Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

60 börn á Vorhátíð TR

20190512_125441

Sunnudaginn 12. maí fór fram vorhátíðarskákæfing TR í taflheimili félagsins í Faxafeni. 60 skákkrakkar úr öllum skákhópum félagsins mættu á sameiginlega lokaæfingu. Þetta var sannkölluð uppskeruhátíð. Teflt var 6 umferða skákmót, Uppskerumót TR, með umhugsunartímanum 5m+3s. Síðan fór fram verðlaunaafhending fyrir ástundun á æfingum félagsins á vorönninni. Að lokum fór fram verðlaunaafhending fyrir Uppskerumótið og í kjölfarið var boðið upp ...

Lesa meira »

Gauti Páll efstur á Þriðjudagsmóti TR

20190502_195805

Það var enginn annar en sjálfur ritari Taflfélags Reykjavíkur og vararitari Skáksambands Íslands, Gauti Páll Jónsson, sem sigraði á Þriðjudagsmóti TR þann 7. maí. Það má því með sanni segja að hann hafi ritað nafn sitt á spjöld sögunnar með árangri sínum. Ungi maðurinn leyfði aðeins tap gegn Björgvini Víglundssyni, en vann hinar skákirnar þrjár, með mikilli tækni og þrautseigju. ...

Lesa meira »

Vorhátíð Taflfélags Reykjavíkur haldin sunnudaginn 12.maí

20180506_134407

Vorhátíð Taflfélags Reykjavíkur verður haldin sunnudaginn 12. maí kl 12-14. Vorhátíðin er uppskeruhátíð allra þeirra barna sem mætt hafa á æfingar hjá TR í vetur. Öll börn sem stunduðu byrjendaæfingar, stúlknaæfingar, framhaldsæfingar eða afreksæfingar er velkomið að taka þátt í hátíðinni. Einnig öll þau börn sem teflt hafa fyrir hönd félagsins í Íslandsmóti unglingasveita og Íslandsmóti skákfélaga. Á Vorhátíðinni teflum við ...

Lesa meira »

Arnar Gunnarsson efstur á vel skipuðu Meistaramóti TRUXVA

20190502_221227

Alþjóðlegi meistarinn Arnar Erwin Gunnarsson varð einn efstur á æsispennandi Meistaramóti Truxva sem fram fór þann 2. maí. Hann hlaut 8,5 vinning af 11 mögulegum. Þetta er í annað sinn sem Arnar vinnur mótið en hann vann einnig þegar það var haldið í fyrsta sinn árið 2017. Guðmundur Kjartansson vann mótið 2018. Í öðru sæti varð Íslandsmeistarinn Helgi Áss Grétarsson ...

Lesa meira »

TRUXVI Meistaramót haldið fimmtudaginn 2.maí

20180909_150243

TRUXVI Meistaramót verður haldið fimmtudaginn 2. maí næstkomandi í skáksal Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Mótið er nú haldið í þriðja sinn og er opið öllum skákáhugamönnum. Taflið hefst stundvíslega klukkan 19:30 og er áætlað að mótinu ljúki um kl.22. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3m+2s. Mótið er reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Verðlaun: 1.sæti: 25.000 kr. 2.sæti: 15.000 kr. 3.sæti: 10.000 kr. U2000: Bókaverðlaun ...

Lesa meira »

Jóhann H. Ragnarsson með fullt hús á Þriðjudagsmóti TR

20190430_211414

Jóhann H. Ragnarsson tefldi eins og herforingi á þriðjudagsmóti TR þann 30. apríl síðastliðinn og hlaut fjóra vinninga af fjórum mögulegum. Með þrjá vinninga voru Kjartan Maack, Guðni Stefán Pétursson og Gauti Páll Jónsson. Teflt var í einum flokki en fjórir þátttakendur voru með yfir 1900 stig og tíu voru með 1400-1900 stig. Þannig hafa þónokkrir skákmenn nýtt tækifærið og ...

Lesa meira »

Helgi Áss Grétarsson með fullt hús á Þriðjudagsmóti TR

20190423_213717

Íslandsmeistarinn Helgi Áss Grétarsson fékk fjóra vinninga af fjórum mögulegum á fjórða þriðjudagsmóti TR sem fram fór 23.apríl. Til stóð að tefla í tveimur flokkum en sökum dræmrar þátttöku var einungis teflt í einum flokki. Örn Leó Jóhannsson hlaut þrjá vinninga í 2.sæti. Næsta þriðjudagsmót verður haldið 30.apríl og hefst taflið stundvíslega klukkan 19:30. Mótin eru opin öllum með yfir ...

Lesa meira »

TRUXVI Meistaramót haldið fimmtudaginn 2.maí

20180909_150243

TRUXVI Meistaramót verður haldið fimmtudaginn 2. maí næstkomandi í skáksal Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Mótið er nú haldið í þriðja sinn og er opið öllum skákáhugamönnum. Taflið hefst stundvíslega klukkan 19:30 og er áætlað að mótinu ljúki um kl.22. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3m+2s. Mótið er reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Verðlaun: 1.sæti: 25.000 kr. 2.sæti: 15.000 kr. 3.sæti: ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót í atskák í kvöld – 2 flokkar

IMG_9661

Taflfélag Reykjavíkur hyggst halda vikuleg atskákmót á þriðjudagskvöldum fyrir skákmenn með 1400 skákstig eða meira. Með þessu vill félagið koma til móts við þær fjölmörgu raddir í skáksamfélaginu sem óskað hafa eftir fleiri atskákmótum. Tefldar verða fjórar umferðir með umhugsunartímanum 15 mínútur á skák og bætast 5 sekúndur við eftir hvern leik (15m+5s). Teflt er í tveimur flokkum: 1400-1899 og ...

Lesa meira »

Gunnar Erik efstur á Páskaeggjamóti TR

20190412_162337

Sextíu og níu börn fædd á árunum 2006-2013 tefldu á Páskaeggjamóti Taflfélags Reykjavíkur sem haldið var föstudaginn 12.apríl. Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin, en einnig voru veitt tvenn árgangaverðlaun; ein piltaverðlaun og ein stúlknaverðlaun. Alls biðu 19 medalíur og 21 páskaegg á verðlaunaborðinu eftir því að skorið yrði úr um réttmæta eigendur þeirra. Spennan var því mikil í ...

Lesa meira »

Páskaeggjamót TR haldið föstudaginn 12.apríl – Jafnframt undanrásir í Barna-Blitz

20180325_141315

Páskaeggjamót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið föstudaginn 12.apríl. Taflið hefst stundvíslega kl.17:00 og áætlað er að mótinu ljúki um kl.18:45. Mótið er opið öllum grunnskólabörnum í 1.-7.bekk (fæðingarár 2006-2012). Sex umferðir verða tefldar með 4 mínútna umhugsunartíma og bætast 2 sekúndur við tímann eftir hvern leik (4+2). Verðlaunapeningur og páskaegg verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu. Einnig verða veitt verðlaun fyrir ...

Lesa meira »

Guðni Stefán efstur á Þriðjudagsmóti TR

20181110_173302

Sex sterkir skákseggir tefldu á þriðjudagsmóti TR þann 2.apríl. Tefldar voru þrjár laufléttar skákir og var Guðni Stefán Pétursson efstur af þeim þremur sem höfðu tvo vinninga. Í næstu sætum voru Bragi Halldórsson og núverandi Íslandsmeistari í atskák, Jón Viktor Gunnarsson. Nú verður gert hlé á þriðjudagsmótunum í tvær vikur, á meðan Reykjavíkurskákmótið stendur yfir. Næsta Þriðjudagsmót verður haldið 23. ...

Lesa meira »

Allar skákæfingar dagana 5.-7.apríl falla niður

20170723_194835

Húsnæði Taflfélags Reykjavíkur verður í útleigu dagana 5.-7.apríl vegna Íslandsmóts í bridge. Af þeim sökum falla allar skákæfingar niður sem fyrirhugaðar voru þá helgi (manngangskennsla, byrjendaæfing, stúlknaæfing, framhaldsæfing og afreksæfing).

Lesa meira »

Kjartan Maack er Hraðskákmeistari öðlinga 2019

Don, Kjartan og Björgvin hrepptu verðlaunin í Hraðskákmóti öðlinga.

Það voru svo sannarlega engin venjuleg brögð í tafli þegar formaður Taflfélags Reykjavíkur, Kjartan Maack, kom við í höll sinni og lagði mann og annan á skákborðunum í Hraðskákmóti öðlinga sem þar fór fram. Kjartan hlaut 10 vinninga í skákunum ellefu en það var við hæfi að sá eini sem náði að snúa á Kjartan var nýbakaður Skákmeistari öðlinga, Haraldur ...

Lesa meira »

Hraðskákmót öðlinga fer fram í kvöld

IMG_9918

Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 3. apríl í félagsheimili TR að Faxafeni 12. Mótið hefst kl. 19.30 og er opið fyrir alla 40 ára (á árinu) og eldri. Tefldar verða 11 umferðir með umhugsunartímanum 3 mín + 2 sek á leik.  Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga. Þátttökugjald er kr. 1.000 og er í því innifalið ilmandi nýtt kaffi. Greiða skal ...

Lesa meira »

Haraldur Haraldsson er Skákmeistari öðlinga 2019

20190213_195748

Haraldur Haraldsson (1969) sigraði á Öðlingamóti TR og er því Skákmeistari öðlinga 2019. Haraldur gerði jafntefli við Jóhann Ingvason (2175) í lokaumferðinni sem fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld og varð einn efstur með 5,5 vinning. Jafnir í 2.-3. sæti með 5 vinninga urðu Haraldur Baldursson (1944), sem sigraði Lenku Ptacnikovu (2187) í lokaumferðinni,  og fyrrnefndur Jóhann en annað sætið fellur í ...

Lesa meira »

Guðmundur Kjartansson með fullt hús á Þriðjudagsmóti TR

Guðmundur_Kjartansson2

Síðastliðinn þriðjudag tefldu átta skákmenn á Þriðjudagsmóti TR. Þetta var annað mótið sem haldið er í þessari nýju atskákmótaröð. Líkt og við var að búast þá reyndist alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson andstæðingum sínum erfiður viðureignar. Guðmundur vann allar fjórar skákir sínar líkt og hann gerði á fyrsta mótinu. Fyrir vikið stefnir pilturinn hraðbyri að 2500 stiga múrnum í atskák. Björgvin ...

Lesa meira »

Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 3. apríl

IMG_9918

Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 3. apríl í félagsheimili TR að Faxafeni 12. Mótið hefst kl. 19.30 og er opið fyrir alla 40 ára (á árinu) og eldri. Tefldar verða 11 umferðir með umhugsunartímanum 3 mín + 2 sek á leik.  Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga. Þátttökugjald er kr. 1.000 og er í því innifalið ilmandi nýtt kaffi. Greiða skal ...

Lesa meira »

Haraldur Haraldsson trónir á toppnum fyrir lokaumferð Öðlingamótsins

20190320_194522

Norðanmaðurinn knái, Haraldur Haraldsson, sem snúinn er suður til Reykjavíkur er einn efstur fyrir síðustu umferð Öðlingamóts TR með fimm vinninga af sex mögulegum. Hann vann nafna sinn Baldursson í uppgjöri efstu manna í sjöttu umerð sem tefld var miðvikudaginn 20. mars síðastliðinn. Þorvarður Ólafsson, sem einnig var með fjóra vinninga, gerði jafntefli við Lenku Ptacnikovu og á þriðja borði ...

Lesa meira »

Guðmundur hlutskarpastur á fyrsta Þriðjudagsmóti TR

20190319_194135

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson sigraði með fullu húsi á fyrsta Þriðjudagsmóti TR sem fram fór í gær. Guðmundur tryggði sér sigurinn með því að vinna Jóhann Ragnarsson í lokaumferðinni í hörkuspennandi skák. Í öðru sæti varð Stephan Briem með 3,5 vinning eftir að hafa lagt bróður sinn að velli, Benedikt Briem, í lokaumferðinni með aðstoð heilladísanna. Fjórir skákmenn luku tafli með ...

Lesa meira »