Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Birkir Karl sigraði á fimmtudagsmóti

Birkir Karl Sigurðsson var eini taplausi keppandinn á fimmtudagsmóti TR í gær og sigraði eftir spennandi keppni við þá Þóri Benediktsson og Sverri Sigurðsson.  Þórir var efstur með fullt hús í kaffihléinu eftir 4. umferð en tapaði fyrir Birki í þeirri fimmtu og svo einnig fyrir Sverri í síðustu umferð og þar með skaust sá síðarnefndi upp fyrir Þóri  í ...

Lesa meira »

Torfi hraðskákmeistari Reykjavíkur

Torfi Leósson varð í gær hraðskákmeistari Reykjavíkur 2010 en Torfi og Sigurbjörn Björnsson komu jafnir í mark en Torfi hafði betur eftir stigaútreikning.   Eiríkur Björnsson varð þriðji með 9,5 vinning.  21 skákmaður tók þátt í mótinu.  Í lok mótsins fór fram verðlaunaafhending fyrir Kornax mótið 2010 – Skákþing Reykjavíkur en verðlaunin afhentu Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir formaður T.R. og Kjartan Már ...

Lesa meira »

Veronika Steinunn í 2. sæti á Íslandsmóti stúlkna

TR-stúlkan, Veronika Steinunn Magnúsdóttir, hafnaði í öðru sæti í yngri flokki á Íslandsmóti stúlkna sem fram fór í gær laugardag.  Veronika, sem keppti í flokki stúlkna fæddar 1997 og síðar, lauk keppni í skiptu efsta sæti með 6 vinninga af 7 ásamt Sonju Maríu Friðriksdóttur.  Veronika beið síðan lægri hlut í einvígi þeirra í milli, 2-1. Þrjár aðrar stúlkur úr ...

Lesa meira »

Þorvarður sigraði á mjög spennandi fimmtudagsmóti

Síðastliðið fimmtudagsmót var vel mannað og skemmtilegt. Þátttakendur voru 20 og var hart barist um fyrsta sætið. Keppnin var mjög jöfn og fóru leikar þannig að hvorki meira né minna en 5 voru jafnir með 5 vinninga úr 7 umferðum! Grípa þurfti til stigaútreiknings og varð Þorvarður F. Ólafsson hlutskarpastur. Skákstjóri var Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir með dyggri aðstoð Kristjáns Arnar Elíassonar. ...

Lesa meira »

Hraðskákmót Reykjavíkur fer fram nk. sunnudag

Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið Í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 sunnudaginn 7. febrúar kl. 14. Tefldar verða 2×7 umferðir eftir Sviss Perfect kerfi. Umhugsunartími verður 5 mínútur á skák. Þátttökugjald er kr 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir 15 ára og yngri.  Þrenn verðlaun í boði.   Þá verður verðlaunaafhending fyrir  KORNAX mótið 2010 – Skákþing Reykjavíkur. ...

Lesa meira »

KORNAX mótinu lokið

KORNAX mótinu 2010 – Skákþingi Reykjavíkur lauk á föstudagskvöld þegar níunda og síðasta umferð var tefld.  Hjörvar Steinn Grétarsson (2358) hafði þegar tryggt sér sigur með 7,5 vinningi fyrir lokaumferðina, og hafði því ekki tapað skák.  Ingvar Þór Jóhannesson (2330) sigraði hann hinsvegar í lokaumferðinni og minnkaði því forskot Hjörvars í hálfan vinning. Með sigrinum á Hjörvari tryggði Ingvar sér ...

Lesa meira »

Eiríkur K. Björnsson marði sigur á fimmtudagsmóti

Hinn efnilegi en þó nokkuð mistæki Eiríkur K. Björnsson hafði að lokum sigur á vel sóttu fimmtudagsmóti TR í gærkvöldi.  Fullt hús fyrir síðustu umferð dugði, þrátt fyrir tap fyrir Páli Snædal Andrasyni í lokaumferðinni en með þeim sigri tryggði Páll sér annað sætið. Að venju hófst mótið kl. 19:30 og var í gær lokið á slaginu 21:30, en kaffi- ...

Lesa meira »

Hjörvar Steinn Skákmeistari Reykjavíkur annað árið í röð

Hjörvar Steinn Grétarsson (2358) er sigurvegari KORNAX mótsins 2010 – Skákþings Reykjavíkur og ver þar með titil sinn frá því í fyrra.  Þetta er í fyrsta sinn í 11 ár sem skákmaður ver titilinn en síðastur til þess var Jón Viktor Gunnarsson árið 1999. Í áttundu og næstsíðustu umferð, sem fram fór í gær, sigraði Hjörvar Halldór Grétar Einarsson (2260) ...

Lesa meira »

Hjörvar leiðir enn á KORNAX mótinu

Hjörvar Steinn Grétarsson (2358) sigraði Björn Þorfinnsson (2383) í sjöundu umferð KORNAX mótsins – Skákþings Reykjavíkur sem fór fram fyrr í dag.  Hjörvar hefur hlotið 6,5 vinning og er kominn með vinningsforskot þegar tveim umferðum er ólokið en jafnir í 2.-3. sæti eru Ingvar Þór Jóhannesson (2330), sem gerði jafntefli við Sigurbjörn Björnsson (2317), og Halldór Grétar Einarsson (2260), sem ...

Lesa meira »

Hjörvar efstur á KORNAX mótinu

Hjörvar Steinn Grétarsson (2358) leiðir KORNAX mótið – Skákþing Reykjavíkur með 5,5 vinning þegar sex umferðum er lokið.  Hjörvar sigraði alþjóðlega meistarann, Braga Þorfinnsson (2398) í fimmtu umferð og gerði jafntefli við Sigurbjörn Björnsson (2317) í þeirri sjöttu. Jafnir í 2.-3. sæti með 5 vinninga eru alþjóðlegi meistarinn, Björn Þorfinnsson (2383) og Ingvar Þór Jóhannesson (2330).  Fjórir skákmenn koma næstir ...

Lesa meira »

Sverrir Sigurðsson öruggur sigurvegari á fimmtudagsmóti

Á annan tug skákmanna lét hvorki óveður né afleit úrslit í handbolta gegn Austurríkismönnum hafa áhrif á sig og mættu í skákhöllina í Faxafeni á fimmtudagsmót TR. Að lokum stóð Sverrir Sigurðsson uppi sem öruggur sigurvegari; með fullt hús og vinning í forskot fyrir síðustu umferð tryggði hann sér sigurinn með jafntefli gegn Stefáni Péturssyni. Úrslit: 1   Sverrir Sigurðsson                              6.5    2   ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld

Að venju fer fram fimmtudagsmót T.R. í kvöld kl. 19.30.  Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12, og opnar húsið kl. 19.10.  Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði fyrir sigurvegarann.Mótin eru öllum opin og er aðgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára og yngri.  ...

Lesa meira »

Hjörvar og Bragi efstir á KORNAX mótinu

Alþjóðlegi meistarinn, Bragi Þorfinnsson (2398), og Hjörvar Steinn Grétarsson (2358) eru efstir og jafnir með fullt hús vinninga að lokinni fjórðu umferð sem fór fram í dag.  Bragi sigraði Ingvar Þór Jóhannesson (2330) í nokkuð snarpri skák þar en Hjörvar lagði Sverri Örn Björnsson (2173).   Jöfn í 3.-5. sæti með 3,5 vinning eru Sigurbjörn Björnsson (2317), Lenka Ptacnikova (2315) ...

Lesa meira »

Fjórir með fullt hús á KORNAX mótinu

Þriðja umferð KORNAX mótsins – Skákþings Reykjavíkur fór fram í kvöld.  Á efsta borði sigraði alþjóðlegi meistarinn, Bragi Þorfinnsson (2398), Hrafn Loftsson (2256) í æsilegri og illskiljanlegri skák þar sem Hrafn fór sér líklega fullgeyst í byrjuninni og fékk erfiða stöðu í kjölfarið þar sem kóngur hans var berskjaldaður.  Þá sigraði Hjörvar Steinn Grétarsson (2358) Þorvarð F. Ólafsson (2217) í ...

Lesa meira »

Fyrsta laugardagsæfing nýs áratugar!

Laugardagsæfingar T.R. hófust af krafti á öðrum áratug 21. aldar þann 9. janúar síðastliðinn.  Metfjöldi barna mætti til leiks eða alls 29 og þar af voru sjö börn að mæta í fyrsta sinn.  Ekki var setið með hendur í skauti heldur strax hafist handa við skákina þar sem m.a. voru leystar þrautir og sett upp mót. Pistil 15. æfingar vetrarins ...

Lesa meira »

Elsa María sigraði á fjölmennu fimmtudagsmóti

Elsa María Kristínardóttir sigraði á fimmtudagsmóti gærdagsins í Taflélagi Reykjavíkur. Hún gerði jafntefli við Jón Úlfljótsson og Erling Þorsteinsson en vann hinar fimm skákirnar og var þannig eini taplausi keppandinn á mótinu. Eins og venjulega voru telfdar sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Mótið hefst kl. 19:30 stundvíslega og er yfirleitt lokið  um eða upp úr 21:30.   1   Elsa ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld

Að venju fer fram fimmtudagsmót T.R. í kvöld kl. 19.30.  Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12, og opnar húsið kl. 19.10.  Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði fyrir sigurvegarann.Mótin eru öllum opin og er aðgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára og yngri.  ...

Lesa meira »

Ekki mikið um óvænt úrslit í annarri umferð KORNAX mótsins

Önnur umferð KORNAX mótsins 2010 – Skákþings Reykjavíkur fór fram í kvöld.  Viðureignir voru heldur jafnari en í fyrstu umferð eins og tíðkast gjarnan á mótum í dag þar sem teflt er eftir svissneska kerfinu.   Svissneska kerfið virkar þannig að fyrir fyrstu umferð er keppendum skipt upp í tvo styrkleikaflokka.  Keppendum er raðað eftir elo stigum og svo er ...

Lesa meira »

Fimmtudags- og laugardagsæfingar komnar á fullt

Athygli er vakin á því að vetrarstarf félagsins er komið á fullt eftir jólafrí. Öll fimmtudagskvöld klukkan 19.30 eru haldin fimmtudagsmót, sem fyrir löngu eru orðin að hefð hjá félaginu.  Á fyrstu æfingu ársins mættu tæplega 20 keppendur sem er með besta móti.  Tefldar eru skákir með sjö mínútna tímamörkum og er þátttökugjald aðeins kr. 500 fyrir 16 ára og ...

Lesa meira »

Jón Úlfljótsson fremstur á meðal jafningja á fimmtudagsmóti

Hart var barist á fyrsta fimmtudagsmóti ársins í TR sem fram fór fyrir helgi. Þrír urðu efstir og jafnir með 6 vinninga en Jón Úlfljótsson efstur á stigum. Eins og venjulega voru tefldar sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Mótið hefst kl. 19:30 stundvíslega og er yfirleitt lokið um eða upp úr 21:30.   Lokastaðan: 1   Jón Úlfljótsson                               6 ...

Lesa meira »