Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Skeljungsmótið – Skákþing Reykjavíkur hefst í dag

Skeljungsmótið 2009 – Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 11. janúar kl. 14. Tefldar verða 9 umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1½ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferðir fara fram á miðvikudögum og föstudögum kl. 19 og á sunnudögum kl. 14.  Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12.   Verðlaun: 1. sæti kr. 50.000 ...

Lesa meira »

Matthías sigurvegari fimmtudagsmóts

Matthías Pétursson stóð uppi sem sigurvegari á fyrsta fimmtudagsmóti ársins.  TR-ingurinn ungi fór hreinlega hamförum og lagði meðal annarra Torfa Leósson og Eirík Björnsson.  Þegar upp var staðið hafði Matthías hlotið átta vinninga af tíu.  Næstir komu síðan Páll Andrason og Torfi Leósson með 7,5 vinning þar sem Páll varð hærri á stigum en hann heldur áfram góðu gengi á ...

Lesa meira »

Laugardagsæfingarnar hefjast að nýju 10. jan

Skákæfingar fyrir börn og unglinga 15 ára og yngri hefjast að nýju laugardaginn 10. janúar kl. 14-16. Sævar Bjarnason, alþjóðlegur skákmeistari, sér um skákkennslu og umsjón æfinganna skipta með sér þau Elín Guðjónsdóttir, Magnús Kristinsson og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir. Ókeypis þátttaka. Verið velkomin!

Lesa meira »

Fimmtudagsmótin hefjast á ný eftir jólafrí

Hin hefðbundnu fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur halda áfram í kvöld.  Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri. Um er ...

Lesa meira »

Á fjórða tug skákmanna skráðir í Skeljungsmótið

Skeljungsmótið 2009 – Skákþing Reykjavíkur hefst nk. sunnudag.  Skráning gengur vel og þegar þetta er ritað hafa 34 keppendur skráð sig til leiks.  Opið er fyrir skráningu þar til mótið hefst en áhugasamir eru hvattir til að skrá sig fyrirfram þar sem það auðveldar allan undirbúning. Skráningarform er á www.skak.is en einnig má skrá sig með því að senda tölvupóst ...

Lesa meira »

Guðmundur beið lægri hlut

Guðmundur Kjartansson tapaði fyrir stórmeistaranum M. Hebden (2515) í níundu og síðustu umferð Hastings mótsins.  Guðmundur hlaut 5,5 vinning og hefði þurft að sigra í síðustu skákinni til að ná sínum síðasta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli, og hafnaði í 26. sæti sem er tölvert ofar en hann var í stigaröðinni fyrir mót.

Lesa meira »

Jafnt hjá Guðmundi í snarpri skák

Guðmundur Kjartansson (2365) gerði jafntefli við enska stórmeistarann, S. Williams (2494) í áttundu og næstsíðustu umferð Hastings mótsins.  Skákin var mjög fjörug og snörp þar sem stórmeistarinn tefldi hollenska vörn og fór í þunga sókn gegn Guðmundi.  Íslenski víkingurinn varðist þó vel og lauk skákinni eftir 25 leiki með þráskák Englendingsins en þá var kóngur Guðmundar búinn að ferðast þvert ...

Lesa meira »

Guðmundur á flugi í Hastings

Fjórða sigurskák Guðmundar Kjartanssonar á Hastings mótinu leit dagsins ljós í dag þegar hann lagði stórmeistarann, S. Haslinger (2506), í 7. umferð, að því er virtist næsta auðveldlega.  Guðmundur vann mann í 28. leik og eftirleikurinn var auðveldur en stórmeistarinn gaf eftir 56 leiki. Guðmundur hefur nú 5 vinninga af 7 og er væntanlega kominn í hóp 10 efstu manna ...

Lesa meira »

Skeljungsmótið 2009

Skeljungsmótið 2009 – Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 11. janúar kl. 14. Tefldar verða 9 umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1½ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferðir fara fram á miðvikudögum og föstudögum kl. 19 og á sunnudögum kl. 14.  Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12.   Verðlaun: 1. sæti kr. 50.000 ...

Lesa meira »

Öruggur sigur Guðmundar í 6. umferð

Guðmundur Kjartansson (2365) sigraði írska skákmanninn, R. Griffiths (2107), örugglega í 6. umferð Hastings skákmótsins sem nú fer fram og lýkur 5. janúar.  Guðmundur hefur hlotið 4 vinninga í 6 skákum og er kominn í hóp efstu manna.

Lesa meira »

Guðmundur að tafli í Hastings

Guðmundur Kjartansson (2365) tekur nú þátt í hinu sögufræga Hastings móti.  Guðmundur, sem hækkað hefur mikið á stigum að undanförnu, hefur 2 vinninga að loknum fjórum umferðum.  Í 4. umferð sigraði Guðmundur enskan skákman, Adri Pickersgill (2043) í aðeins 26 leikjum.  Í 5. umferðinni mætir Guðmundur öðrum enskum andstæðingi, Richard Almond (2139).

Lesa meira »

Gunnar Freyr jólahraðskákmeistari

Gunnar Freyr Rúnarsson sigraði á jólahraðskákmóti TR sem fram fór í dag.  Gunnar hlaut 11 vinninga í 14 skákum en jafnir í 2-3. sæti urðu Torfi Leósson og Þór Valtýsson með 10 vinninga hvor. Úrslit: 1. Gunnar Freyr Rúnarsson 11 v af 14 2-3. Torfi Leósson, Þór Valtýsson 10 v 4. Sverrir Þorgeirsson 9,5 v 5. Siguringi Sigurjónsson 9 v ...

Lesa meira »

Jólahraðskákmót TR

Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið sunnudaginn 28. desember kl. 14.  Tefldar verða 2×7 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma.  Mótið fer fram í húsnæði TR að Faxafeni 12.  Þátttökugjald er kr. 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Lesa meira »

Geirþrúður unglinga- og stúlknameistari TR

Unglinga – og stúlknameistaramót T.R.var haldið í taflheimili félagsins í Faxafeni föstudagskvöldið 19. des. Mótið var opið öllum krökkum 15 ára og yngri. Í hríðarbil og erfiðri færð lögðu nokkrir gallharðir skákkrakkar og skákunglingar leið sína á mótsstað og tefldu 7 umferða mót með 15 mín. umhugsunartíma. Mikil barátta fór fram á skákborðinu og mikil keppni um efstu sætin í ...

Lesa meira »

Þorvarður sigurvegari jólafimmtudagsmóts

Hinn knái Haukamaður, Þorvarður Fannar Ólafsson, kom sá og sigraði á síðasta fimmtudagsmóti ársins.  Það var jólablær yfir mótinu sem þó kom ekki í veg fyrir harða baráttu á skákborðunum og sem fyrr enduðu margar skákanna á dramatískan og jafnvel furðulegan hátt.  Sem dæmi má nefna að í einu tímahrakanna breyttist svartreiti biskup svarts skyndilega í hvítreitan! Þorvarður hélt forystunni ...

Lesa meira »

Síðasta fimmtudagsmót ársins

Í kvöld kl. 19.30 fer fram fimmtudagsmót að venju.  Mótið verður það síðasta á árinu og að þessu sinni verða í boði ljúffengar jólaveitingar ásamt jólapakka sem verður afhentur um leið og hinn glæsilegi gullpeningur. Tefldar verða níu umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma.  Þátttökugjald er kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir 15 ára og yngri. Mótin ...

Lesa meira »

Unglinga- og stúlknameistaramót TR

Unglinga- og Stúlknameistaramót T.R. fer fram föstudaginn 19. desember í Skákhöllinni Faxafeni 12. Taflið hefst kl.18. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi með umhugsunartímanum 15 mín. á skák. Teflt verður í einum flokki og hlýtur efsti unglingurinn, sem er félagi í T.R., titilinn Unglingameistari T.R. 2008 og efsta stúlkan úr T.R. hlýtur titilinn Stúlknameistari T.R. 2008. Einnig verða veitt verðlaun ...

Lesa meira »

Vel sótt jólaskákæfing!

Laugardagsæfingar Taflfélags Reykjavíkur fyrir börn og unglinga 15 ára og yngri hafa verið vel sóttar frá því í september. Alls hafa samanlagt 62 börn sótt þær 14 skákæfingar sem haldnar hafa verið á þessari önn! Sævar Bjarnason, alþjóðlegur skákmeistari, hefur séð um skákkennsluna og umsjón með æfingunum hafa skipt með sér þau Elín Guðjónsdóttir, Magnús Kristinsson og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir sem öll eru ...

Lesa meira »

Jóhann sigurvegari fimmtudagsmóts

Þær voru hugrakkar sálirnar sem lögðu leið sína í húsakynni Taflfélagsins í gærkvöldi.  Veðurofsinn var slíkur að það var engu líkara en að veðurguðirnir væru að ausa úr skálum reiði sinnar vegna fjármálafyllerís þjóðarinnar hin síðari ár. En að skákinni.  Þetta sinnið tefldu allir við alla, níu umferðir þar sem skotta litla fékk einnig að vera með þó nokkuð hafi ...

Lesa meira »

Jólaskákæfing laugardaginn 13. des!

Á laugardaginn kemur verður jólaskákæfing sem jafnframt verður síðasta laugardagsæfing ársins!     Þá ætlum við að: 1) tefla, tefla, tefla 2) bjóða upp á jólahressingu 3) veita viðurkenningar fyrir bestu mætingu/ástundun á laugardagsæfingunum á þessari önn (í þremur aldurshópum) 4) veita viðurkenningar fyrir samanlögð stig fyrir ástundun og árangur á æfingamótunum 5) gefa nýjum félagsmeðlimum Taflfélags Reykjavíkur skákbók að ...

Lesa meira »