Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur haldið sunnudaginn 30.september



Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 sunnudaginn 30. september og hefst það kl. 13:00. Tefldar verða 11 umferðir eftir svissnesku kerfi og er umhugsunartíminn 4 mínútur auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (4+2). Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.

Sigurvegari Hraðskákmóts TR árið 2017 varð Vignir Vatnar Stefánsson.

Þátttökugjald er 1.000kr fyrir 18 ára og eldri, en 500kr fyrir 17 ára og yngri. Félagsmenn TR sem eru 17 ára og yngri fá frítt í mótið. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin. Auk þess verður krýndur Hraðskákmeistari Taflfélags Reykjavíkur. Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig í skráningarforminu hér að neðan.

Að loknu hraðskákmótinu fer fram verðlaunaafhending fyrir Haustmót Taflfélags Reykjavíkur.

 

SKRÁNINGARFORM

Skráðir keppendur