Hraðskákmót öðlinga fer fram í kvöld



Hraðskákmót öðlinga fer fram í kvöld, miðvikudaginn 19. maí, og hefst kl. 19:30.  Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir hraðskákmótið og sjálft aðalmótið þar sem Bragi Halldórsson sigraði.   Þátttökugjald 500 kr.  Þá verða góðar veitingar, rjómavöfflur og annað góðgæti, sem Birna sér um, nokkurs konar töðugjöld eins og tíðkaðist til sveita hér áður fyrr og tíðkast trúlega enn!

Svo skemmtilega vill til að ofangreindur Bragi er einnig núverandi hraðskákmeistari öðlinga.