Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Gunnar Freyr jólahraðskákmeistari

Gunnar Freyr Rúnarsson sigraði á jólahraðskákmóti TR sem fram fór í dag.  Gunnar hlaut 11 vinninga í 14 skákum en jafnir í 2-3. sæti urðu Torfi Leósson og Þór Valtýsson með 10 vinninga hvor. Úrslit: 1. Gunnar Freyr Rúnarsson 11 v af 14 2-3. Torfi Leósson, Þór Valtýsson 10 v 4. Sverrir Þorgeirsson 9,5 v 5. Siguringi Sigurjónsson 9 v ...

Lesa meira »

Jólahraðskákmót TR

Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið sunnudaginn 28. desember kl. 14.  Tefldar verða 2×7 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma.  Mótið fer fram í húsnæði TR að Faxafeni 12.  Þátttökugjald er kr. 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Lesa meira »

Geirþrúður unglinga- og stúlknameistari TR

Unglinga – og stúlknameistaramót T.R.var haldið í taflheimili félagsins í Faxafeni föstudagskvöldið 19. des. Mótið var opið öllum krökkum 15 ára og yngri. Í hríðarbil og erfiðri færð lögðu nokkrir gallharðir skákkrakkar og skákunglingar leið sína á mótsstað og tefldu 7 umferða mót með 15 mín. umhugsunartíma. Mikil barátta fór fram á skákborðinu og mikil keppni um efstu sætin í ...

Lesa meira »

Þorvarður sigurvegari jólafimmtudagsmóts

Hinn knái Haukamaður, Þorvarður Fannar Ólafsson, kom sá og sigraði á síðasta fimmtudagsmóti ársins.  Það var jólablær yfir mótinu sem þó kom ekki í veg fyrir harða baráttu á skákborðunum og sem fyrr enduðu margar skákanna á dramatískan og jafnvel furðulegan hátt.  Sem dæmi má nefna að í einu tímahrakanna breyttist svartreiti biskup svarts skyndilega í hvítreitan! Þorvarður hélt forystunni ...

Lesa meira »

Síðasta fimmtudagsmót ársins

Í kvöld kl. 19.30 fer fram fimmtudagsmót að venju.  Mótið verður það síðasta á árinu og að þessu sinni verða í boði ljúffengar jólaveitingar ásamt jólapakka sem verður afhentur um leið og hinn glæsilegi gullpeningur. Tefldar verða níu umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma.  Þátttökugjald er kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir 15 ára og yngri. Mótin ...

Lesa meira »

Unglinga- og stúlknameistaramót TR

Unglinga- og Stúlknameistaramót T.R. fer fram föstudaginn 19. desember í Skákhöllinni Faxafeni 12. Taflið hefst kl.18. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi með umhugsunartímanum 15 mín. á skák. Teflt verður í einum flokki og hlýtur efsti unglingurinn, sem er félagi í T.R., titilinn Unglingameistari T.R. 2008 og efsta stúlkan úr T.R. hlýtur titilinn Stúlknameistari T.R. 2008. Einnig verða veitt verðlaun ...

Lesa meira »

Vel sótt jólaskákæfing!

Laugardagsæfingar Taflfélags Reykjavíkur fyrir börn og unglinga 15 ára og yngri hafa verið vel sóttar frá því í september. Alls hafa samanlagt 62 börn sótt þær 14 skákæfingar sem haldnar hafa verið á þessari önn! Sævar Bjarnason, alþjóðlegur skákmeistari, hefur séð um skákkennsluna og umsjón með æfingunum hafa skipt með sér þau Elín Guðjónsdóttir, Magnús Kristinsson og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir sem öll eru ...

Lesa meira »

Jóhann sigurvegari fimmtudagsmóts

Þær voru hugrakkar sálirnar sem lögðu leið sína í húsakynni Taflfélagsins í gærkvöldi.  Veðurofsinn var slíkur að það var engu líkara en að veðurguðirnir væru að ausa úr skálum reiði sinnar vegna fjármálafyllerís þjóðarinnar hin síðari ár. En að skákinni.  Þetta sinnið tefldu allir við alla, níu umferðir þar sem skotta litla fékk einnig að vera með þó nokkuð hafi ...

Lesa meira »

Jólaskákæfing laugardaginn 13. des!

Á laugardaginn kemur verður jólaskákæfing sem jafnframt verður síðasta laugardagsæfing ársins!     Þá ætlum við að: 1) tefla, tefla, tefla 2) bjóða upp á jólahressingu 3) veita viðurkenningar fyrir bestu mætingu/ástundun á laugardagsæfingunum á þessari önn (í þremur aldurshópum) 4) veita viðurkenningar fyrir samanlögð stig fyrir ástundun og árangur á æfingamótunum 5) gefa nýjum félagsmeðlimum Taflfélags Reykjavíkur skákbók að ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld

Hin hefðbundnu fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur halda áfram í kvöld.  Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Lesa meira »

Áhugasamir krakkar á laugardagsæfingu

Þrátt fyrir að margt er í gangi nú á aðventunni, svo sem tónleikar, föndur og alls kyns jólaundirbúningur, sem og auðvitað afmælisboðin, sem oft eru einmitt á laugardögum, lögðu margir krakkar leið sína á laugardagsæfinguna daginn fyrir 2. í aðventu.   Skákkennslan fór að þessu sinni fram við skákborðið (þ.e. maður á mann) andspænis Sævari Bjarnasyni skákþjálfara T.R. Krakkarnir sem sátu yfir ...

Lesa meira »

Gífurlegir yfirburðir Torfa á fimmtudagsmóti

Torfi Leósson sigraði með þriggja vinninga forskoti á fimmtudagsmóti gærkvöldins þegar hann hlaut níu vinninga í níu skákum.  Þrír ungir og efnilegir skákmenn fylgdu á eftir með sex vinninga; Páll Andrason, Patrekur Maron Magnússon og Dagur Andri Friðgeirsson. Úrslit: 1. Torfi Leósson 9 v af 9 2-4. Páll Andrason, Patrekur Maron Magnússon, Dagur Andri Friðgeirsson 6 v 5. Sigurjón Haraldsson ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld – aukaverðlaun í boði!

Hin hefðbundnu fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur halda áfram í kvöld.  Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri. Sérstök aukaverðlaun ...

Lesa meira »

Máttur biskupanna á laugardagsæfingu

Daginn fyrir 1. í aðventu fjölmenntu krakkarnir á laugardagsæfinguna okkar. Enda er BARA notalegt og skemmtilegt að koma inn í taflheimili T.R. (eða Skákhöllina í Faxafeni eins og húsnæði T.R. er oft kallað) og hugsa BARA um skák! Margir krakkar eru orðnir heimavanir eftir æfingar vetrarins hingað til en enn bætast nýjir krakkar í hópinn. Það er nefnilega ALLTAF hægt, fyrir þá sem ekki ...

Lesa meira »

Patrekur sigraði á spennandi fimmtudagsmóti

Hinn ungi og efnilegi, Patrekur Maron Magnússon, sigraði á fimmtudagsmóti sem fram fór í gærkvöldi.  Hlaut hann 8 vinninga af 9 eftir að hafa verið með fullt hús framan af móti eða þar til hann beið lægri hlut gegn Þóri Ben í 6. umferð.  Við þetta hljóp nokkur spenna í mótið en Patrekur missteig sig ekki það sem eftir var og ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld

Hin hefðbundnu fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur halda áfram í kvöld.  Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Lesa meira »

Andspæni tekið fyrir á laugardagsæfingu

Sífellt bætast við nýjir þátttakendur á laugardagsæfingarnar okkar í Taflfélagi Reykjavíkur. Er svo komið að 50 krakkar hafa komið á laugardagsæfingarnar síðan í haust og nokkuð stór hópur af þeim kemur að staðaldri. Gaman af því!  Á laugardagsæfingunni síðustu var hugtakið andspæni á dagskrá. Sævar skákþjálfari T.R. fór sérstaklega í endatafl með peði og kóngi á móti kóngi. Í slíkum endatöflum ræður ...

Lesa meira »

Pistlar um laugardagsæfingarnar á pdf formi

Nú má nálgast umfjöllun um allar æfingarnar á handhægan hátt hér, eða með því að smella á “Pistlar laugardagsæfinga” hér hægra megin á síðunni.  Tilvalið fyrir börnin sem og foreldra og forráðamenn sem vilja fylgjast með gangi mála á æfingum.

Lesa meira »

Hraðskákmót TR: Davíð efstur, Snorri meistari TR

Davíð Kjartansson sigraði í dag á Hraðskákmóti Taflfélags Reykjavíkur en hann sigraði einnig á nýafstöðnu Haustmóti TR.  Davíð hlaut 11 vinninga af 14 en jafnir í öðru til þriðja sæti urðu Hrannar Baldursson og Snorri G. Bergsson en Hrannar varð ofar á stigum.  Snorri G. Bergsson er því Hraðskákmeistari Taflfélags Reykjavíkur 2008. Úrslit: 1. Davíð Kjartansson 11 v af 14 ...

Lesa meira »

Benedikt öruggur sigurvegari fimmtudagsmóts

Benedikt Jónasson sigraði með yfirburðum á fimmtudagsmóti gærkvöldsins þegar hann hlaut 8,5 vinning í níu skákum, 2,5 vinningi meira en næstu menn sem voru Helgi Brynjarsson og Kristján Örn Elíasson.  Það var aðeins hinn ungi Páll Andrason sem náði að skáka Benedikt og hala inn jafntefli eftir að sá síðarnefndi hafði lengi reynt að innbyrða sigur í endatafli með peð ...

Lesa meira »