Jón Þór sigurvegari 4. móts Bikarsyrpunnarsigurvegarar bikarsyrpu 2016

Spennandi og vel skipuðu fjórða móti Bikarsyrpunnar lauk nú áðan með sigri Jóns Þórs Lemery sem hlaut 4,5 vinning úr skákunum fimm líkt og Daníel Ernir Njarðarson sem hlýtur annað sætið eftir stigaútreikning.  Alexander Oliver Mai og Stephan Briem höfnuðu í 3.-4. sæti með 4 vinninga þar sem Alexander varð ofar á stigum.

Í lokaumferðinni gerðu Alexander Oliver og Jón Þór jafntefli í háspennuskák þar sem allt var lagt í sölurnar.  Á sama tíma sigraði Daníel Ernir Birki Ísak Jóhannsson og náði þar með Jóni Þór að vinningum.  Það má geta þess að verðlaunahafarnir eru allir liðsmenn nýskipaðra Reykjavíkurmeistara úr Laugalækjarskóla.

20160213_140632

Við þökkum keppendum fyrir þátttökuna og óskum verðlaunahöfum til hamingju.  Sjáumst á fimmta móti syrpunnar helgina 1.-3. apríl!