Skákmót öðlinga hefst í kvöldSkákmót öðlinga 40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 30. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik.
Skákmót öðlinga verður nú haldið í 25. sinn. Núverandi Skákmeistari öðlinga er Einar Valdimarsson.

Dagskrá:
1. umferð miðvikudag 30. mars kl. 19.30
2. umferð miðvikudag 6. apríl kl. 19.30
3. umferð miðvikudag 13. apríl kl. 19.30
4. umferð miðvikudag 20. apríl kl. 19.30
5. umferð miðvikudag 27. apríl kl. 19.30
6. umferð miðvikudag 4. maí kl. 19.30
7. umferð miðvikudag 11. maí kl. 19.30

Tvær yfirsetur (bye) eru leyfðar í umferðum 1-5 og fæst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Láta skal skákstjóra vita um yfirsetu fyrir lok umferðarinnar á undan.

Mótinu lýkur miðvikudaginn 18. maí kl. 19:30 með hraðskákmóti og verðlaunaafhendingu. Keppt er um veglegan farandbikar, en auk hans eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, bæði í aðalmótinu og hraðskákmótinu.

Þátttökugjald er kr. 5.000 fyrir aðalmótið og kr. 500 fyrir hraðskákmótið. Innifalið er frítt kaffi allt mótið ásamt rjómavöfflum og öðru góðgæti á lokakvöldi.

Skráningarform

Skráðir keppendur