Vignir Vatnar Jólahraðskákmeistari TR 2020Fide meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson vann Jólahraðskákmót TR með fullu húsi 11 vinninga af 11, en mótið fór fram á chess.com þriðjudagskvöldið 29. desember. Fyrir samtímalesendur: Þið vitið af hverju mótið var haldið á netinu. Fyrir framtíðarlesendur: mótið var haldið á netinu vegna skæðrar veiru sem að geisaði um samfélagið árið 2020 (allavega).

Næstur á eftir Vigni urðu Gunnar Freyr Rúnarsson og Stefán Steingrímur Bergsson með 8 vinninga af 11. Efstur félagsmanna í TR varð hraðskákmaskínan Benedikt Þórisson sem hlaut 7 vinninga.

Hlekkur á síðu mótsins, úslit og stöðu.

Hlekkur á Jólahraðskákmeistara TR frá upphafi.