Tæplega 30 keppendur taka að þessu sinni þátt í Skákmóti öðlinga sem hófst síðastliðinn miðvikudag í Skákhöll Taflfélags Reykjavíkur. Segja má að úrslit fyrstu umferðar hafi verið eins og við var búist en þó gerðu Haraldur Baldursson (2000) og Kristinn J. Sigurþórsson (1749) jafntefli. Á fyrsta borði sigraði stigahæsti keppandi mótsins og Öðlingameistari 2012 og 2013, Þorvarður Fannar Ólafsson (2245), ...
Lesa meira »Author Archives: Þórir
Mikil skemmtun á lokamóti Páskaeggjasyrpunnar!
Lokamótið í Páskaeggjasyrpu Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur fór fram síðastliðinn sunnudag. Fyrstu tvö mótin í syrpunni heppnuðust afar vel og voru mikil skemmtun, og lokamótið varð engin undantekning. Í eldri flokki mættu 33 keppendur til leiks, allt frá krökkum sem tiltölulega nýlega hafa byrjað að yðka skák af kappi upp í okkar sterkustu og efnilegustu unglinga. Stigahæstir og sigurstranglegastir ...
Lesa meira »Skákir WOW air mótsins
Skákir fyrstu umferðar WOW air mótsins eru aðgengilegar hér. Önnur umferð fer fram næstkomandi mánudagskvöld og hefst kl. 19.30. Úrslit, staða og pörun Upplýsingar og dagskrá Pistill 1. umferðar Myndir
Lesa meira »Lokamót Páskaeggjusyrpunnar fer fram á sunnudag
Nú styttist í eina af skemmtilegustu mótasyrpum ársins! Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur sló rækilega í gegn í fyrra þegar vel á annað hundrað krakkar tóku þátt í þremur mótum syrpunnar. Í ár endurtökum við leikinn og með þessu framtaki vill T.R. í samstarfi við Nóa Síríus þakka þeim gríðarlega fjölda sem sótt hefur barna- og unglingaæfingar félagsins í ...
Lesa meira »Wow air vormót TR hafið!
Wow air vormót Taflfélags Reykjavíkur hófst í gærkvöldi í skákhöllinni Faxafeni. Margir sterkir meistarar taka þátt í A flokki mótsins þ.á.m. stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson, alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson og Fide meistararnir Dagur Ragnarsson, Einar Hjalti Jensson, Sigurður Daði Sigfússon, Ingvar Þór Jóhannesson og Davíð Kjartansson. Í B flokki mótsins má finna suma af okkar efnilegustu börnum og unglingum sem ...
Lesa meira »Stefán og Bárður sigra á öðru móti Páskaeggjasyrpunnar
Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur hélt áfram síðastliðinn sunnudag er annað mótið af þremur var haldið. Sem fyrr öttu ungir skákmenn kappi í tveimur flokkum og tefldu sex umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Yngri flokkur samanstóð af börnum fædd árið 2006 eða síðar, en í eldri flokki tefldu þeir sem eru fæddir 1999-2005. Í yngri flokki fylgdi Stefán Orri Davíðsson ...
Lesa meira »Skákmót öðlinga hefst 25. mars
Skákmót öðlinga 40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 25. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik.Skákmót öðlinga verður nú haldið í 24. sinn. Núverandi Skákmeistari öðlinga er alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason. Dagskrá: 1. umferð miðvikudag 25. mars kl. ...
Lesa meira »Boðssætum á Wow air mótið hefur verið úthlutað.
Búið er að úthluta boðssætum fyrir A og B flokk Wow air mótsins sem hefst í kvöld. Að þessu sinni var ákveðið að gefa fjórum sem ekki höfðu tilskilin stig til að keppa í A flokki sæti. Allir eru þessir skákmenn vel að sínu sæti komnir og hafa sýnt góða takta við skákborðið. Ungu strákarnar, Jón Trausti og Örn Leó ...
Lesa meira »Wow air vormót TR hefst 23. mars
Hið glæsilega Wow air Vormót Taflfélags Reykjavíkur hefst í skákhöll félagsins að Faxafeni 12 mánudaginn 23. mars Frábærar viðtökur er mótið var haldið í fyrsta sinn í fyrra tryggja að það verður nú árlegur viðburður í fjöbreyttri mótaflóru félagsins. Tefldar verða sjö umferðir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á fyrstu 40 leikina en eftir það bætast við 15 mínútur. 30 ...
Lesa meira »Páskaeggjasyrpan hafin!
Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur hófst á sunnudag en þá fór fram fyrsta mótið af þremur í syrpunni. Þessi mótaröð hóf göngu sína í fyrra og fékk strax frábærar viðtökur. Líkt og í fyrra er keppt er í tveimur flokkum sex umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Í yngri flokk etja kappi krakkar sem fæddir eru 2006 eða síðar en ...
Lesa meira »Laugardagsæfingar falla niður á morgun vegna veðurs
Vegna mjög slæmrar veðurspár fyrir morgundaginn og viðvörunar frá veðurstofu falla allar æfingar taflfélagsins niður á morgun.
Lesa meira »Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og T.R. hefst á sunnudag
Nú styttist í eina af skemmtilegustu mótasyrpum ársins! Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur sló rækilega í gegn í fyrra þegar vel á annað hundrað krakkar tóku þátt í þremur mótum syrpunnar. Í ár endurtökum við leikinn og með þessu framtaki vill T.R. í samstarfi við Nóa Síríus þakka þeim gríðarlega fjölda sem sótt hefur barna- og unglingaæfingar félagsins í ...
Lesa meira »Vignir Vatnar og Alexander Oliver í úrslit Barna-blitz!
TR-ingarnir Vignir Vatnar Stefánsson og Alexander Oliver Mai tryggðu sér í gær sæti í úrslitum Barna-blitz sem fram fer í Hörpu laugardaginn 15. mars. Keppt var um tvö sæti á laugardagsæfingu Taflfélagsins og voru tefldar 6 umferðir með tímamörkunum 4 +2 líkt og notuð verða í úrslitakeppninni. Vignir Vatnar varð efstur en hann leyfði einungis eitt jafntefli og kom ...
Lesa meira »Gagnfræðaskóli Akureyrar A sveit vann Gaggann 2015!
Gagnfræðaskóli Akureyrar kom sá og sigraði á sjötta skemmtikvöldi Taflfélags Reykjavíkur – Gagganum 2015 sem haldið var í Skákhöllinni síðastliðið föstudagskvöld. Þátttaka þessarar ofursveitar virðist hafa skotið skólum höfuðborgarsvæðisins skelk í bringu því engin sveit kom þaðan þrátt fyrir áskorun forsprakka sigursveitarinnar, hins vaska framkvæmdastjóra Skákakademíunnar Stefáns Bergssonar. Grunnskóli Bolungarvíkur var þó alveg óttalaus og mætti með grjótharða sveit sem ...
Lesa meira »Bergsteinn og Sigurður Páll í TR!
Bergsteinn Einarsson (2221) og Sigurður Páll Steindórsson (2235) hafa snúið heim í Taflfélag Reykjavíkur eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku hjá Bridsfélaginu. Það er mikill fengur fyrir Taflfélagið að fá þessa skemmtilegu skákmenn heim í Fenið, og munu þeir vafalítið styrkja félagið í komandi átökum á Íslandsmóti skákfélaga. Taflfélag Reykjavíkur bíður þá báða hjartanlega velkomna og óskar þeim góðs gengis ...
Lesa meira »Skákir Vetrarmóts öðlinga
Skákirnar úr Vetrarmóti öðlinga sem fór fram fyrr í vetur eru nú aðgengilegar. Það voru Kjartan Maack og Þórir Benediktsson sem komu þeim inn í heim rafeindanna. Vetrarmótinu lauk með sigri Magnúsar Pálma Örnólfssonar. Skákirnar Uppgjör Vetarmótsins
Lesa meira »Skákir Skákþings Reykjavíkur
Skákir Skákþings Reykjavíkur eru nú aðgengilegar en það var Gauti Páll Jónsson sem sá um innsláttinn. Skákþinginu lauk sem kunnugt er með sigri alþjóðlega meistarans Jóns Viktors Gunnarssonar. Skákirnar Uppgjör Skákþingsins
Lesa meira »Vignir Vatnar og Svava Unglingameistarar Reykjavíkur!
Barna-og unglingameistaramót Reykjavíkur sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur fór fram í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur sunnudaginn 22. febrúar. Mótið var opið fyrir börn á grunnskólaaldri. Þrenn verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu, þrenn verðlaun fyrir efstu stúlkur og svo aldursflokkaverðlaun í hvorum flokki fyrir sig (fædd 1999-2001, 2002-2003, 2004-2005 og 2006 og síðar). Þau sem eru búsett í Reykjavík eða ...
Lesa meira »Gagginn 2015 á sjötta skemmtikvöldi TR!
Gagginn 2015 fer fram næstkomandi föstudagskvöld (27. feb) á sjötta skemmtikvöldi Taflfélags Reykjavíkur í vetur. Mótið hefst 20.00 Gagginn er sveitakeppni fyrrverandi nemenda í grunnskólum landsins. Fjórir skákmenn eru í hverju liði og þurfa liðsmenn hvers skóla að hafa stundað þar nám á einhverjum tímapunkti allavegana einn vetur og helst að hafa náð prófum á sæmilega vinundandi hátt. Gömul bekkjarmynd ...
Lesa meira »Björn Þorfinnsson með stórmeistaráfanga í Bunratty!
Alþjóðlegi meistarinn síkáti Björn Þorfinnsson náði sínum öðrum áfanga að stórmeistaratitli á alþjóðlegu skákmóti í Bunratty á Írlandi í dag. Hann tefldi þar í tíu manna lokuðum flokki og fór mikinn. Hann tryggði stórmeistaraáfangann með því að gera jafntefli við Íslandsvininn Luis Galego í næstsíðustu umferð. Björn sigraði með yfirburðum á mótinu en hann hlaut 7 vinninga af 9 mögulegum ...
Lesa meira »