Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Mikil spenna á Haustmótinu – Einar og Bragi efstir

HTR_2015_R1-10

Þegar tvær umferðir lifa af Haustmóti TR er spennan í algleymingi í öllum fjórum flokkunum.  Í A-flokki deila með sér efsta sætinu alþjóðlegu meistararnir Einar Hjalti Jensson og Bragi Þorfinnsson en báðir hafa þeir 5,5 vinning.  Í sjöundu umferð sigraði Bragi Benedikt Jónasson en Einar Hjalti gerði jafntefli við stórmeistara kvenna, Lenku Ptacnikovu.  Athygli vekur að næstur með 4 vinninga ...

Lesa meira »

U-2000 mótið hefst miðvikudaginn 28. október

vorhatid2015 (4)

Taflfélag Reykjavíkur fer nú aftur af stað með hið vinsæla U-2000 mót sem síðast var haldið fyrir sléttum áratug. Undanfarin ár hefur sífellt bæst í flóru viðburða hjá félaginu og er hugmyndin með endurvakningu U-2000 mótanna sú að koma til móts við þá skákmenn sem ekki hafa náð 2000 Elo-stigum og vilja gjarnan spreyta sig í opnu móti þar sem ...

Lesa meira »

Einar Hjalti í forystu á Haustmótinu

htr13 (47)

Alþjóðlegi meistarinn Einar Hjalti Jensson sigraði kollega sinn, Braga Þorfinnsson, í sjöttu umferð Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur og náði þar með efsta sætinu af Braga.  Einar hefur 5 vinninga en Bragi kemur næstur með 4,5 vinning og þá Oliver Aron Jóhannesson með 4 vinninga en hann á inni frestaða skák gegn alþjóðlega meistaranum Sævari Bjarnasyni.  Örn Leó Jóhannsson er fjórði með ...

Lesa meira »

Brögðóttur Bragi leiðir Haustmótið eftir 5.umferð

HTR_2015_R4-26

Félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur hýsti mikla hugsuði í dag er 5.umferð Haustmóts TR var tefld. Skákmenn létu rigningarsuddann, sem lamdi rúðurnar, hvorki trufla reiknigáfu sína né innsæi. Var barist fram í rauðan dauðann á öllum borðum og margir fallegir leikir framleiddir. Í A-flokki stýrði Einar Hjalti Jensson hvítu mönnunum til sigurs gegn hinum eitilharða Benedikt Jónassyni. Með meira rými á borðinu ...

Lesa meira »

Bragi efstur á Haustmótinu

HTR_2015_R4-29

Þegar fjórum umferðum er lokið á Haustmóti TR leiðir alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson (2414) með 3,5 vinning en hann sigraði kollega sinn, Sævar Bjarnason (2108), í gærkvöld þegar fjórða umferð fór fram.  Oliver Aron Jóhannesson (2198) gerði jafntefli við Björgvin Víglundsson (2169) og er í öðru sæti með 3 vinninga.  Benedikt Jónasson (2230) og Örn Leó Jóhannsson (2123) koma næstir ...

Lesa meira »

Hörð rimma um Íslandsmeistaratitilinn

Taflfelag

Að loknum fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga er lið Taflfélags Reykjavíkur í öðru sæti, hálfum vinningi á eftir liði Hugins.  B-lið félagsins á í harðri fallbaráttu og vermir botnsætin ásamt KR-ingum og B-liði Akureyringa.  C-lið TR-inga skipar annað sætið í annari deild og í þriðju deild er D-liðið í 4. sæti en E-liðið er í botnbaráttu að þessu sinni.  Tvö glæsileg ...

Lesa meira »

Oliver efstur á Haustmótinu

HTR_2015_R1-9

Í gærkvöldi var tefld 3.umferð í Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur. Annir skákmanna voru miklar þennan sunnudaginn og voru frestaðar skákir óvenju margar. Þeir skákmenn sem settust að tafli í Faxafeninu í dag áttu ekki síður annríkt því margar skákirnar voru æsispennandi og flækjustig æði hátt. Í opnum flokki áttu þeir stigahærri í mesta basli með þá stigalægri. Björn Magnússon, sem fyrir umferðina ...

Lesa meira »

Skákir Haustmótsins

Pos2

Skákir fyrstu umferðar Haustmóts TR má nálgast hér að neðan. A-flokkur B-flokkur C-flokkur

Lesa meira »

Haustmótið hafið

HTR_2015_R1-1

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hófst á sunnudaginn en mótið er hið 82. í röðinni.  Keppendur eru 49 talsins og er keppt í þremur tíu manna lokuðum flokkum ásamt opnum flokki þar sem 19 keppendur, flestir af yngri kynslóðinni, leiða saman hesta sína. Í A-flokki er alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson (2414) stigahæstur keppenda en Fide meistarinn Einar Hjalti Jensson (2392) er ekki ...

Lesa meira »

Haustmótið hefst á morgun – Frestur til að skrá sig í lokaðan flokk rennur út í dag

HTR_2014_R23-46

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2015 hefst sunnudaginn 13. september kl.14. Mótið, sem er hið 82. í röðinni, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót T.R. Mótið er flokkaskipt og öllum opið. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12. Tefldar verða tvær umferðir á viku. Alls eru níu umferðir í hverjum flokki. Lokuðu ...

Lesa meira »

Haustmót TR hefst á sunnudaginn

htr14

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2015 hefst sunnudaginn 13. september kl.14. Mótið, sem er hið 82. í röðinni, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót T.R. Mótið er flokkaskipt og öllum opið. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12. Tefldar verða tvær umferðir á viku. Alls eru níu umferðir í hverjum flokki. Lokuðu ...

Lesa meira »

Róbert Luu sigraði á fyrsta móti Bikarsyrpunnar!

Bikarsyrpan_mot1_2015-2016_r5-4

Fyrsta mótinu af sex í Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur lauk í dag en þá fóru fram lokaumferðirnar tvær. Stigahæstu keppendurnir þeir Aron Þór Mai (1502) og Róbert Luu (1490) tóku snemma forystu og mættust svo báðir með fullt hús í fjórðu umferðinni sem fram fór í morgun.  Þeirri skák lauk með jafntefli og því ljóst að úrslitin myndu ráðast í lokaumferðinni ...

Lesa meira »

Bikarsyrpan hefst á föstudag

IMG_6905

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur fer nú af stað annað árið í röð eftir góðar móttökur í fyrra. Mótum syrpunnar hefur verið fjölgað og telur hún alls sex kappskákmót sem eru ætluð börnum á grunnskólaaldri (fædd 2000 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 skákstigum. Þar með gefst þeim tækifæri til að næla sér í alþjóðleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuð eru ...

Lesa meira »

TB sigruðu TRuxva í spennandi viðureign!

photo (18)

Unglingasveit TR tapaði með allra minnsta mun í ótrúlega spennandi viðureign við TB í hraðskákkeppni taflfélaga. TRuxva vantaði Hilmi og Bolvíkinga vantaði ýmsa sterka skákmenn en úr varð mjög jöfn keppni. Vignir var öflugur og landaði 8 vinningum af 12, Bárður 7 af 12, Björn og Gauti 6 af 12, Aron 7 af 11 og Veronika 2 af 11. Varamaðurinn Róbert ...

Lesa meira »

Haustmót TR hefst sunnudaginn 13. september

HTR_2014_R23-46

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2015 hefst sunnudaginn 13. september kl.14. Mótið, sem er hið 82. í röðinni, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót T.R. Mótið er flokkaskipt og öllum opið. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12. Tefldar verða tvær umferðir á viku. Alls eru níu umferðir í hverjum flokki. Lokuðu ...

Lesa meira »

Fyrsta skemmtikvöld vetrarins á föstudag!

Feature_Image_KingoftheHill

  Fyrsta skemmtikvöldið af tíu í þéttri vetrardagskrá Taflfélagsins fer fram næstkomandi föstudagskvöld og byrjar fjörið klukkan 20.00  Það verður ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur í byrjun heldur er Íslandsmeistaratitillinn í King of the hill undir! King of the hill er bráðskemmtilegt tilbrigði við hefðbundna skák: Allar skákreglur Fide gilda. Sérstaklega að leikur er löglegur þá ...

Lesa meira »

Guðmundur Kjartansson með lokaáfangann að stórmeistaratitli!

Skemmtikvöld_28_4_2014_FischerRandom-46

Guðmundur Kjartansson úr TR náði í dag lokaáfanga sínum að stórmeistaratitli á alþjóðlegu móti í Litháen með sigri í áttundu og næstsíðustu umferð.  Gummi er búinn að standa sig gríðarlega vel á mótinu og er langefstur með 6 1/2 vinning, heilum vinning á undan næstu mönnum. Guðmundur hefur sýnt ótrúlega elju og ástundun  við skákborðið á undanförnum árum og enginn ...

Lesa meira »

Davíð Kjartansson sigraði á stórmóti Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur

Arbaejarsafnsmotid_2015-2

Stórmót Árbæjarsafns og TR fór fram í kornhlöðunni í Árbæjarsafni í gær.  Þátttakan var heldur minni en undanfarin ár og kann að skýrast af því að mótið fór nú fram tveimur dögum á eftir Borgarskákmótinu.  Það var þó vel skipað og tveir af verðlaunahöfum Borgarskákmótsins voru mættir til leiks, Fide meistararnir Davíð Kjartansson og Róbert Lagerman. Davíð Kjartansson sem hafnaði í ...

Lesa meira »