Jóni Víglundssyni afhentur verðlaunagripurÞann 27. desember síðastliðinn var haldið hið árlega jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur líkt og fyrr hefur verið greint frá.  Líkt og greint var frá var mótið að þessu sinni firmamót og lauk keppni með sigri Jóns Víglundssonar en fyrir hann tefldi Sigurður Daði Sigfússon.

Á dögunum tók formaður T.R., Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir, hús af Jóni og afhenti honum sigurlaunin.  Stjórn Taflfélags Reykjavíkur þakkar Jóni, sem og öðrum, fyrir veittan stuðning.

  • Fyrri frétt um firmamótið