U2000 mótið hefst 13. október!U-2000 mót Taflfélags Reykjavíkur hefst miðvikudaginn 13. október.

Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa minna en 2000 Elo-stig. Tefldar eru sjö umferðir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartími 90 mínútur fyrir alla skákina auk 30 sekúndna sem bætast við eftir hvern leik. Leyfðar eru tvær yfirsetur í umferðum 1-5 sem skal tilkynna skákstjóra við upphaf umferðarinnar á undan en 1/2 vinningur fæst fyrir yfirsetu. Teflt er einu sinni í viku, á miðvikudagskvöldum kl. 18.30, í Skákhöll félagsins að Faxafeni 12.

Mótið verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga.

Sigurvegari u-2000 mótsins 2019 var Hrund Hauksdóttir. Mótið 2020 féll niður vegna veirunnar skæðu Sars Cov 2.

Dagskrá
1. umferð: 13. október kl. 18.30
2. umferð: 20. október kl. 18.30
3. umferð: 27. október kl. 18.30
4. umferð: 3. nóvember kl.18.30
5. umferð: 10. nóvember kl. 18.30
6. umferð: 17. nóvember kl. 18.30
7. umferð: 24. nóvember kl. 18.30

Sjálfkrafa tap dæmist á keppanda sem mætir á skákstað meira en 30 mínútum eftir upphaf umferðar.

Tímamörk: 90 mín á alla skákina + 30 sek viðbót eftir hvern leik. Enginn aukatími eftir 40 leiki.

Verðlaun: 1. sæti kr. 30.000, 2. sæti kr. 20.000, 3. sæti kr. 10.000. Hort-kerfi gildir.

Röð mótsstiga (tiebreaks):  1. Buchholz (-1) 2. Buchholz 3. Innbyrðis viðureign 4. Fleiri sigrar

Þátttökugjöld: 18 ára og eldri kr. 5.000, kr. 3.000 fyrir félagsmenn í TR. 17 ára og yngri kr. 2.000, frítt fyrir félagsmenn í TR.

Skákstjórn: Jon Olav Fivelstad

Birnukaffi verður opið!

Skráningarform 

Þegar skráðir keppendur