Author Archives: Kjartan Maack

Mikið fjör á Jólaskákæfingu TR

20181209_151706

Í gær fór fram hin árlega jólaskákæfing Taflfélags Reykjavíkur, sem jafnframt er uppskeruhátíð haustsins. Krakkar af öllum æfingum félagsins tóku þátt og mynduðu lið með fjölskyldumeðlim eða vini á hinu árlega Fjölskyldumóti, sem orðin er hefð á þessari æfingu. Mótið er 6 umferðir og var sú nýbreytni prófuð í ár að í einni umferðinni var tefld riddaraskák, en það er ...

Lesa meira »

Góður árangur TR – liða á Íslandsmóti unglingasveita

TR_Hópmynd

Íslandsmót unglingasveita 2018 fór fram í Garðaskóla í Garðabæ í dag, 8. desember. Alls tóku 18 lið þátt frá fimm skákfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Taflfélag Reykjavíkur átti þar flest liðin, sjö að tölu. Fjölnir tefldi fram fjórum liðum, Skáksamband Breiðabliks, Bolungarvíkur og Reykjanes var með þrjú lið, Huginn var með tvö lið og Víkingaklúbburinn tvö lið. Krakkarnir úr TR stóðu sig ...

Lesa meira »

TR: Íslandsmót skákfélaga – fyrri hluti

20181110_173115

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fór fram í Rimaskóla helgina 8.-11.nóvember. Taflfélag Reykjavíkur sendi sex sveitir til leiks. Nokkra burðarása vantaði í A-sveit félagsins og því reyndist henni erfitt að halda í við sterkustu lið landsins. B-sveitin átti við ramman reip að draga eins og við var að búast enda næststigalægsta sveit efstu deildar, en sýndi engu að síður mikið baráttuþrek ...

Lesa meira »

Jólaskákæfing barna í TR fer fram sunnudaginn 9.desember

20171208_191420

Hin árlega Jólaskákæfing verður haldin sunnudaginn 9.desember kl.13:00-15:30. Æfingin markar lok haustannarinnar og er því jafnframt uppskeruhátíð barnanna sem lagt hafa hart að sér við taflborðin undanfarnar vikur og mánuði. Veitt verða verðlaun fyrir ástundun á haustönn í byrjendaflokki, stúlknaflokki og framhaldsflokki. Öll börn og unglingar úr öllum skákhópum TR eru velkomin á þessa sameiginlegu jólaskákæfingu. Æfingin er einskonar fjölskylduskákmót þar ...

Lesa meira »

Háteigsskóli vann tvöfalt á Jólamóti SFS og TR

20181125_114909

Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkurborgar var haldið sunnudaginn 25.nóvember í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur. Sem fyrr var mótið samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Alls tefldu 28 skáksveitir í mótinu frá 13 skólum og var mótið þrískipt líkt og árið á undan; 1-3.bekkur, 4-7.bekkur og 8-10.bekkur. 1.-3.bekkur Ung börn og forráðamenn þeirra streymdu í skáksalinn fyrir sólarupprás síðastliðinn sunnudag. Börnin sem ...

Lesa meira »

Deildó-fundur Taflfélags Reykjavíkur

20180909_150243

Taflfélag Reykjavíkur boðar til skákfundar í sal félagsins þriðjudaginn 6.nóvember kl.19:30 í tilefni þess að um næstu helgi hefst Íslandsmót skákfélaga. Ætlunin er að stilla saman strengi og blása mönnum móð í brjóst fyrir komandi átök. Sett verður upp létt hraðskákmót til að mýkja taflfingur og kaffibrúsar verða fylltir. Félagsmenn eru hvattir til þess að fjölmenna!

Lesa meira »

Adam Unglingameistari TR 2018; Batel Stúlknameistari

20181104_163321

Vel var mætt í húsakynni Taflfélags Reykjavíkur í dag, er fram fór Barna- og unglingameistaramót félagsins, sem og Stúlknameistaramót félagsins. Þetta eru tvö aðskilin mót sem tefld eru á sama tíma síðla hausts. Í dag voru 25 þátttakendur í Barna- og unglingameistaramótinu og 12 í Stúlknameistaramótinu, sem telst prýðisgóð þátttaka miðað við fyrri ár. Það þýðir jafnframt að þriðjungur þátttakenda ...

Lesa meira »

Unglingameistaramót TR fer fram sunnudaginn 4.nóvember

20180926_190440

Unglingameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 4.nóvember í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Taflið hefst kl.13.  Tefldar verða 7 umferðir með atskák-tímamörkunum 10+5 (10 mínútur á mann auk 5 sekúndna sem bætast við eftir hvern leik). Mótið verður reiknað til atskákstiga. Mótið er opið öllum börnum 15 ára og yngri (fædd 2003 og síðar) óháð félagsaðild. Aðgangur er ókeypis. Um miðbik ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar sigurvegari Hraðskákmóts TR

IMG_9944

Vignir Vatnar Stefánsson kom sá og sigraði á Hraðskákmóti TR sem haldið var í dag. Vignir hlaut 10,5 vinning í skákunum 11 og leyfði aðeins eitt jafntefli. Jafnir með 9 vinninga voru Róbert Lagerman og Kjartan Maack, en Róbert reyndist vera hærri eftir stigaútreikning og hreppti því 2.sætið. Í 4.sæti varð Gunnar Freyr Rúnarsson með 8 vinninga. Kjartan varð efstur TR-inga ...

Lesa meira »

Alþjóða geðheilbrigðismótið haldið 10.október

20171012_204651

Alþjóða geðheilbrigðismótið í skák verður haldið í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 miðvikudagskvöldið 10.október og hefst taflið klukkan 19.30. Tefldar verða 9 umferðir með umhugsunartímanum 4+2. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin. Þá verða einnig veitt verðlaun fyrir efstu konuna, efsta skákmanninn 60 ára og eldri, sem og efsta keppandann 16 ára eða ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar sigurvegari Haustmóts TR; Þorvarður Skákmeistari TR

IMG_9944

Það sáust mögnuð tilþrif í lokaumferð Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur sem tefld var á miðvikudagskvöld. Allir flokkar unnust á 6 vinningum, engin af 28 skákum C-flokks lauk með jafntefli, keppendur á tveimur efstu borðum opna flokksins féllu á tíma í lokaumferðinni og í tveimur flokkum varð að skera úr um sigurvegara með stigaútreikningi. Toppbarátta A-flokks var æsispennandi þar sem Vignir Vatnar ...

Lesa meira »

Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur haldið sunnudaginn 30.september

20180909_150243

Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 sunnudaginn 30. september og hefst það kl. 13:00. Tefldar verða 11 umferðir eftir svissnesku kerfi og er umhugsunartíminn 4 mínútur auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (4+2). Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Sigurvegari Hraðskákmóts TR árið 2017 varð Vignir Vatnar Stefánsson. Þátttökugjald er 1.000kr fyrir 18 ára og eldri, en ...

Lesa meira »

HTR #6: Allt í járnum fyrir lokaumferðina

IMG_9985

Skáksalur Taflfélags Reykjavíkur lék á reiðiskjálfi í dag er 6.umferð Haustmóts félagsins var tefld. Að þessu sinni var hvorki um að kenna taktföstum bassatónum nágrannans né yfirstandandi þakviðgerðum. Titringurinn í skáksalnum var kominn til vegna þandra tauga keppenda sem margir hverjir glímdu við spennandi taflstöður þar sem fórnir og fléttur lágu í loftinu. Í A-flokki beindust flestra augu að friðardúfunum ...

Lesa meira »

HTR #5: Björn og Vignir efstir eftir 6 leikja jafntefli

20180909_150132

Margar spennandi skákir voru tefldar í 5.umferð Haustmótsins síðastliðið föstudagskvöld. Forystusauðir A-flokks slíðruðu sverð sín snemma, þrír eru enn taplausir í B-flokki, engin jafntefli hafa sést í 20 skákum C-flokks og fjórir eru jafnir á toppi opna flokksins. Skákunnendur biðu margir hverjir óþreyjufullir eftir toppslag Björns Þorfinnssonar og Vignis Vatnars Stefánssonar í A-flokki. Biðin reyndist mun lengri en skák þeirra ...

Lesa meira »

Hörð toppbarátta á Haustmótinu – Björn og Vignir efstir

IMG_9959

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur er nú meira en hálfnað og endaspretturinn framundan. 4.umferð var tefld á miðvikudagskvöld og harðnaði toppbaráttan verulega. Aðeins einn keppandi hefur enn fullt hús, fjórir eru taplausir í B-flokki og ekkert jafntefli hefur sést í 32 skákum C-flokks. Í A-flokki hafa þrír fræknir hugarleikfimismenn tekið afgerandi forystu þegar einungis þrjár umferðir eru eftir. Alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson ...

Lesa meira »

Laugardagsmót TR hefjast á ný laugardaginn 22.september

20180325_141302

Laugardagsmót TR hefjast á ný laugardaginn 22.september. Sem fyrr eru tefldar 7 umferðir með umhugsunartímanum 5 mínútur á skák auk þess sem 3 sekúndur bætast við eftir hvern leik (5+3). Mótin verða haldin alla laugardaga kl.14-16 og þau verða ekki reiknuð til stiga líkt og gert var síðasta vetur. Laugardagsmótin eru opin öllum börnum á grunnskólaaldri, óháð félagsaðild og styrkleika. ...

Lesa meira »

Spennan magnast á Haustmótinu

20180909_150243

Eftir þrjár umferðir á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur eru fimm skákmenn enn með fullt hús, tveir í opnum flokki, tveir í B-flokki og einn í C-flokki. Spennan er tekin að magnast, einkum í neðri flokkunum þremur, því efstu menn mætast í þeim öllum í næstu umferð. Í A-flokki eru efstir og jafnir þeir Vignir Vatnar Stefánsson og Jóhann Ingvason með 2,5 ...

Lesa meira »

Fjölmennt Haustmót TR hófst á sunnudag

20180909_150243

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur, hið 85. í röðinni, hófst síðastliðinn sunnudag. Þátttakendur að þessu sinni eru 50 og er teflt í þremur lokuðum flokkum. Stigahæsti keppandinn er alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson (2405). 1.umferð bauð upp á afar fjörugar skákir, lævísa leiki, fjörugar fórnir og sjálfan vodafone-gambítinn. Björn Þorfinnsson hóf Haustmótið af krafti. Eftir að hafa farið sér að engu óðslega í ...

Lesa meira »

Haustmót TR hefst á sunnudag -breytt fyrirkomulag!

IMG_9420

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2018 hefst sunnudaginn 9. september kl.13:00. Mótið, sem er hið 85. í röðinni, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót Taflfélags Reykjavíkur. Mótið er flokkaskipt, öllum opið og verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Björgvin Víglundsson. Sigurvegari Haustmótsins árið 2017 ...

Lesa meira »

Skákstelpur TR í keilu

40568558_10156752763013675_8330643117078216704_o

Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir, skákkennari, skrifar   Skákstarf Taflfélags Reykjavíkur er að komast aftur á skrið eftir gott sumarfrí. Skákæfingarnar eru að komast í gang og skákmótaröðin langa sem nær fram á vor er nú þegar hrokkinn í gírinn. Stelpuskákæfingarnar hefjast laugardaginn 8. september, eftir viku, en upptakturinn hófst í gær þegar 12 hressar skákstelpur hittust í Keiluhöllinni og skemmtu sér ...

Lesa meira »