Author Archives: Þórir

Ólafur og Þorvarður efstir á æsispennandi Öðlingamóti

IMG_8066

Ólafur Gísli Jónsson (1904) og Þorvarður Fannar Ólafsson (2195) eru efstir og jafnir með 4 vinninga hvor þegar fimm umferðum er lokið á Skákmóti öðlinga. Ólafur sigraði Þorvarð í fimmtu umferð og virðist í miklu stuði því í fjórðu umferð lagði hann stigahæsta keppanda mótsins, Sigurð Daða Sigfússon (2299). Sigurður Daði, Siguringi Sigurjónsson (1971) og Árni H. Kristjánsson (1894) koma ...

Lesa meira »

Góður árangur Jóns Þórs á HM áhugamanna

bikarsyrpa_15-16-10

TR-ingurinn efnilegi Jón Þór Lemery (1575) tók á dögunum þátt í Heimsmeistaramóti áhugamanna sem fram fór í Grikklandi. Tefldi Jón í flokki skákmanna með 1700 Elo-stig og minna og hafnaði í 7. sæti með 6 vinninga af níu en alls voru keppendur tæplega 50 í flokknum. Árangurinn samsvarar ríflega 1600 Elo-stigum og landaði hann 28 stigum og heldur því áfram ...

Lesa meira »

Þorvarður efstur á Öðlingamótinu

IMG_8072

Þegar fjórum umferðum er lokið á Skákmóti öðlinga er Þorvarður F. Ólafsson (2195) einn efstur með fullt hús vinninga. Þorvarður sigraði Magnús Kristinsson (1822) í fjórðu umferð en báðir höfðu þeir lagt alla sína andstæðinga fyrir umferðina. Magnús er í 2.-4. sæti með 3 vinninga ásamt Stefáni Arnalds (2007) og Ólafi Gísla Jónssyni (1904). Nokkuð var um óvænt úrslit og ...

Lesa meira »

Fimm með fullt hús á Öðlingamótinu

odl16-4

Líkt og í fyrstu umferð Skákmóts öðlinga sáust athyglisverð úrslit í þeirri annari sem fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld í notalegri stemningu í Skákhöll TR. Úrslit í viðureignum tveggja efstu borðanna voru þó eftir bókinni þar sem Sigurður Daði Sigfússon (2299) sigraði Kristján Örn Elíasson (1861) örugglega á fyrsta borði með svörtu þar sem tefldur var hinn hárbeitti skoski leikur. Hinn ...

Lesa meira »

WOW-air mótið hefst mánudaginn 11. apríl

Vormot_Background_FB

Hið glæsilega Wow air Vormót Taflfélags Reykjavíkur hefst í skákhöll félagsins að Faxafeni 12 mánudaginn 11. apríl  Mótið er nú haldið í þriðja sinn og hefur fest sig í sessi sem eitt af aðalmótum Taflfélags Reykjavíkur. Tefldar verða sjö umferðir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á fyrstu 40 leikina en eftir það bætast við 15 mínútur.  30 sekúndur bætast við eftir hvern leik alla ...

Lesa meira »

Fimmta mót Bikarsyrpunnar hefst í dag

Bikarsyrpan_3_2015-1

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur heldur áfram þegar fimmta mót syrpunnar fer fram helgina 1.-3. apríl og hefst fyrsta umferð föstudaginn 1. apríl kl. 17.30. Mótum syrpunnar hefur verið fjölgað og telur hún alls sex kappskákmót sem eru ætluð börnum á grunnskólaaldri (fædd 2000 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 skákstigum. Þar með gefst þeim tækifæri til að næla sér í ...

Lesa meira »

Öðlingamótið hafið – óvænt úrslit í fyrstu umferð

20160330_231826

Skákmót öðlinga hófst í gærkveld en keppendur eru tæplega 30 talsins, þeirra stigahæstur Fide-meistarinn Sigurður Daði Sigfússon (2299) en næstur honum er Þorvarður Fannar Ólafsson (2195). Þá er núverandi Öðlingameistari og stórmeistarabaninn, Einar Valdimarsson (2029), á meðal þátttakenda. Úrslit fyrstu umferðar voru flest eftir bókinni og má nefna að á fyrsta borði sigraði Sigurður Daði Halldór Garðarsson (1788) örugglega eftir ...

Lesa meira »

Skákmót öðlinga hefst í kvöld

odl15-74

Skákmót öðlinga 40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 30. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik. Skákmót öðlinga verður nú haldið í 25. sinn. Núverandi Skákmeistari öðlinga er Einar Valdimarsson. Dagskrá: 1. umferð miðvikudag 30. mars kl. ...

Lesa meira »

Fimmta mót Bikarsyrpunnar fer fram helgina 1.-3. apríl

Bikarsyrpan_3_2015-1

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur heldur áfram þegar fimmta mót syrpunnar fer fram helgina 1.-3. apríl og hefst fyrsta umferð föstudaginn 1. apríl kl. 17.30. Mótum syrpunnar hefur verið fjölgað og telur hún alls sex kappskákmót sem eru ætluð börnum á grunnskólaaldri (fædd 2000 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 skákstigum. Þar með gefst þeim tækifæri til að næla sér í ...

Lesa meira »

Skákmót öðlinga hefst 30. mars

odl15-74

Skákmót öðlinga 40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 30. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik. Skákmót öðlinga verður nú haldið í 25. sinn. Núverandi Skákmeistari öðlinga er Einar Valdimarsson. Dagskrá: 1. umferð miðvikudag 30. mars kl. ...

Lesa meira »

Hörð barátta á öðru móti Páskaeggjasyrpunnar

IMG_8041 (Large)

Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur hélt áfram í dag þegar annað mótið af þremur fór fram.  Tæplega 40 vaskir skákkrakkar mættu til leiks og var venju samkvæmt teflt í aldursflokkum 2000-2006 sem og 2007 og yngri.  Þess má geta að yngsti keppandinn, Jósef Omarsson, er fæddur árið 2011 en hann hefur staðið sig afar vel í syrpunni.  Sannarlega efnilegur ...

Lesa meira »

Annað mót Páskaeggjasyrpunnar fer fram á sunnudag

Mot1-43

Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur hefur slegið rækilega í gegn en mikill fjöldi krakka hefur tekið þátt í mótum syrpunnar.  Í ár endurtökum við leikinn og með þessu framtaki vill T.R. í samstarfi við Nóa Síríus þakka þeim gríðarlega fjölda sem sótt hefur barna- og unglingaæfingar félagsins í vetur. Annað mót syrpunnar fer fram næstkomandi sunnudag og hefst venju samkvæmt kl. ...

Lesa meira »

Þátttaka TR í seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga

Mot1-12

Gauti Páll Jónsson framreiðir hér ritmál um þátttöku Taflfélags Reykjavíkur á nýafstöðnu Íslandsmóti. Taflfélag Reykjavíkur sendi liðin sín sjö til leiks á ný á Íslandsmót skákfélaga dagana 3.-5. mars. Mótið var haldið við góðar aðstæður í Rimaskóla eins og svo oft áður. A og b-liðin voru bæði í mikilli baráttu í fyrstu deild. A-liðið upp á að vinna mótið og ...

Lesa meira »

Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og TR hefst á sunnudag

paskaeggjasyrpa_2-44

Nú styttist í eina af skemmtilegustu mótasyrpum ársins!  Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur hefur slegið rækilega í gegn en mikill fjöldi krakka hefur tekið þátt í mótum syrpunnar.  Í ár endurtökum við leikinn og með þessu framtaki vill T.R. í samstarfi við Nóa Síríus þakka þeim gríðarlega fjölda sem sótt hefur barna- og unglingaæfingar félagsins í vetur. Frábærar aðstæður eru hjá ...

Lesa meira »

Alexander og Stephan áfram í Barna-Blitz

20160228_160435

Alexander Oliver Mai og Stephan Briem urðu hlutskarpastir í undanrás TR fyrir Barna-Blitz sem fer fram í Hörpu þann 13. mars.  Tíu keppendur mættu til leiks og tefldu allir við alla og var þó nokkuð um óvænt úrslit.  Svo fór að Alexander og Stephan komu jafnir í mark með 7,5 vinning en næstir með 6,5 vinning voru Kristján Dagur Jónsson ...

Lesa meira »

Undanrás fyrir Barna-Blitz fer fram á sunnudag

IMG_7939

Taflfélag Reykjavíkur heldur á sunnudaginn 28. febrúar eina af fjórum undanrásum fyrir Barna-Blitz.  Um er að ræða hraðskákmót sem mun fara fram meðfram Reykjavíkurskákmótinu og komast tveir efstu á hverju móti undanrásanna í úrslitin en hægt er að taka þátt í öllum undanrásunum.  Mótið á sunnudag verður reiknað til hraðskákstiga. Staðsetning: Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12 Tímasetning: Sunnudagur 28. febrúar kl. ...

Lesa meira »

Bárður Örn Unglingameistari og Esther Lind Stúlknameistari Reykjavíkur

IMG_8023

Barna-og unglingameistaramót Reykjavíkur sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur fór fram í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur sunnudaginn 21. febrúar. Mótið var opið fyrir börn á grunnskólaaldri. Þrenn verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu, þrenn verðlaun fyrir efstu stúlkur og svo aldursflokkaverðlaun í hvorum flokki fyrir sig (fædd 2000-2001, 2002-2003, 2004-2005, 2006-2007 og 2008 og síðar). Þau sem eru búsett í Reykjavík ...

Lesa meira »

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur fer fram á sunnudag

bus_2015-40

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 21. febrúar í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Taflið hefst kl.14 og stendur til ca. kl. 18. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 15 mín. á skák. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt verður í tveimur flokkum: opnum flokki og stúlknaflokki. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu og þar ...

Lesa meira »

Jón Þór sigurvegari 4. móts Bikarsyrpunnar

sigurvegarar bikarsyrpu 2016

Spennandi og vel skipuðu fjórða móti Bikarsyrpunnar lauk nú áðan með sigri Jóns Þórs Lemery sem hlaut 4,5 vinning úr skákunum fimm líkt og Daníel Ernir Njarðarson sem hlýtur annað sætið eftir stigaútreikning.  Alexander Oliver Mai og Stephan Briem höfnuðu í 3.-4. sæti með 4 vinninga þar sem Alexander varð ofar á stigum. Í lokaumferðinni gerðu Alexander Oliver og Jón ...

Lesa meira »