Vegna óvæntra forfalla verður ekki haldið fimmtudagsmót í kvöld. Beðist er velvirðingar á því og í staðinn verður boðið upp á fimmtudagsmót endurgjaldslaust að viku liðinni.
Lesa meira »Author Archives: Þórir
Óvænt úrslit í fyrstu umferð Haustmótsins
Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2010 hófst sl sunnudag þegar 64 keppendur settust við skákborðin í 110 ára afmælismóti félagsins. Í a-flokki bar þar helst til tíðinda að Daði Ómarsson (2172) sigraði Guðmund Gíslason (2346) og stórmeistarinn, Þröstur Þórhallson (2381), og Jón Árni Halldórsson (2194) gerðu jafntefli eftir að sá fyrrnefndi reyndi lengi að hafa Jón undir með hrók og riddara gegn ...
Lesa meira »Sigurjón sigraði á fimmtudagsmóti
Örn Leó Jóhannsson var lengst af í forystu á fimmtudagsmóti hjá Taflfélagi Reykjavíkur í gær en á meðan Örn tapaði fyrir Inga Tandra í 6. umferð og gerði jafntefli við Pál Snædal Andrason í síðustu umferð, vann Sigurjón Haraldsson báðar sínar skákir og náði þannig óskiptu fyrsta sæti. Úrslit í gærkvöldi urðu annars sem hér segir: 1 Sigurjón Haraldsson 6 ...
Lesa meira »Fimmtudagsmót í kvöld
Fimmtudagsmót T.R. fer að venju fram í kvöld og hefst kl. 19.30. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12, og opnar húsið kl. 19.10. Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði fyrir sigurvegarann. Mótin eru öllum opin og er aðgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir ...
Lesa meira »Eiríkur Örn sigurvegari á fyrsta fimmtudagsmóti vetrarins
Fimmtudagsmótin fóru af stað með látum í TR í gær. Baráttan var rauðglóandi við toppinn og úrslit hvergi nærri ljós fyrr en að lokinni síðustu umferð. Fyrir hana voru Eiríkur Örn Brynjarsson (5,5) og Elsa María Kristínardóttir (5) efst. Þau töpuðu hins vegar bæði í lokaumferðinni og þeir Eiríkur og Rafn Jónsson urðu jafnir að vinningum en sá fyrrnefndi hærri ...
Lesa meira »Fimmtudagsmót T.R. hefjast í kvöld eftir sumarfrí
Fimmtudagsmót T.R. hefjast á ný í kvöld kl. 19.30. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12, og opnar húsið kl. 19.10. Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði fyrir sigurvegarann. Mótin eru öllum opin og er aðgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára og ...
Lesa meira »T.R. komið í úrslit í Hraðskákkeppni taflfélaga
Sveit Taflfélags Reykjavíkur lagði á dögunum sveit Skákdeildar Hauka í undanúrslitum Hraðskákkeppni Taflfélaga. Sigurinn var öruggur en viðureigninni lauk 46-26 T.R. í vil eftir að staðan í hálfleik hafði verið 20-16. Á sama tíma fór fram hin undanúrslitaviðureignin á milli Hellismanna og Taflfélags Bolungarvíkur. Sú viðureign var mun meira spennandi en að lokum höfðu Hellismenn nauman sigur, 36,5-35,5 en staðan ...
Lesa meira »Laugardagsæfingarnar hefjast nk laugardag
Áratuga löng hefð er fyrir laugardagsæfingum Taflfélags Reykjavíkur. Þær hefjast aftur eftir sumarfrí laugardaginn 11. september kl. 14. Að venju fara æfingarnar fram í húsnæði félagsins að Faxafeni 12. Í fyrra mætti oftar en ekki vel á fjórða tug barna á æfingarnar en alls voru í kringum 100 börn sem sóttu þær. Á æfingunum eru sett upp skákmót, skákkennsla fer ...
Lesa meira »110 Ára Afmælismót Taflfélags Reykjavíkur – Haustmótið 2010
110 ára afmælismót Taflfélags Reykjavíkur – Haustmótið 2010 hefst sunnudaginn 26. september kl.14. Mótið er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og jafnframt meistaramót T.R. Það er áratuga gömul hefð fyrir hinu vinsæla Haustmóti og er það flokkaskipt. Mótið er öllum opið. Teflt er í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12, á miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum og eru ...
Lesa meira »Tvöfaldur sigur TR-stúlkna á Íslandsmótinu
Elín Nhung og Veronika Steinunn Magnúsdóttir urðu efstar og jafnar með 6 vinninga í b-flokki Íslandsmóts kvenna sem fram fór um helgina. Sigur þeirra var öruggur þar sem 2 vinningar voru í næstu keppendur. Ásamt Elínu og Veroniku tók Donika Kolica úr T.R, þátt í mótinu og lauk keppni í 5. sæti með 3 vinninga en alls tóku þátt 8 keppendur. Sannarlega ...
Lesa meira »Frábær árangur Daða á First Saturday
TR-ingurinn ungi og efnilegi, Daði Ómarsson (2150), tók á dögunum þátt í hinu mánaðarlega First Saturday móti í Búdapest, Ungverjalandi. Daði tefldi í lokuðum tíu manna IM flokki og var næststigalægstur keppenda. Daði stóð sig sérlega vel, hlaut 4,5 vinning og hafnaði í 4.-7. sæti. Fyrir árangur sinn hækkar Daði um 22 elo-stig en hann sigraði m.a. tvo alþjóðlega meistara ...
Lesa meira »Hraðskákkeppni taflfélaga: TR sigraði Vestmanneyinga
Taflfélag Reykjavíkur sigraði Taflfélag Vestmannaeyja í síðustu viðureign fyrstu umferðar Hraðskákkeppni taflfélaga sem fram fór í gærkveldi í húsnæði TR. Reykvíkingar fengu 37,5 gegn 34,5 vinningi Eyjamanna. Staðan í hálfleik var 20-16. Vestmanneyingar unnu fyrstu umferðina 3,5 – 2,5 en TRingar aðra umferð með 4-2 og þetta setti tóninn fyrir keppnina; liðin skiptust á að vinna umferðir en TRingar yfirleitt ...
Lesa meira »Guðmundur Kjartansson sigraði á Stórmóti Árbæjarsafns og TR
Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fór fram í gær. Mótið hefur verið haldið annan sunnudag í ágúst undanfarin ár og markar upphaf nýs starfsárs hjá Taflfélagi Reykjavíkur eftir gott sumarfrí. Stórmótið er raunar tvískipt, því fyrst er tefld ein skák með lifandi taflmönnum úti á túni og síðan fer fram 7. umferða hraðskáksmót. Í gær kl.13 hófst “lifandi taflið”. ...
Lesa meira »Stórmót Árbæjarsafns og T.R. fer fram á sunnudag
Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 15. ágúst. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl. 14. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 7 mín. á skák. Á undan, eða kl.13, fer fram lifandi tafl, en lifandi taflið er fyrir löngu orðinn árviss og skemmtilegur viðburður í dagatali skákmanna. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í Stórmótinu, 10.000 kr., ...
Lesa meira »Frábær byrjun hjá Daða á First Saturday
Daði Ómarsson (2150) hefur farið frábærlega af stað á First Saturday mótinu í Búdapest, Ungverjalandi. Daði, sem teflir í lokuðum 10 manna AM flokki, hefur 1,5 vinning að loknum tveimur umferðum. Í annari umferð lagði hann ungverska alþjóðlega meistarann, Pal Petran (2372). Meðalstig flokksins eru 2261 stig og er Daði næststigalægstur keppenda. 7 vinninga þarf til að ná alþjóðlegum áfanga. ...
Lesa meira »Guðmundur hlaut 5 vinninga á Czech open
Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2384), hlaut 5 vinninga og hafnaði í 88.- 135. sæti á nýafstöðnu Czech open sem fram fór í Pardubice í Tékklandi. Líkt og í First Saturday mótinu sem Guðmundur tók þátt í skömmu áður náði hann sér aldrei almennilega á strik og lækkar um 5 stig fyrir árangur sinn sem samsvarar 2344 stigum. Viðureignir Guðmundar: Rd. ...
Lesa meira »Pistill frá Guðmundi
Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2384), tók á dögunum þátt í First Saturday mótinu sem fram fór í Búdapest, Ungverjalandi. Mótin fara fram í hverjum mánuði og hefjast, eins og nafnið gefur til kynna, fyrsta laugardag hvers mánaðar. Guðmundur tefldi í stórmeistaraflokki og var sjöundi í stigaröðinni af tólf keppendum. Meðalstig keppenda voru 2411. Guðmundur náði sér ekki almennilega á strik ...
Lesa meira »Örn Leó á faraldsfæti
Þó svo að lítið fari fyrir kappskámótum hérlendis yfir sumartímann er heill hellingur af mótum í boði erlendis. Örn Leó Jóhannsson (1820) úr T.R. tók einmitt þátt í einu slíku á dögunum. Mótið, sem var hans fyrsta á erlendri grundu, var alþjóðlegt ellefu umferða mót haldið í Eforie í Rúmeníu dagana 18.-27. júní. Ásamt Erni tóku þrír íslenskir skákmenn þátt ...
Lesa meira »Verkaskipting stjórnar
Nú liggur fyrir verkaskipting stjórnar T.R. starfsárið 2010-2011. Nánari upplýsingar hér.
Lesa meira »Stefán Bergsson sigurvegari á fimmtudagsmóti
18 manns mættu á síðasta fimmtudagsmótið fyrir sumarfrí sem fram fór í gær.Tefldar voru 7 umferðir eftir Monrad kerfi. Úrslit: 1. Stefán Bergsson 6,5v 2. – 6. með 4,5 vinninga:Stefán Már PéturssonOliver Aron JóhannessonJón Olav FivlestadtJón ÚlfljótssonBirkir Karl Sigurðsson7. – 9. með 4v.Dagur Ragnarsson Elsa María KristínardóttirKristinn Andri Kristinsson10. – 13.Björgvin KristbergssonFinnur Kr. FinnssonGuðmundur LeeÓskar Long Einarsson14. – 15. Gauti ...
Lesa meira »