Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

(Alþjóðlegt?) Þriðjudagsmót hjá TR í kvöld klukkan 19:30

þriðjudagur

Atskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru 10 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta ...

Lesa meira »

Viðeyjarmótið 2025 verður 20. júlí

Teflt úti

Taflfélag Reykjavíkur heldur skákmót í Viðeyjarstofu í samstarfi við Eldingu og Borgarsögusafn sunnudaginn 20. júlí kl. 13. Mótið er opið öllum áhugasömum og þátttaka ókeypis en greiða þarf í ferjuna. Þetta verður fimmta sinn sem mótið verður haldið. Frétt mótsins 2021   Frétt mótsins 2022 Frétt mótsins 2023  Frétt mótsins 2024 Tefldar verða 9. umferðir með tímamörkunum 3+2 (3 mínútur á mann og 2 sekúndur á ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót fellur niður í kvöld, 8. apríl, vegna hraðskákmóts í Hörpu

Harpablitz2023

Þriðjudaginn 8. apríl næstkomandi verður Harpa blitz haldið. Á meðan verður ekkert þriðjudagsmót í TR. Vikulegu mótin okkar falla venjulega ekki niður þannig að þetta er sérstaklega auglýst! Við hvetjum fastagesti okkar að fjölmenna í Hörpu, en mótið er haldið áður en Reykjavíkurskákmótið hefst. Vefur Reykjavík Open. Hérna má sjá þau mót sem falla niður árið 2025.

Lesa meira »

Skákgoðsögn Íslands, Friðrik Ólafsson er látinn

487763232_536747389083240_2986945087475399145_n

Taflfélag Reykjavíkur syrgir nú einn sinn allra dýrkaðsta félaga og skákgoðsögn Íslands.. Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands og ein af hetjum islenska lýðveldisins og íslenskrar skáksögu, lést föstudaginn 4. apríl, níræður að aldri. Friðrik tengdist Taflfélagi Reykjavíkur nánum böndum alla tíð. Hjá Taflfélagi Reykjavíkur ólst hann upp sem skákmaður, tefldi í sínum fyrstu mótum og hélt tryggð við félagið alla tíð.. Friðrik ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót hjá TR í kvöld klukkan 19:30

þriðjudagur

Hraðskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru 10 skákir og tímamörkin eru 3 mínútur á skákina að viðbættum 2 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra hraðskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta ...

Lesa meira »

Hraðskákmót öðlinga verður sunnudaginn 6. apríl

þriðjudagur

Hraðskákmót öðlinga 2025 fer fram sunnudaginn 6. apríl, og hefst taflmennskan kl. 13.00. Mótið er opið fyrir alla 40 ára og eldri (f. 1985 og síðar). Tefldar verða 7 umferðir með 5+3 umhugsunartíma. Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga sem lýkur þann 2. apríl. Þátttökugjald er kr. 1,000 fyrir þá sem tóku ekki þátt ...

Lesa meira »

Rimaskóli sterkur á Reykjavíkurmóti Grunnskólasveita

YngstiWinners

Reykjavíkurmót Grunnskólasveita fór fram í tveimur hlutum, yngsti flokkur á mánudeginum 3. mars en tveir elstu flokkarnir þriðjudaginn 4. mars. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Frístundasviðs Reykjavíkur og Taflfélags Reykjavíkur og hefur verið svo í fjölda ára. Mótinu var eins og áður sagði skipt í þrjá aldursflokka eins og undanfarin ár. Teflt var í Friðrikssalnum hjá Taflfélagi Reykjavíkur og fjölmenni ...

Lesa meira »

Reykjavíkurmót grunnskólasveita 2025 verður 3.-4. mars. Skráning í fullum gangi!

Reykjavíkurmót-grunnskóla-2017-1024x376

Reykjavíkurmót grunnskólasveita hefst í húsnæði TR að Faxafeni 12 mánudaginn 3. mars kl. 16.30 með keppni 1.-3. bekkjar. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verður skipt í þrennt að venju; 1.-3. bekkur, 4.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Keppni 4.-7. bekkjar og 8.-10. bekkjar fer fram daginn eftir, þriðjudaginn 4. mars. Tefldar verða 7 umferðir með ...

Lesa meira »

Arnar Milutin sigurvegari í febrúarmótaröð TR og TG

Arnar

Arnar Milutin Heiðarsson sigraði á fimmtudagsmóti TR í gærkvöldi með fullu húsi og tryggði sér þar með sigur í febrúarmótaröð TR og TG. Arnar vann 3 mót af 12 og náði sér í 60 stig. Í öðru sæti varð Theódór Eiríksson með 55 stig en hann varð í 3 sæti í gær. Arnar Ingi Njarðarson mætti á sitt 9. mót á ...

Lesa meira »

Félagsmannahittingur fyrir Íslandsmót Skákfélaga!

Skjámynd 2025-02-24 015610

Félagsmenn í Taflfélagi Reykjavíkur eru boðnir velkomnir í hitting og liðspepp fyrir Íslandsmót Skákfélaga. Menn geta litið við, tekið í nokkrar skákir og séð liðsuppstillingar fyrir helgina en reynt verður að klára allar uppstillingar á miðvikudagskvöldið. Gerum ráð fyrir að opna húsið um 19:00 og pöntum svo pizzur fljótlega. Sjáumst í Faxafeninu!

Lesa meira »

Taflfélag Reykjavíkur Hraðskákmeistari Taflfélaga!

Skjámynd 2025-02-24 015610

Skákdeild Fjölnis hélt Hraðskákkeppni Taflfélaga og eins og í fyrra var mótið haldið í Hlöðunni í Gufunesi. Þrettán sveitir voru skráðar til leiks en ein sveit forfallaðist á lokametrunum. Fyrirfram hefði mátt búast við baráttu hjá Skákdeild Breiðabliks, Taflfélagi Reykjavíkur og Skákdeild Fjölnis sem voru með sterkustu liðin á pappírnum. Strax í fyrstu umferð urðu Blikar fyrir skakkaföllum þegar þrír ...

Lesa meira »

Aleksandr Domalchuk-Jonasson Norðurlandameistari – Fimm TR-ingar tóku þátt!

Skjámynd 2025-02-24 014750

Alþjóðlegi meistarinn og TR-ingurinn Aleksandr Domalchuk-Jonasson var eini Íslendingurinn sem náði sér í Norðurlandameistaratitil helgina 14-16. febrúar á Norðurlandamóti ungmenna í Borgarnesi. Auk Aleksandr tóku fjórir TR-ingar þátt á mótinu. Benedikt Þórisson tefldi í elsta flokki (A-flokki) eins og Sasha, Josef Omarsson tefldi í U15 (C-flokki) og þeir félagar Haukur Víðis Leósson og Pétur Ernir Úlfarsson í U11 (E-flokki) og stóðu ...

Lesa meira »

Bárður varði Hraðskákmeistaratitil Reykjavíkur

BOB_oliver_hradskak_2025

Bárður Örn Birkisson kom á óvart og varði titil sinn sem Hraðskákmeistari Reykjavíkur á Hraðskákmóti Reykjavíkur síðastliðinn sunnudag. Bárður skaut þar Vigni Vatnar Stefánssyni ref fyrir rass en hann náði sér engan veginn á strik á mótinu og komst ekki á pall. Enduðu leikar þannig að Bárður hlaut 8 vinninga af 9 eftir skemmtilega baráttu í lokin og Magnús Pálmi ...

Lesa meira »

Skákmót öðlinga hefst miðvikudaginn 12. febrúar! Skráning í fullum gangi!

þriðjudagur

Skákmót öðlinga 40 ára og eldri (fædd 1985 og fyrr) hefst miðvikudaginn 12. febrúar kl. 18.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur auk 30 sekúndna viðbótartíma á hvern leik. Eftir 40 leiki bætast við 15. mínútur. Núverandi Skákmeistari öðlinga er Lenka Ptácníková. Teflt er á miðvikudagskvöldum frá 12. febrúar, með hléi þann ...

Lesa meira »

Hraðskákmót Reykjavíkur á sunnudaginn

Þröstur Þórhallsson teflir með TR með svart, gegn Fjölnismanninum Braga Þorfinnssyni. Mynd: Helgi Árnason

Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 sunnudaginn 9. febrúar og hefst taflið kl.13:00. Tefldar verða 9 umferðir með tímamörkunum 3+2 (3 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik). Ef fjöldi keppenda fer yfir 40 verða telfdar 11 skákir. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er opið öllum. Þátttökugjald er 1.000kr. Frítt er í mótið fyrir ...

Lesa meira »

Febrúarmótaröð TR og TG hefst í kvöld með skákkvöldi TG í Miðgarði

Motarod-mynd

Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélag Garðabæjar sameina krafta sína í febrúar þar sem regluleg mót félaganna breytast í mótaröð. Mótaröðin verður með svipuðu sniði og sl. maí þegar Dagur Ragnarsson varð hlutskarpastur. Verðlaun verða veitt fyrir: 1. sæti í mótaröð = 40.000 kr. 2. sæti í mótaröð = 10.000 kr. Besta mæting = 10.000 Oddastig í mótaröðinni verða flest 1. sæti, svo flest ...

Lesa meira »

Forseti Alþjóðlega Skáksambandsins heimsótti Taflfélagið

ArkadyDvorkovichFirstMvoe

Í tilefni skákdagsins 26. janúar stoppaði forseti alþjóðlega skáksambandsins (FIDE), Arkady Dvorkovich, við á Íslandi. Tilefni heimsóknarinnar var að sjálfsögðu að votta Friðrik Ólafssyni virðingu skáksamfélagsins. Friðrik er níræður í dag og afrek hans á skáksviðinu þarf varla að kynna fyrir nokkrum. Friðrik var fyrsti stórmeistari Íslendinga, komst í fremstu röð á Áskorendamót og lagði fjölda Heimsmeistara á sínum glæsta ...

Lesa meira »

Örn Leó sigurvegari á Jólahraðskákmóti TR – Minningarmóti Ríkharðs Sveinssonar

deildo_2023

Keppt var í fyrsta skipti um Ríkharðsbikarinn á Jólahraðskákmóti Taflfélags Reykjavíkur sem eftirleiðis verður haldið 28. desember og tileinkað Ríkharði Sveinssyni, Ríkharðsmótið! Mótið var einstaklega vel sótt, 98 keppendur mættu til leiks og hefði hæglega verið hægt að brjóta 100 keppenda múrinn en einhverjir forfölluðust því miður. Góður andi og keppnisgleði einkenndi daginn en þó var hart barist. Alls voru ...

Lesa meira »