru flesta laugardaga á vorönn. Þrjú efstu börnin fædd 2005 eða síðar fá sæti í úrslitum sem tefld verða í Hörpu 11.mars. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 5+3 (5 mínútur auk 3 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik).

Lesa meira »

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur fer fram á sunnudaginn

20170226_164520

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem jafnframt er Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 25. febrúar í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Taflið hefst kl.13 og stendur til ca. kl. 17. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk þess sem 5 sekúndur bætast við eftir hvern leik (10+5). Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga. Mótið er opið öllum börnum og unglingum, óháð ...

Lesa meira »

Háteigsskóli, Rimaskóli og Ölduselsskóli Reykjavíkurmeistarar grunnskóla

20180219_184113

Reykjavíkurmót grunnskólasveita fór fram mánudagana 12. febrúar og 19. febrúar í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur sem heldur mótið í samstarfi við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Mótið var nú með nýju fyrirkomulagi þar sem skipt var í þrjá flokka; 1.-3. bekk, 4.-7. bekk og 8.-10. bekk. Sigurvegarar í flokki 1.-3. bekkja var Háteigsskóli, í flokki 4.-7. bekkja sigraði Rimaskóli og í flokki ...

Lesa meira »

Gunnar Erik sigraði á fjórða móti Bikarsyrpunnar

20180217_130232

Blikapilturinn öflugi, Gunnar Erik Guðmundsson (1491), varð efstur keppenda á Bikarsyrpumóti helgarinnar en hann hlaut 6,5 vinning í skákunum sjö. Kristján Dagur Jónsson (1284) og Batel Goitom Haile (1421) komu jöfn í mark í 2.-3. sæti með 5,5 vinning en Kristján hlaut annað sætið eftir stigaútreikning. Batel hlaut að auki stúlknaverðlaun. Gestur Andri Brodman (0) og Adam Omarsson (1068) komu ...

Lesa meira »

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur verður haldið sunnudaginn 25. febrúar

20170226_133100

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem jafnframt er Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 25. febrúar í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Taflið hefst kl.13 og stendur til ca. kl. 17. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk þess sem 5 sekúndur bætast við eftir hvern leik (10+5). Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga. Mótið er opið öllum börnum og unglingum, óháð ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa TR heldur áfram um næstu helgi

20171027_174611

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað fjórða árið í röð. Líkt og síðastliðinn vetur verða mót syrpunnar fimm talsins og verða tefldar sjö umferðir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR að Faxafeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst ...

Lesa meira »

Hilmir Freyr Norðurlandameistari!

pmbanneri

Hilmir Freyr Heimisson varð um helgina Norðurlandameistari í skák þegar hann varð efstur í sínum aldursflokki á Norðurlandamótinu sem fór fram í Finnlandi. Hilmir keppti í næstelsta aldursflokknum, flokki ungmenna fæddum 2001-2002, en hann var fimmti í stigaröð keppenda. Hilmir hlaut 5 vinninga í skákunum sex og var hálfum vinningi á undan næsta keppanda, þeim stigahæsta í flokknum. Sannarlega glæsilegur ...

Lesa meira »

Norðurlandamót ungmenna 2018 hafið

pmbanneri

Í morgun hófst Norðurlandamót ungmenna í skák en það fer að þessu sinn fram í Vierumäki, Finnlandi. Ísland á tíu fulltrúa í mótinu en þar af koma fimm úr Taflfélagi Reykjavíkur, þau Hilmir Freyr Heimisson, Aron Þór Mai, Alexander Oliver Mai, Róbert Luu og Batel Goitom Haile. Tefldar eru sex umferðir í fimm aldursflokkum og eru tímamörk 90 mínútur fyrir ...

Lesa meira »

Mót 4 í Bikarsyrpu TR fer fram helgina 16.-18. febrúar

20171027_174700

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað fjórða árið í röð. Líkt og síðastliðinn vetur verða mót syrpunnar fimm talsins og verða tefldar sjö umferðir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR að Faxafeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst ...

Lesa meira »

Reykjavíkurmót grunnskólasveita hefst 12. febrúar með keppni 1.-3. bekkjar

IMG_9158

Reykjavíkurmót grunnskólasveita hefst í húsnæði TR að Faxafeni 12 mánudaginn 12. febrúar kl. 16.30 með keppni 1.-3. bekkja. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verður skipt í þrennt að þessu sinni; 1.-3. bekkur, 4.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Keppni 4.-7. bekkjar og 8.-10. bekkjar fer fram viku seinna, mánudaginn 19. febrúar. Tefldar verða ...

Lesa meira »

Góð ferð Benedikts til Svíaríkis á Rilton Cup

riltoncup-facebook

Um áramótin fór ég á skemmtilegt skákmót sem nefnist Rilton Cup og fer fram árlega í Stokkhólmi. Þetta var mjög skemmtilegt mót og svo er Stokkhólmur falleg borg þar sem margt er hægt að skoða og nýttum við pabbi okkur það en ég leyfði honum að koma með mér í ferðina. Ég tefldi í flokki skákmanna með minna en 1800 ...

Lesa meira »

Laugardagsmót barna flesta laugardaga á vorönn kl.14-16

IMG_9660

Laugardagsmót barna verða haldin í skáksal Taflfélags Reykjavíkur nær alla laugardaga á vorönn klukkan 14:00 – 16:00. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 5+3. Laugardagsmótin eru hugsuð fyrir stráka og stelpur á grunnskólaaldri, sem og elstu börn leikskóla, og er börnum frá öðrum taflfélögum velkomið að slást í hópinn og tefla með. Laugardagsmótin verða reiknuð til hraðskákstiga. Enginn aðgangseyrir er ...

Lesa meira »

Kennsla á vorönn hefst laugardaginn 6.janúar

IMG_8942

Kennsla á vorönn 2018 hefst laugardaginn 6.janúar og verður stundataflan óbreytt frá síðastliðnu hausti. Sem fyrr er þjálfarateymi félagsins skipað mörgum af reynslumestu skákkennurum landsins. Skákæfingar Taflfélags Reykjavíkur eru fjölbreyttar og sérstaklega hannaðar til þess að mæta þörfum sem flestra áhugasamra skákbarna og unglinga. Á æfingum félagsins fá nemendur markvissa kennslu og persónulega leiðsögn sem nýtist þeim sem grunnur að framförum ...

Lesa meira »

Taflfélag Reykjavíkur og Skákdeild Breiðabliks & Bolungarvíkur sameiginlegir Íslandsmeistarar unglingasveita

20171210_145019

Eitthvert hið dramatískasta Íslandsmót unglingasveita frá upphafi fór fram sunnudaginn 10. desember í Garðaskóla, Garðabæ, en mótshaldari var Taflfélag Garðabæjar. Umfjöllun um mótið birtist fyrst nú þar sem endurreikna þurfti lokastöðuna en A-lið Taflfélags Reykjavíkur (TR) og A-lið Breiðabliks & Bolungarvíkur (B&B) komu hnífjöfn í mark. Eftir allnokkur fundarhöld og góða og faglega umræðu var það sameiginleg niðurstaða allra hlutaðeigandi ...

Lesa meira »

Mikið um dýrðir á Jólaæfingu TR

20171209_153838

Í gær var haldin hin árlega jólaskákæfing sem er um leið uppskeruhátíð haustannarinnar hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Börnin mynduðu lið með fjölskyldumeðlim eða vin og tefldu sex umferðir í tveggja manna liðum. Reyndir sem óreyndir skákmenn spreyttu sig og vék keppnisharkan fyrir jólaandanum. Á milli umferða voru veitt verðlaun fyrir ástundun á haustönninni og því áttu börnin sviðsljósið. Mörg skemmtileg liðanöfn ...

Lesa meira »

Háteigsskóli, Rimaskóli og Ölduselsskóli sigurvegarar á Jólaskákmóti grunnskóla Reykjavíkur

20171203_124857

Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkurborgar var haldið sunnudaginn 3.desember í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur. Sem fyrr var mótið samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Alls tefldu 39 skáksveitir í mótinu sem var þrískipt að þessu sinni; 1-3.bekkur, 4-7.bekkur og 8-10.bekkur. Í öllum keppnisflokkum voru tefldar 6 umferðir með umhugsunartímanum 5 mínútur fyrir hvern keppanda auk þess sem 3 sekúndur bættust við eftir ...

Lesa meira »

Jólaskákæfing TR næsta laugardag kl.13

IMG_4771

Hin árlega Jólaskákæfing verður haldin laugardaginn 9.desember kl.13-16. Æfingin markar lok haustannarinnar og er því jafnframt uppskeruhátíð barnanna sem lagt hafa hart að sér við taflborðin undanfarnar vikur og mánuði. Veitt verða verðlaun fyrir ástundun á haustönn í byrjendaflokki, stúlknaflokki, framhaldsflokki og á opnu laugardagsæfingunni. Öll börn og unglingar úr öllum skákhópum TR eru velkomin á þessa sameiginlegu jólaskákæfingu. Æfingin er ...

Lesa meira »

Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 3.desember

IMG_8955

Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkur verður haldið í húsnæði TR að Faxafeni 12 sunnudaginn 3.desember. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verður skipt í þrennt að þessu sinni; 1.-3.bekkur, 4.-7.bekkur og 8.-10 bekkur. Tefldar verða 6 umferðir með umhugsunartímanum 5 mínútur fyrir hverja skák og bætast 3 sekúndur við eftir hvern leik (5+3). Allir grunnskólar ...

Lesa meira »

Skákæfingar helgarinnar 11.-12.nóvember

IMG_9534

Alþjóðlega Norðurljósamótið verður haldið í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur dagana 10.-15.nóvember. Af þeim sökum fellur niður skákæfing laugardaginn 11.nóvember kl.14-16. Aðrar skákæfingar verða á hefðbundnum tímum.

Lesa meira »

Batel og Kristján Dagur unglingameistarar TR

20171105_160731

Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fór fram í dag, sunnudaginn 5. nóvember, í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Keppt var í tveimur flokkum, opnum flokki og stúlknaflokki og voru 7 umferðir tefldar með umhugsunartímanum 10 + 5 (10 mín. og 5 sekúndur fyrir hvern leik).   Skákmótið var opið fyrir keppendur 15 ára og yngri og voru þátttakendurnir 24, ...

Lesa meira »