Barna- og unglingafréttir

Hér eru allar fréttir af barna- og unglingastarfi TR:

Halldór Atli siguvegari á 2. móti Bikarsyrpu TR

bikars15-16_2_verdl

Halldór Atli Kristjánsson sigraði á öðru móti Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur sem fór fram nú um helgina en hann hlaut 4,5 vinning í skákunum fimm.  Jafnir í 2.-3. sæti með 4 vinninga urðu Alexander Oliver Mai og Jón Þór Lemery en Alexander hlýtur annað sætið eftir stigaútreikning. Mótið var að þessu sinni afar jafnt og spennandi og réðust úrslit ekki fyrr ...

Lesa meira »

Annað mótið í Bikarsyrpu TR hófst í dag

U2000_2015_R1-21

Annað mótið í Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur hófst í dag þegar tefld var fyrsta umferðin af fimm.  19 keppendur taka þátt að þessu sinni, en nokkra fastagesti vantar að þessu sinni.  Einn þeirra,  Aron Þór Mai sem hefur verið afar sigursæll á mótaröðinni er nú ekki gjaldgengur lengur á mótið þar sem hann hækkaði um heil 124 stig á síðasta stigalista Fide og ...

Lesa meira »

Aron Þór unglingameistari Taflfélags Reykjavíkur

B_og_ungl_meistaramot_TR_2015-23

Barna- og unglingameistaramót TR og stúlknameistaramót TR fór fram mitt í sannkölluðu vetrarfríi, en fyrsti snjórinn vitjaði Reykjavíkur í nótt. Þrátt fyrir skólafrí, þátttöku 17 íslenskra ungmenna á HM í Grikklandi og stíft mótahald undanfarið var þátttaka ágæt í mótinu, en 15 tóku þátt í Barna- og unglingameistaramótinu en 8 í stúlknameistaramótinu. Tefldar voru 15 mín. skákir og gaman var ...

Lesa meira »

Æskan og Ellin 2015 Kynslóðabilið brúað!

AeskanOgEllin_2015-39

Í dag fór fram í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur hið mikla kynslóðabrúarskákmót, Æskan og Ellin, sem fór nú fram í tólfta sinn. Mótið er samstarfsverkefni Riddarans, skákklúbbs eldri borgara, Taflfélags Reykjavíkur og OLÍS sem jafnframt er stærsti bakhjarl mótsins. Að auki veita mótahaldinu góðan stuðning POINT á Íslandi, Urður bókaútgáfa Jóns Þ. Þórs og Litla Kaffistofan í forsvari Stefáns Þormars. Verðlaunasjóður var glæsilegur; peningaverðlaun, ...

Lesa meira »

Æskan og Ellin fer fram á morgun laugardag

ae14__3_

Skákmótið ÆSKAN OG ELLIN, þar sem kynslóðirnar mætast, verður haldið í tólfta sinn laugardaginn 24. október í Skákhöllinni í Faxafeni. Þetta er í þriðja sinn sem TAFLFÉLG REYKJAVÍKUR og RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu með stuðningi OLÍS standa saman að mótshaldinu til að tryggja það að myndarlega sé að því staðið. Fyrstu 9 árin var mótið verið haldið í ...

Lesa meira »

Bikarsyrpan – Mót 2 hefst föstudaginn 6. nóvember

Bikarsyrpan_mot1_2015-2016_r5-12-2

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur heldur áfram þegar annað mót syrpunnar fer fram helgina 6.-8. nóvember og hefst fyrsta umferð föstudaginn 6. nóvember kl. 17.30. Mótum syrpunnar hefur verið fjölgað og telur hún alls sex kappskákmót sem eru ætluð börnum á grunnskólaaldri (fædd 2000 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 skákstigum. Þar með gefst þeim tækifæri til að næla sér í alþjóðleg ...

Lesa meira »

Glæsilegur árangur TR-inga á Íslandsmóti ungmenna

IMG_7459

Um seinustu helgi fór fram Íslandsmót ungmenna í Rimaskóla. Fyrirkomulag keppninnar var með örlítið öðru sniði en áður og var keppt um 10 íslandsmeistaratitla í fimm aldursflokkum.  Á laugardegi voru tefldar 5 umferðir og komust þau sem hlutu 3 vinninga eða meira í úrslit á sunnudeginum. Börn og unglingar úr Taflfélagi Reykjavíkur létu sig ekki vanta frekar en fyrri daginn og ...

Lesa meira »

Barna- og unglingameistaramót TR fer fram sunnudaginn 25. október

barnaungl14

Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 25. október í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Taflið hefst kl.14. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi með umhugsunartímanum 15 mín. á skák. Teflt verður í tveimur flokkum: opnum flokki og stúlknaflokki. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í opna flokknum og þar fyrir utan hlýtur efsti T.R.-ingurinn titilinn ...

Lesa meira »

Æskan og Ellin fer fram laugardaginn 24. október

ae14__3_

Skákmótið ÆSKAN OG ELLIN, þar sem kynslóðirnar mætast, verður haldið í tólfta sinn laugardaginn 24. október í Skákhöllinni í Faxafeni. Þetta er í þriðja sinn sem TAFLFÉLG REYKJAVÍKUR og RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu með stuðningi OLÍS standa saman að mótshaldinu til að tryggja það að myndarlega sé að því staðið. Fyrstu 9 árin var mótið verið haldið í ...

Lesa meira »

Taflfélag Reykjavíkur vann allt á Íslandsmóti unglingasveita!

Isl_unglingasveita_2015-101

Um síðustu helgi fór fram Íslandsmót unglingasveita í Garðaskóla í Garðabæ. Taflfélag Reykjavíkur mætti þangað þungvopnað með níu sveitir sem er einni sveit fleira en í fyrra. Alls tóku nítjan sveitir þátt í mótinu og átti félagið því nær helming sveita á mótinu. Það ber breidd og öflugu barna og unglingastarfi félagsins fagurt vitni. Sérstaklega ánægjulegt var að nú tóku ...

Lesa meira »

Róbert Luu sigraði á fyrsta móti Bikarsyrpunnar!

Bikarsyrpan_mot1_2015-2016_r5-4

Fyrsta mótinu af sex í Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur lauk í dag en þá fóru fram lokaumferðirnar tvær. Stigahæstu keppendurnir þeir Aron Þór Mai (1502) og Róbert Luu (1490) tóku snemma forystu og mættust svo báðir með fullt hús í fjórðu umferðinni sem fram fór í morgun.  Þeirri skák lauk með jafntefli og því ljóst að úrslitin myndu ráðast í lokaumferðinni ...

Lesa meira »

Róbert og Aron efstir í Bikarsyrpunni

bikarsyrpa_15-16 (2)

Að loknum þremur umferðum í fyrsta mótinu af sex í Bikarsyrpu TR leiða Róbert Luu (1490) og Aron Þór Mai (1502) en báðir hafa þeir lagt alla andstæðinga sína.  Í þriðju umferðinni vann Róbert Adam Omarsson (1156) en Aron hafði betur gegn Jóni Þór Lemery (1275). Björn Magnússon (1000) og Guðmundur Agnar Bragason (1368) koma næstir með 2,5 vinning en ...

Lesa meira »

Bikarsyrpan hefst á föstudag

IMG_6905

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur fer nú af stað annað árið í röð eftir góðar móttökur í fyrra. Mótum syrpunnar hefur verið fjölgað og telur hún alls sex kappskákmót sem eru ætluð börnum á grunnskólaaldri (fædd 2000 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 skákstigum. Þar með gefst þeim tækifæri til að næla sér í alþjóðleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuð eru ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa TR hefst föstudaginn 4. september

IMG_6905

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur fer nú af stað annað árið í röð eftir góðar móttökur í fyrra. Mótum syrpunnar hefur verið fjölgað og telur hún alls sex kappskákmót sem eru ætluð börnum á grunnskólaaldri (fædd 2000 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 skákstigum. Þar með gefst þeim tækifæri til að næla sér í alþjóðleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuð eru fyrir þau. ...

Lesa meira »

Laugardagsæfingar hefjast 29. ágúst

vorhatid2015 (7)

Skákæfingar barna og unglinga veturinn 2015-2016 hefjast laugardaginn 29. ágúst.  Líkt og áður verða æfingarnar fyrir öll getustig en nánari dagskrá verður kynnt síðar.

Lesa meira »

Kókómjólkurmót Truxva fór fram í gærkvöld!

truxvi_grandfinale_2015-2

Gauti Páll Jónsson dúxaði á Truxvi móti kvöldsins en þá fór fram skemmtikvöld ungu kynslóðarinnar í Taflfélagi Reykjavíkur. Afrekshópurinn hefur hisst reglulega í vetur á fimmtudagskvöldum og teflt af kappi um leið og nokkrum pizzum er sporðrennt. Þessi kvöld hafa verið svar ungliðanna við hinum vinsælu skemmtikvöldum félagsins sem þeir eru ekki enn gjaldgengir á. Níu keppendur voru mættir til ...

Lesa meira »

Fjöltefli og fjör á vorhátíðarskákæfingu TR

vorhatid2015 (7)

Laugardaginn 16. maí fór fram vorhátíðarskákæfing TR í taflheimili félagsins í Faxafeni. Um 40 skákkrakkar úr öllum skákhópum félagsins mættu á sameiginlega lokaæfingu. Þetta var sannkölluð uppskeruhátíð, þar sem einnig fór fram verðlaunaafhending fyrir ástund og árangur á æfingum félagsins í vetur. Skemmtilegt var hvað mæting var góð úr öllum skákhópunum: byrjendahópunum, laugardagsæfingahópnum, afrekshópnum og stelpuskákhópnum. Salurinn var uppraðaður fyrir ...

Lesa meira »

Mykhaylo sigurvegari lokamóts Bikarsyrpunnar

bikar15_r5 (4)

Í dag fóru fram tvær síðustu umferðirnar í fjórða og síðasta móti Bikarsyrpu TR þetta tímabilið og var loftið sannarlega lævi blandið í Skákhöll félagsins að Faxafeni.  Upp úr klukkan tíu í morgun tóku keppendur að tínast á skákstað, enn á ný tilbúnir að murka líftóruna úr andstæðingum sínum, alltsvo á hinum mögnuðu 64-reita borðum. Fyrir fjórðu umferð leiddi Nikulás ...

Lesa meira »

Nikulás efstur á lokamóti Bikarsyrpunnar – Rosaleg barátta

bikars15_ (6)

Slagsmál, bardagar og drápshótanir flugu út um allt í Skákhöllinni í dag en viðstaddir kipptu sér lítið upp við atganginn, jafnvel foreldrar og forráðamenn ungmennanna sem áttu í hlut gerðu ekkert til að stöðva brjálæðið.  Enda var hér um að ræða hina blóði drifnu bardaga taflmannanna þrjátíu-og-tveggja á hinum dýrmætu svart-hvítu reitum, sem telja alls sextíu-og-fjóra, þegar önnur og þriðja ...

Lesa meira »

Lokamót Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur hafið!

bikarsyrpa_4_r1-17

Fjórða og lokamótið í hinni glæsilegu Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur hófst í dag er fyrsta umferðin af fimm var tefld.  Keppendur í mótinu nú eru færri en í hinum mótunum þremur og skýringanna eflaust að leyta til þess að um “langa helgi” er að ræða auk þess sem nokkrir af “fastagestum” mótsins taka nú þátt í landsmótinu í skólaskák sem fram ...

Lesa meira »