Hraðskákmót Reykjavíkur fer fram nk. sunnudagHraðskákmót Reykjavíkur verður haldið Í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 sunnudaginn 7. febrúar kl. 14. Tefldar verða 2×7 umferðir eftir Sviss Perfect kerfi. Umhugsunartími verður 5 mínútur á skák.

Þátttökugjald er kr 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir 15 ára og yngri. 

Þrenn verðlaun í boði.   Þá verður verðlaunaafhending fyrir  KORNAX mótið 2010 – Skákþing Reykjavíkur.

Núverandi hraðskákmeistari er Hjörvar Steinn Grétarsson.