Author Archives: Þórir

Kristján Örn hættir í stjórn T.R.

Kristján Örn Elíasson hefur sagt sig úr stjórn Taflfélags Reykjavíkur en hann hefur verið 1. varamaður á yfirstandandi starfsári og setið í mótanefnd.  Þá hefur Kristján einnig sagt sig úr félaginu en hefur sem stendur enn ekki gengið í nýtt félag. Stjórn T.R. þakkar Kristjáni samstarfið á liðnum árum.

Lesa meira »

Guðmundur K. Lee sigraði á jöfnu fimmtudagsmóti

Guðmundur K. Lee sigraði á jöfnu og spennandi fimmtudagsmóti síðastliðið fimmtudagskvöld. Hann var einn efstur í kaffihléinu eftir 4. umferð og landaði sigrinum með því að gera jafntefli í öllum lokaumferðunum þremur! Hann var þannig eini taplausi keppandinn en hann og Örn Leó voru efstir og jafnir fyrir síðustu umferð. Jón Úlfljótsson náði sæti Arnar með því að vinna hann ...

Lesa meira »

Laugarlækjarskóli Reykjavíkurmeistari grunnskólasveita

Reykjavíkurmót grunnskólasveita fór fram í gær 12. apríl  í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur. Skákmót þetta er samstarfsverkefni Íþrótta-og tómstundaráðs Reykjavíkur og Taflfélags Reykjavíkur og hefur verið haldið með svipuðu fyrirkomulagi í yfir 30 ár. 18 sveitir frá sex skólum borgarinnar kepptu að þessu sinni og var keppnin um 1. sætið æsispennandi. Tefldar voru sjö umferðir eftir Monradkerfi með 10 mínútna umhugsunartíma á skák. ...

Lesa meira »

Myndir frá Íslandsmóti framhaldsskólasveita

Sigursveit MR-inga ásamt Ólafi H. Ólafssyni, skákstjóra Myndir sem Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir tók á Íslandsmóti framhaldsskólasveita 2010, sem haldið var í lok mars, eru nú aðgengilegar í myndagallerí síðunnar. Myndirnar

Lesa meira »

Jóni Víglundssyni afhentur verðlaunagripur

Þann 27. desember síðastliðinn var haldið hið árlega jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur líkt og fyrr hefur verið greint frá.  Líkt og greint var frá var mótið að þessu sinni firmamót og lauk keppni með sigri Jóns Víglundssonar en fyrir hann tefldi Sigurður Daði Sigfússon. Á dögunum tók formaður T.R., Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir, hús af Jóni og afhenti honum sigurlaunin.  Stjórn Taflfélags ...

Lesa meira »

Magnús Pálmi sigraði á fimmtudagsmóti gærkvöldsins

Magnús Pálmi Örnólfsson sigraði á fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur með fullu húsi en hann fékk 9 vinninga úr 9 umferðum.  Í öðru sæti varð Kristján Örn með 8 vinninga og í því þriðja varð Víkingur Fjalar með 7 vinninga. Að þessu sinnu voru keppendur aðeins tíu og kepptu allir við alla (Round Robin) 7 mínútna skákir. Dræma þátttöku, að þessu sinni, ...

Lesa meira »

Myndir frá páskaæfingunni

Myndir frá laugardags-páskaæfingunni 27. mars eru nú aðgengilegar í myndagalleríi síðunnar hér að ofan.  Það var Jóhann H. Ragnarsson sem tók myndirnar. Myndirnar

Lesa meira »

Íslandsmótið í fullum gangi – níu úr T.R. taka þátt

Skákþing Íslands hófst rétt fyrir páska og er enn í fullum gangi en dagskráin er mjög þétt og er nánast teflt á hverjum degi.  Að þessu sinni fer mótið fram í Mosfellsbæ þar sem teflt er í íþróttamiðstöð bæjarins að Lágafelli. Líkt og áður er mótinu skipt í lokaðan tólf manna landsliðsflokk og opinn áskorendaflokk.  Í landsliðsflokki tefla allir við ...

Lesa meira »

Birkir Karl sigraði á fimmtudagsmóti á skírdag

Birkir Karl Sigurðsson sigraði á fimmtudagsmóti TR í kvöld. Loftur Baldvinsson leiddi reyndar mótið lengst af og vann fyrstu fimm  skákirnar en tapaði fyrir Birki í næstsíðustu umferð og sá síðarnefndi skaust síðan framúr með sigri í þeirri síðustu. Úrslit í gærkvöldi urðu annars sem hér segir:  1     Birkir Karl Sigurðsson          6.0    2     Loftur Baldvinsson              5.5     3     Guðmundur G. Guðmundsson        ...

Lesa meira »

Þórir Ben heiðraður af T.R.

Þórir Benediktsson hefur verið útnefndur heiðursmeðlimur í Taflfélagi Reykjavíkur.  Stjórn félagsins mun afhenda honum formlegt skjal þess efnis ásamt heiðursorðu félagsins við hátíðlega athöfn á fimmtudagsmóti í kvöld. Þórir er borinn og barnfæddur í Reykjavík og hefur alla sína tíð verið liðsmaður Taflfélags Reykjavíkur.  Hann hefur verið afskaplega iðinn við kolann á mótum félagsins í gegnum árin og hefur varla ...

Lesa meira »

MR Íslandsmeistari framhaldsskólasveita

Sveit Menntaskólans í Reykjavík varð Íslandsmeistari framhaldsskólasveita í skák 2010. M.R. hlýtur því rétt á að tefla fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti framhaldsskólasveita sem fram fer í Danmörku í september. Sveit M.R. varði því Íslandsmeistaratitil sinn frá því í fyrra, og er sveitin Norðurlandameistari frá 2009.  Íslandsmót framhaldsskólasveita fór fram föstudaginn 26. mars í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Sex ...

Lesa meira »

Laugardagsæfing verður 3. apríl

Hvergi er slakað á á barnaæfingum T.R. og næsta laugardag 3. apríl (laugardag fyrir páskadag) verður skákæfing eins og venjulega.  Sem fyrr hefst æfingin kl. 14 en húsið opnar kl. 13.45. Pistlar æfinganna

Lesa meira »

Nýr stigalisti – Örn Leó hækkar mest

Nýr stigalisti íslenskra skákstiga kom út á dögunum.  Góður árangur TR-inga kemur þar berlega í ljós því hinn ungi, Örn Leó Jóhannsson, hækkar mest allra á milli lista, eða um heil 145 Elo-stig.  Örn er nú kominn með 1775 stig og á að auki inni töluverða hækkun frá Opna Reykjavíkur mótinu og mun fara vel yfir 1800 stigin þegar sú ...

Lesa meira »

Stefán Bergsson sigraði á fjölmennu fimmtudagsmóti

Stefán Bergsson sigraði á fjölmennasta fimmtudagsmóti vetrarins til þessa. Hann var eini taplausi keppandinn en gerði jafntefli við Finn Kr. Finnsson. Í kaffihléinu eftir fjórðu umferð var Elsa María Kristínardóttir ein með fullt hús. Rétt er að taka fram að hvergi verður slakað á og verður teflt í Faxafeni n.k. fimmtudag, á skírdag. Úrslit urðu annars sem hér segir:   ...

Lesa meira »

Átta með fullt hús á öðlingamótinu

Önnur umferð Skákmóts öðlinga fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld.  Úrslit voru að mestu eftir bókinni, þ.e. sá stigahærri sigraði þann stigalægri.  Átta skákmenn hafa fullt hús vinninga en tveir koma næstir með 1,5 vinning.  Tvær skákir eru enn ótefldar. Nú verður gert hlé á mótinu og fer þriðja umferð fram miðvikudagskvöldið 14. apríl kl. 19.30. Chess-Results Skákir (Ólafur S. Ásgrímsson sló ...

Lesa meira »

Magnús Pálmi sigraði á jöfnu fimmtudagsmóti

Fjórir urðu efstir að vinningum á jafnasta fimmtudagsmóti vetrarins til þessa en Magnús Pálmi Örnólfsson sigraði á stigum. Magnús var eini taplausi keppandinn en gerði jafntefli við Sverri Þorgeirsson, Gunnar Finnsson og Jón Úlfljótsson. Í kaffihléinu eftir fjórðu umferð var Gunnar Finnsson einn með fullt hús. Úrslit urðu annars sem hér segir: 1-4   Magnús P. Örnólfsson           5.5       Sverrir Sigurðsson             ...

Lesa meira »

Öðlingamótið hafið – aldrei meiri þátttaka

Skákmót öðlinga hófst í gærkvöld þegar 40 keppendur settust niður við skákborðin tilbúnir að kreista líftóruna úr þeim sem andspænis sat, skáklega séð að sjálfsögðu. Þátttaka í mótinu hefur aldrei verið meiri og var fyrra met slegið hressilega en það var 24 keppendur.  Mótið er að auki líkast til það sterkasta frá upphafi með níu keppendum yfir 2000 elo-stigum en ...

Lesa meira »

Þrefaldur sigur TR-inga á skákmóti Árnamessu – Birkir vann

Á dögunum fór fram í annað sinn mót í Stykkishólmi, sem kennt er við Árna Helgason, en hann var heiðursborgari þar í bæ og er mótið haldið á afmælisdegi hans.  Keppendur eru grunnskólabörn hvaðanæva að og var mótið í ár mjög vel skipað 90 börnum. 12 krakkar úr Taflfélagi Reykjavíkur voru á meðal keppenda og stóðu þau sig hreint útsagt ...

Lesa meira »