Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Jóladagaskrá Talfélags Reykjavíkur 2025

Í desember eru jól. Þess vegna er peðið á myndinni með jólasveinahúfu, en fréttin fjallar einmitt um skák í jólamánuðinum. Peð er taflmaður.

Núna þegar jólin eru skammt undan leiti er rétt að minna á mótadagskrá Talfélagsins yfir hátíðarnar. Þriðjudagsmótið og fimmtudags falla niður í þessari viku en byrja aftur 30.des (þrið) og 1.jan (fimt) Á undan því verður Jólahraðskákmót TR haldið sunnudaginn 28.des sem er jafnframt minningarmót Ríkharðs Sveinssonar. Veitt verða Bókarverðlaun ásamt því verða veitingar í boði. Dagskrá: Þriðjudagsmót 23. desember, Þorláksmessu. ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót hjá TR í kvöld klukkan 19:30

þriðjudagur

Hraðskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru 10 skákir og tímamörkin eru 3 mínútur á skákina að viðbættum 2 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra hraðskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta ...

Lesa meira »

Rimaskóli öflugur á Jólaskákmóti grunnskólasveita Reykjavíkur

Sigursveit Rimaskóla: Patrekur, Mikael Mar, Kristfor Jokull, Sævar Svan. Liðssjóri Helgi

Þann 14.desember fór fram Jólaskákmót Grunnskólasveita Reykjavíkur sem er samstarsfsverkefni Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur og markaði einnig lok barnastarfs félagsins fram að áramótum. Þátttökufjöldi sveita hefur verið að taka við sér síðustu ár og hægt að sjá breiddina í skákstarfi í skólum Reykjavíkur og hvernig hún dreifist milli aldursflokka. Eins og venjulega var telft í þremur aldursflokkum, sex umferða mót ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót hjá TR í kvöld klukkan 19:30

þriðjudagur

Atskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru 10 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta ...

Lesa meira »

Þrjú kvöldmót falla niður í desember

frestad

Þrjú þriðjudags / fimmtudagsmót falla niður í desember. Þriðjudaginn 16. desember fellur þriðjudagsmót niður vegna Íslandsmótsins í atskák – Atskákmóts Reykjavíkur. Athugið að mótið er bæði mánudag og þriðjudag. Þriðjudaginn 23. desember og fimmtudaginn 25. desember falla mót niður vegna jóla. Tvö mót eru haldin eftir jól, jólahraðskákmót TR – minningarskákmót Ríkharðs Sveinssonar sunnudaginn 28. desember og þriðjudagsmót 30. desember.

Lesa meira »

Íslandsmótið í Atskák – Atskákmót Reykjavíkur 2025

BCO.33cfc60f-543b-4af3-87c6-2b7e63c46e32

Afar mikið mótaálag hefur einkennt síðustu vikur og í  ár verður Íslandsmótið í atskák og Atskákmót Reykjavíkur sameinað og verður eitt og sama mótið. Mótið  verður haldið í húsakynnum TR, Faxafeni 12, dagana 15.-16. desember næstkomandi. Dagskrá: Tefldar verða níu skákir með tímamörkunum 15+5 (15 mínútur á skákina að viðbættum fimm sekúndum á hvern leik) á tveimur kvöldum. Fyrstu fimm ...

Lesa meira »

Breiðablik A-sveit Atskákmeistari Taflfélaga 2025

Sigurlið Breiðabliks: Arnar Milutin, Hilmir Freyr, Benedikt Briem, Stephan Briem, Vignir Vatnar, Birkir Ísak

Dagana 24-25 nóvember fór fram Atskákkepni taflfélaga í faxafeni 12. Að þessu sinni voru tólf lið skráð til leiks og telfdar níu skákir á tveimur kvöldum. Nokkuð var um þéttar og vel mannaðar sveitir og fyrirfram var erfitt að veðja um niðurstöðu mótins. Strax í þriðju umferð mættust sterkar sveitir. Þar hafði TR-a sveit betur gegn Skákdeild Fjölnis a-sveit og Breiðablik a-sveit ...

Lesa meira »

Ólafur H. Ólafsson látinn – Minningarorð

CCP 051

Í 125 ára sögu Taflfélags Reykjavíkur (TR) hafa fáir, ef nokkrir, markað jafn djúp spor í starfsemi félagsins og Ólafur H. Ólafsson. Starf Ólafs, eða Óla H. eins og hann var jafnan kallaður, sem umsjónarmanns barna- og unglingastarfs TR, spannaði tímabil sem talið er í áratugum, ekki árum. Stundum vill þó gleymast að Ólafur var vel liðtækur skákmaður, sem dæmi ...

Lesa meira »

Atskákkeppni Taflfélaga 2025 verður 24.-25. nóvember

BCO.33cfc60f-543b-4af3-87c6-2b7e63c46e32

Dagana 24-25 nóvember fer fram Atskákkeppni taflfélaga. Mótshaldari er Taflfélag Reykjavíkur. Mótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur Faxafeni 12. Mótið hefst báða dagana kl:19:00 Tefldar verða 9. umferðir eftir svissnesku kerfi, umferðir 1-5 á mánudeginum og 6-9 á þriðjudeginum. Teflt verður með tímamörkunum 10+5, 10 mínútur á mann á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt verður á 6 ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót fellur niður

þriðjudagur

Þriðjudagsmót fellur niður vegna veðurs. Mikið fannfergi hefur verið í borginni og á eftir að ágerast þegar líður á daginn.

Lesa meira »

Roberto Osorio sigurvegari U2000

20251204_193146(0)

22.október fór fram lokaumferðin í U2000 móti T.R. Fyrir hana var Birkir Hallmundarson einn efstur með 5 vinninga og á eftir honum komu fimm aðrir keppendur með 4½ vinning. Á fyrsta borði mættust Markús Orri og Birkir. Upp kom lína í dreka afbrigði í Sikileyjarvörn. Eftir byrjunina fórnaði Birkir skiptamuni en fékk ekki nægjanlegar bætur fyrir. Markús tefldi örugglega og ...

Lesa meira »

U2000 – Birkir Hallmundarson einn efstur fyrir lokaumferðina

Birkir Hallmundarson og Arnar Breki

19.október fór fram sjötta og jafnframt næsta síðasta umferð í U2000 móti TR. Fyrir hana var Arnar Breki Grettisson einn efstur með 4½ vinning. Rétt á eftir honum komu Birkir Hallmundarson og Roberto Osario báðir með 4.vinninga. Á fyrsta borði mættust Birkir Hallmundarson og Arnar Breki. Strax í byrjuninni kom Birkir á óvart með að tefla 1.e4 sem hann hefur ...

Lesa meira »

Stúlkna- og drengjameistaramót Taflfélags Reykjavíkur 2025 fer fram 18.október

Stúlkna- og drengjameistarar TR 2024

Stúlkna- og drengjameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fer fram laugardaginn 18. október Þátttökugjöld eru kr.1500 (í alla flokka). Skráning fer fram í gegnum Sportabler. Skráningarform: Mótið er telft í fjórum flokkum Skráning í alla flokka fer fram hér: Mótið er opið öllum börnum og unglingum, óháð taflfélagi eða búsetu, sem eru fædd árið 2010 eða síðar. Aðalkeppnin fer fram í einum opnum flokki og þar verður ...

Lesa meira »

Sunnudagsmót hjá TR í dag – 28. september

HTR_24_4

Haldin verða hraðskákmót í hádeginu á sunnudögum einu sinni í mánuði ef vel gengur!  Tefldar verða 7. umferðir með tímamörkunum 5+3. Þá eru 5 mínútur á mann og 3 sekúndur bætast við hvern leik. Áætla má að mótin verði um tvær klukkustundir, standi frá 12:00-14:00. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra hraðskákstiga. Teflt er ...

Lesa meira »

Skráning á skákæfingar TR Haustönn 2025

large_sportabler-svart-a-hvitu

Búið er að opna fyrir skráningu á skákæfingar T.R. á Haustönn 2025. Ef einhverjar spurningar eru hvaða flokk á að velja er best að senda fyrirspurn á taflfelag@taflfelag.is Fyrsta æfing verður laugardaginn 23.ágúst og byrja æfingar síðan eftir skipulagi Skráning á skákæfingar Haustönn Sportabler Skráning á Afreksæfingar T.R – Haust 2025 – Mosfellsbær Upplýsingar um æfingar félagsins   

Lesa meira »

Undir 2000 mót T.R. 2025

U2000 1000-500

Undir 2000 mótið  Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa minna en 2000 Elo-stig, þ.e. allt frá 0 að 1999 skákstigum. Tefldar eru sjö umferðir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartími 90 mínútur fyrir alla skákina auk 30 sekúndna sem bætast við eftir hvern leik. Einnig bætast við 15 mínútur á klukkuna eftir 40 leiki. Leyfðar eru tvær yfirsetur í umferðum ...

Lesa meira »

Róbert Lagerman sigurvegari á Stórmóti Árbæjarsafns og TR

pro-lKvXHNtJ

Hinn síungi og stórefnilegi Róbert Lagman kom sá og sigraði á Stórmóti Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur sem fram fór í blíðskaparviðri sunnudaginn 31. ágúst. Mótið markar að mörgu leiti upphaf vetrarstarfsins hjá Taflfélaginu og teflt við skemmtilegar aðstæður í sögulegu umhverfi Árbæjarsafns. Tuttugu og átta skákmenn voru mættir til leiks, full mikið brotthvarf miðað við skráningu reyndar! Titilhafarnir voru þrír ...

Lesa meira »

Stórmót Árbæjarsafns og TR haldið sunnudaginn 31. ágúst klukkan 14

arb

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 31. ágúst. Mótið gefur einstakt tækifæri til að takast á við skákgyðjuna í sögulegu umhverfi Árbæjarsafns. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl.14. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik (4+2). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 kr. og ...

Lesa meira »

Sunnudagsmót hjá TR þann á morgun sunnudag

fimmt_3.april

Haldin verða hraðskákmót í hádeginu á sunnudögum einu sinni í mánuði ef vel gengur!  Tefldar verða 7. umferðir með tímamörkunum 5+3. Þá eru 5 mínútur á mann og 3 sekúndur bætast við hvern leik. Áætla má að mótin verði um tvær klukkustundir, standi frá 12:00-14:00. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra hraðskákstiga. Teflt er ...

Lesa meira »

Chess After Dark (Ólafur B. Þórsson) sigurvegari Borgarskákmótsins 2025

DonRobertBorgarskak

Hið árlega Borgarskákmót Taflfélags Reykjavíkur var haldið í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mótið, ásamt Stórmóti Árbæjarsafns og TR markar í raun upphafið að vetrarstarfinu hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Mótið er styrktarmót fyrir félagið og keppendur tefla fyrir fyrirtæki sem styrkt hafa Taflfélagið. Að þessu sinni voru 41 keppendur mættir til leiks. Stigahæsti  hraðskákmaður mótsins var FIDE meistarinn Róbert Lagerman. Snemma móts ...

Lesa meira »