Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Fimmtudagsmót hjá TR í kvöld klukkan 19:30

þriðjudagur

Hraðskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru 10 skákir og tímamörkin eru 3 mínútur á skákina að viðbættum 2 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra hraðskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót hjá TR í kvöld klukkan 19:30

þriðjudagur

Atskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru 10 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta ...

Lesa meira »

Örn Leó sigurvegari á Jólahraðskákmóti TR – Minningarmóti Ríkharðs Sveinssonar

deildo_2023

Keppt var í fyrsta skipti um Ríkharðsbikarinn á Jólahraðskákmóti Taflfélags Reykjavíkur sem eftirleiðis verður haldið 28. desember og tileinkað Ríkharði Sveinssyni, Ríkharðsmótið! Mótið var einstaklega vel sótt, 98 keppendur mættu til leiks og hefði hæglega verið hægt að brjóta 100 keppenda múrinn en einhverjir forfölluðust því miður. Góður andi og keppnisgleði einkenndi daginn en þó var hart barist. Alls voru ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót fellur niður í kvöld vegna jóla

Í desember eru jól. Þess vegna er peðið á myndinni með jólasveinahúfu, en fréttin fjallar einmitt um skák í jólamánuðinum. Peð er taflmaður.

Við minnum á að þriðjudagsmót TR fellur niður í kvöld, 24. desember, og einnig þriðjudagskvöldið 31. desember. Næstu mót á dagskrá: 26. desember, Fimmtudagsmót TR kl. 19:30  28. desember, Jólahraðskákmót TR kl. 14:00 

Lesa meira »

Jólahraðskákmót TR – Minningarmót Ríkharðs Sveinssonar á laugardaginn klukkan 14:00

deildo_2023

Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur 2024 – Minningarmót Ríkharðs Sveinssonar, verður haldið laugardaginn 28. desember, á afmælisdegi Rikka, og hefst taflið klukkan 14:00. Stefnt er að skákhátíð í Faxafeninu, veitingar í boði og góður félagsskapur. Mótið í ár verður haldið til minningar um Ríkharð Sveinsson sem var formaður TR frá 1997-2001 og aftur frá 2019. Rikki var driffjöður í starfi Taflfélags Reykjavíkur ...

Lesa meira »

Jólaskákmót Grunnskólasveita Reykjavíkur – 2024

jolaskak2024_jol

Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkur fyrir árið 2024 verður haldið í húsnæði TR að Faxafeni 12 sunnudaginn 8. desember. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verður skipt í þrennt; 1.-3. bekkur, 4.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Tefldar verða 6 umferðir með umhugsunartímanum 5 mínútur fyrir hverja skák og bætast 3 sekúndur við eftir hvern leik (5+3). Allir grunnskólar Reykjavíkurborgar ...

Lesa meira »

Atskákmót Reykjavíkur 2024 *FRESTAÐ*

20241004_190414

Mótinu hefur verið frestað og betri mótstími verður fundinn! ********************** Mótatilkynning eins og hún var: Atskákmót Reykjavíkur verður haldið í húsakynum TR, Faxafeni 12, 9-10. desember næstkomandi. Tefldar verða níu skákir með tímamörkunum 10+5 (10 mínútur á skákina að viðbættum fimm sekúndum á hvern leik) á tveimur kvöldum. Atskákmót Reykjavíkur var lengst af haldið af Skákfélaginu Helli, síðar Huginn, en síðan ...

Lesa meira »

Desember í Taflfélaginu – Hvað er eiginlega framundan?

Í desember eru jól. Þess vegna er peðið á myndinni með jólasveinahúfu, en fréttin fjallar einmitt um skák í jólamánuðinum. Peð er taflmaður.

Í jólaösinni er gott að slappa örlítið af og skella sér á eitt skákmót eða tvö. Jafnvel tíu. Og hvar eru þessi skákmót? Jú auðvitað hjá okkur í Taflfélagi Reykjavíkur, Faxafeni 12. Vindum okkur í dagskrána 3. desember: Þriðjudagsmót kl. 19:30. Tefldar 5 atskákir. Opið öllum. 5. desember: Fimmtudagsmót kl. 19:30. Tefldar 10 hraðskákir. Opið öllum. 8. desember: Jólaskákmót grunnskóla ...

Lesa meira »

Nóvember í Taflfélaginu – Hvað er að frétta?

Séð yfir skáksalinn okkar í yngri flokkum stúlkna- og drengjameistaramóts TR. Mynd: Jökull Úlfarsson.

Það var nóg að gera í Taflfélaginu í nóvember. Skoðum hvað var að frétta!   Byrjum á samantekt á vikulegu mótunum okkar – flaggskipi TR! Haldin voru þrjú þriðjudagsmót og fjögur fimmtudagsmót í mánuðinum. Á þriðjudögum eru tefldar 5 atskákir og á fimmtudögum yfirleitt um 10 hraðskákir. Fimmtudagsmót 7. nóvember mættu 12 til leiks og Kristján Örn Elíasson hafði sigur ...

Lesa meira »

Fullveldiskveðja frá Taflfélagi Reykjavíkur – á að tefla um jólin?

islenskifaninn

Kæru skákvinir! Í tilefni af hinum íslenska fullveldisdegi ætlar Taflfélag Reykjavíkur, eitt allra elsta starfandi íþróttafélag Reykjavíkur, að virkja vefsíðuna, allavega það sem af er ári. Það ætti að ganga þokkalega – enda bara einn mánuður eftir af árinu. Helsta nýjungin á vefnum verður Mánuðurinn í Taflfélaginu en þá verður í byrjun mánaðar sagt frá því sem er framundan. Einnig ...

Lesa meira »

Haukur Víðis sigurvegari Bikarsyrpu II, Katrín Ósk efst stúlkna

Katrín Ósk og Haukur

Helgina 22-24 nóvember fór fram annað mót í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur á tímabilinu 2024-25. Þetta sinn voru 25 keppendur skráðir til leiks. Þetta var 50 mótið frá upphafi og hefur fest sig í sessi sem einn besti vettvangur til að kynnast lengri tímamörkum og skákskriftum. Mótið fór vel fram þrátt fyrir að vera í minni sniðum en undanfarið. Vindum okkur ...

Lesa meira »

Mikael Bjarki hlutskarpastur á U2000 móti TR – Dagur Ragnarsson tók Y2000

U2000_MikaelBjarki

Síðastliðna sjö miðvikudaga hafa taflmennirnir verið hreyfðir á reitunum sextíu og fjórum á Undir og Yfir-2000 móti Taflfélags Reykjavíkur.  Undir 2000 mótið er orðið nokkuð rótgróið í starfseminni en nýlega var farið að bæta Y2000 mótinu við og hefur þetta fyrirkomulag gefist vel! 44 skákmenn hófu leik í Undir-2000 mótinu en 15 hófu leik í Yfir-2000 mótinu. Mikael Bjarki Heiðarsson ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa T.R. II (22-24 nóv)

BikarsyrpanBanner_generic

Helgina (22-24 nóvember) fer fram mót í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Þetta er annað mótið af fimm sem haldið er á tímabilinu 2024-25. Tefldar verða 7 skákir yfir þessa þrjá daga. Fer mótið fram í Taflfélagi Reykjavíkur Faxfeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst að tefla í kappskákmótum, en hingað til hefur þeim börnum sem vilja tefla ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót fellur niður í kvöld vegna atskákkeppni Taflfélaga!

þriðjudagur

Þriðjudagsmót TR fellur niður í kvöld vegna Atskákkeppni taflfélaga, en 6.-9. umferð mótsins fara fram klukkan 19:30 í kvöld. English: There will be no Rapid Tuesday tournament tonight because rounds 6.-9. in the rapid league will be played in the tournament hall.

Lesa meira »

Atskákkeppni Taflfélaga fer fram 4.-5. nóvember

þriðjudagur

Stuðst við tveggja kvölda dagskrá: Teflt er mánudagskvöldið 4. nóvember klukkan 19:30 og þriðjudagskvölið 5. nóvember klukkan 19:30. Þriðjudaginn 5. nóvember fellur hefðbundið þriðjudagsmót niður. Mótið fer fram í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Tefldar verða 9. umferðir eftir svissnesku kerfi, umferðir 1-5 á mánudeginum og 6-9 á þriðjudeginum. Teflt verður með tímamörkunum 10+5, 10 mínútur á mann á skákina ...

Lesa meira »

Undir og Yfir 2000 mótin hefjast í kvöld – Skráning U2000 til 18:15 – skráning Y2000 til 17:00

U2000_banner2

U2000 skráning til 18:15 á skákstað. Y2000 skráning til 17:00 og parað klukkutíma fyrir umferð.  Hið árlega U2000 mót hefst næstkomandi miðvikudag. Fyrirkomulag verður hefðbundið, þátttökurétt hafa skákmenn undir 2000 elóstigum. Jafnhliða mótinu verður Yfir 2000 mót með sama fyrkomulagi. Fyrirkomulag mótanna: Undir 2000 mótið  Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa minna en 2000 Elo-stig, þ.e. allt frá 0 að ...

Lesa meira »

Daði hraðskákmeistari TR

HTR_hradskak

Miðvikudaginn 25. september fór fram Hraðskákmót T.R. Mótið ákvarðar hraðskákmeistara Taflfélags Reykjavíkur og jafnframt eru veitt verðlaun fyrir Haustmót Taflfélags Reykjavíkur. Hraðskákmótið sjálft vann Vignir Vatnar Stefánsson en hann hafði betur í stigaútreikningum með jafnmarga vinninga og Dagur Ragnarsson, 8 af 9. Benedikt Briem hrifsaði þriðja sætið en Daði Ómarsson varð hraðskákmeistari TR sem hæsti TR-ingurinn á mótinu.

Lesa meira »

Arnar sigurvegari á Árbæjarsafnsmótinu

Arbaejarsafn4

Stórmót Árbæjarsafnins og Taflfélags Reykjavíkur fór fram í Kornhlöðunni sunnudaginn 1. september. Alls mættu 31 keppandi til leiks og af þeim voru 8 titilhafar. Starfsfólk safnins tóku vel á móti kepepndum með kökur og rjúkandi heitt á könnunni.TR sá um mótið með smá aðstoð við að raða upp frá þeim sem mættu snemma. Skákstjórinn fellur alltaf í sömu gildruna þegar ...

Lesa meira »

Stórmót Árbæjarsafns og TR haldið sunnudaginn 1. september klukkan 14

arb

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 1. september. Mótið gefur einstakt tækifæri til að takast á við skákgyðjuna í sögulegu umhverfi Árbæjarsafns. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl.14. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik (4+2). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 kr. og ...

Lesa meira »