Róbert sigraði á Hraðskákmóti Öðlinga



Róbert Harðarson varð í kvöld hraðskákmeistari öðlinga eftir spennandi og fjölmennt mót sem fram fór í félagsheimili TR í kvöld.  Róbert fékk 7 vinninga í 9 skákum og hafði betur en Kristján Guðmundsson og Jóhann H. Ragnarsson eftir stigaútreikning.  Í kvöld fór jafnframt fram verðlaunaafhending fyrir sjálft aðalmótið.  Birna bauð upp á glæsilegt bakkelsi.

Ólafur og Birna gáfu nýjan bikar til mótsins þar sem ekki var hægt að koma fyrir fleiri nafnspjöldum á fyrri bikar sem gefin var af Nesti.  Fyrsta mótið fór fram 1992 og þar sigraði Jóhann Örn Sigurjónsson.   

Lokastaðan

  1. Róbert Harðarson 7 v. (41 stig – 46 stig)
  2. Kristján Guðmundsson 7 v. (41 stig – 45 stig)
  3. Jóhann H. Ragnarsson 7 v. (38,5 stig)
  4. Gunnar Freyr Rúnarsson 6½ v.
  5. Júlíus Friðjónsson 5½ v.
  6. Pálmi R. Pétursson 5½ v.
  7. Sigurjón Sigurbjörnsson 5½ v.
  8. Magnús Gunnarsson 5 v.
  9. Björn Þorsteinsson 5 v.
  10. Jóhann Örn Sigurjónsson 5 v.
  11. Kristján Örn Elíasson 5 v.
  12. Frímann Benediktsson 5 v.
  13. Haukur Sveinsson 5 v.
  14. Haukur Bergmann 4½ v.
  15. Magnús Matthíasson 4½ v.
  16. Vigfús Ó. Vigfússon 4 v
  17. Bjarni Sæmundsson 4 v.
  18. Sæbjörn Guðfinnsson 4 v.
  19. Þorsteinn Guðlaugsson 4 v.
  20. Finnur Kr. Finnsson 3½ v.
  21. Jóhannes Jensson 3½ v.
  22. Óttar Felix Hauksson 3½ v.
  23. Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir 3 v.
  24. Friðþjófur Max Karlsson 2 v.
  25. Pétur Jóhannesson 1½ v.
  26. Björgvin Kristbergsson 1½ v.

Skákstjóri var Ólafur S. Ásgrímsson

Sjá einnig: Skák.is