Ólafur Thorsson sigrar aftur á ÞriðjudagsmótiFjölmennt var á Þriðjudagsmótinu 18. október og voru 30 keppendur sem mættir voru til leiks.

Fyrir síðstu umferð var staðan sú að fjórir voru efstir með 3.5 vinning. Mættust þeir allir þar með í lokaumferðinni.

Á fyrsta borði var það Ólafur Thorsson sem sigraði Magnús Pálma og undirritaður hafði sigur á Emil Sigurðssyni.

Lokastaðan var þess vegna eftirfarandi

  1. Ólafur Thorsson 4.5 (15.5)
  2. Daði Ómarsson 4.5 (14)
  3. Torfi Leósson 4.0 (17,5)
  4. Mohammadhossein Ghasemi 4.0 (15)

 

Verðlaun fyrir besta árangur miðað við stig runnu í hlut Ara Guðmundssonar

Öll úrslit úr mótinu má sjá í hlekknum (hér)

Næsta mót verður 25. október og hefst, eins og jafnan, stundvíslega klukkan 19:30, í Skákhöll TR í Faxafeni. Fimm umferðir; 10 mínútur og 5 sekúndna viðbótartími.About Daði Ómarsson

Skák kennari og dómari hjá Taflfélagi Reykjavíkur.