Andspæni tekið fyrir á laugardagsæfingu



Sífellt bætast við nýjir þátttakendur á laugardagsæfingarnar okkar í Taflfélagi Reykjavíkur. Er svo komið að 50 krakkar hafa komið á laugardagsæfingarnar síðan í haust og nokkuð stór hópur af þeim kemur að staðaldri. Gaman af því!

 Á laugardagsæfingunni síðustu var hugtakið andspæni á dagskrá. Sævar skákþjálfari T.R. fór sérstaklega í endatafl með peði og kóngi á móti kóngi. Í slíkum endatöflum ræður það yfirleitt úrslitum hvor kóngurinn nær andspæninu, þ.e. nær að þvinga kóng andstæðingsins á “vonda” reiti og nær sjálfur að brjótast í gegn og styðja við peð (eða að hindra peð) að komast upp í borð og verða að drottingu. Einnig fór hann yfir eina skák þar sem mikil stöðubarátta var í gangi.

Á þessum umfjöllunarefnum má sjá að krakkarnir eru nú farnir að skyggnast inn í hugarheim skákarinnar sem nær lengra en það að “bara” kunna mannganginn! Síðan voru tefldar 5 umferðir eftir Monradkerfi.

Úrslit urðu eftirfarandi:

  • 1. Vilhjálmur Þórhallsson 5 v
  • 2.-3. Össur Máni Örlygsson, Gauti Páll Jónsson 4 v
  • 4.-5. Kristófer Þór Pétursson, Figgi Tuong 3 v

 

Þau sem tóku einnig þátt og fá mætingarstig eru: Halldóra Freygarðsdóttir, Sólrún Elín Freygarðsdóttir, Kristján Ernir Hölluson, Mariam Dalia Ómarsdóttir, Jósef Ómarsson, Ólafur Örn Olafsson, Gylfi Harðarson, María Ösp Ómarsdóttir, Kristján Gabríel Þórhallsson.

Eins og áður hefur verið sagt frá, fá krakkarnir stig fyrir ástundun og árangur á laugardagsæfingunum.

 

Stigin standa núna eftir 11 laugardagsæfingar:

1. Vilhjálmur Þórhallsson 34 stig

2-3. Mariam Dalia Ómarsdóttir, Figgi Truong   14 stig

4. Þorsteinn Freygarðsson 11 stig 

5. Jósef Ómarsson 10 stig

6-11. Friðrik Þjálfi Stefánsson, Kveldúlfur Kjartansson, Samar e Zahida, María Ösp Ómarsdóttir, Ólafur Örn Olafsson, Sólrún Elín Freygarðsdóttir   8 stig

12-13. Aron Daníel Arnalds, Stefanía Stefánsdóttir 7 stig

14-15. Kristján Gabríel Þórhallsson,  Kristófer Þór Pétursson 6 stig

16-24. Veronika Steinunn Magnúsdóttir, Hróðný Rún Hölludóttir, Maria Zahida, Kristmann Þorsteinsson, Mias Ólafarson, Elvar P. Kjartansson, Halldóra Freygarðsdóttir, Gylfi Már Harðarson, Össur Máni Örlygsson 5 stig

25-27. Eiríkur Örn Brynjarsson, Guðni Stefánsson, Tinna Glóey Kjartansdóttir 4 stig

28. Gauti Páll Jónsson 3 stig

29-33. Yngvi Stefánsson, Kristín Viktoría Magnúsdóttir, Jóhann Markús Chun, Eric Daníel Jóhannesson, Madison Jóhannesardóttir 2 stig

34-50. Angantýr Máni Gautason, Ayub Zaman, Bjarni Þór Lúðvíksson, Daði Sigursveinn Harðarson, Eiríkur Elí Eiríksson, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Markús Máni, Muhammad Zaman, Tayo Örn Norðfjörð, Þórhallur Þrastarson, Þröstur Elvar, Hákon Rafn, Bjarki, Smári Arnarson, Erla Ágústsdóttir, Flóki Rafn Flókason, Kristján Ernir Hölluson 1 stig

 

Umsjónarmaður var Magnús Kristinsson.

Verið velkomin næsta laugardag kl. 14-16!