Minnt er á að þriðjudagsmót TR fellur niður 5. desember vegna Atskákmóts Reykjavíkur sem fer fram í kvöld og á morgun. Um atskákmót Reykjavíkur
Lesa meira »Author Archives: Gauti Páll Jónsson
Atskákmót Reykjavíkur fer fram 4.-5. desember!
Atskákmót Reykjavíkur verður haldið í húsakynum TR, Faxafeni 12, 4.-5. desember næstkomandi. Tefldar verða níu skákir með tímamörkunum 15+5 (15 mínútur á skákina að viðbættum fimm sekúndum á hvern leik) á tveimur kvöldum. Fyrstu fimm umferðirnar verða mánudagskvöldið 4. desember klukkan 19:30 og síðustu fjórar verða þriðjudagskvöldið 5. desember klukkan 19:30. Seinni hluti mótsins, þriðjudagskvöldið, kemur í stað venjulegs Þriðjudagsmóts. ...
Lesa meira »Hraðskákmót alla fimmtudaga í TR
Haldin eru hraðskákmót í TR alla fimmtudaga. Tefldar eru 10 skákir og tímamörkin eru 3 mínútur á skákina að viðbættum 2 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra hraðskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg ...
Lesa meira »Atskákkeppni taflfélaga fer fram 6.-7. nóvember – Skráningu lýkur á laugardag!
Stuðst við tveggja kvölda dagskrá: Teflt er mánudagskvöldið 6. nóvember klukkan 19:30 og þriðjudagskvölið 7. nóvember klukkan 19:30. Þriðjudaginn 7. nóvember fellur hefðbundið þriðjudagsmót niður. Mótið fer fram í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Tefldar verða 9. umferðir eftir svissnesku kerfi, umferðir 1-5 á mánudeginum og 6-9 á þriðjudeginum. Teflt verður með tímamörkunum 10+5, 10 mínútur á mann á ...
Lesa meira »2000 mót Taflfélags Reykjavíkur hefjast í dag. Skráningu lýkur klukkan 16!
Teflt er í tveimur flokkum, U2000 og Y2000 Undir 2000 mótið Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa minna en 2000 Elo-stig, þ.e. allt frá 0 að 1999 skákstigum. Tefldar eru sjö umferðir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartími 90 mínútur fyrir alla skákina auk 30 sekúndna sem bætast við eftir hvern leik. Einnig bætast við 15 mínútur á klukkuna eftir ...
Lesa meira »Fyrsta Bikarsyrpan tímabilið 2023-2024 haldin 6.-8. október!
Helgina 6.-8. október fer fram mót í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Þetta er fyrsta mótið af fimm sem haldið er á tímabilinu 2023-24. Tefldar verða 7 skákir yfir þessa þrjá daga. Fer mótið fram í Taflfélagi Reykjavíkur Faxfeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst að tefla í kappskákmótum, en hingað til hefur þeim börnum sem vilja tefla á “alvöru ...
Lesa meira »Hraðskákmót TR á sunnudaginn klukkan 13:00!
Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 sunnudaginn 1. október kl. 13:00. Tefldar verða 11 umferðir eftir svissnesku kerfi og er umhugsunartíminn 4 mínútur auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (4+2). Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Þátttökugjald er 1.000kr fyrir 18 ára og eldri, en 500kr fyrir 17 ára og yngri – greiðist með reiðufé á staðnum. ...
Lesa meira »Kjartan Maack og Gauti Páll efstir á fimmtudagsmótum
Tólf skákmenn mættu til leiks í Taflfélag Reykjavíkur fimmtudaginn 14.september en mótið var vel skipað sterkum hraðskákmönnum. Tímamörkin eru 3+2, þrjár mínútur og 2 sekúndur í uppbótartíma fyrir hvern leik sem leikinn er. Þessi tímamörk eru spennandi og skemmtileg og voru tefldar margar spennandi skákir þar sem allt var lagt í sölurnar. Kjartan Maack stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins, hann ...
Lesa meira »Emil Sigurðarson með fullt hús á Þriðjudagsmóti
Sunnlendingurinn Emil Sigurðarson vann öruggan sigur á þriðjudagsmótinu þann 19. september. Emil fékk fullt hús en hann hefur aðeins aukið við taflmennsku undanfarið. Þrír skákmenn fengju þrjá vinninga, Óskar Long Einarsson, Anton Reynir Hafdísarson og Kjartan Berg Rútsson. Það var einmitt Kjartan sem fékk árangursverðlaunin frá Skákbúðinni fyrir bestan árangur miðað við sitg. 26 skákmenn mættu til leiks að þessu ...
Lesa meira »Adam Omarsson sigraði á fyrsta fimmtudagsmóti TR eftir langt hlé!
Fyrsta fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur í ellfu ár var haldið 7.september s.l. Ánægjulegt að endurvekja fimmtudagsmótin og um leið að auka starfssemi og nýtingu á frábærum aðstæðum sem eru fyrir hendi í Taflfélagi Reykjavíkur. Umferðirnar voru 10 og telfdar eru hraðskákir með tímamörkunum 3+2, sem þýðir, þrjá mínútur á hvorn keppanda fyrir sig að auki 2 sekúndur í uppbótartíma fyrir hvern ...
Lesa meira »Haustmót TR hefst 8. september – Skráningu lýkur í kvöld!
Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2023 hefst föstudaginn 8. september kl. 18:30. Mótið, sem var fyrst haldið árið 1934, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót Taflfélags Reykjavíkur. Mótið er flokkaskipt, öllum opið og verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Alexander Oliver Mai. ...
Lesa meira »Fimmtudagsmót TR endurvakin! Byrjum í kvöld!
Fimmtudagsmót TR hefja göngu sína á ný fimmtudaginn 7. september. Mótin verða vikuleg, rétt eins og þriðjudagsmótin. Mótin hefjast klukkan 19:30 á kvöldin og tefld er hraðskák með tímamörkunum 3+2 og tefldar eru 10 skákir. Mótin eru reiknuð til alþjóðlegra hraðskákstiga. Veitt verða verðlaun í mótunum fyrir sigurvegara hvers móts, og bestan árangur miðað við stig. Mótin eru öllum opin. ...
Lesa meira »Harald Björnsson með góðan sigur á Þriðjudagsmóti
Harald Björnsson vann góðan sigur á sterku Þriðjudagsmóti þann 22. ágúst. 34 skákmenn mættu til leiks. Vann Harald meðal annars stigahæsta mann mótsins, Þorvarð Fannar Ólafsson. Harald leyfði aðeins eitt jafntefli, gegn Ólafi B. Þórssyni. Harald var einn efstur og fékk gjafabréf í Skákbúðina. Fimm skákmenn fengu fjóra vinninga í mótinu: Þorvarður, Haraldur Haraldsson (sem var einn efstur með fullt ...
Lesa meira »Stórmót Árbæjarsafns og TR haldið sunnudaginn 27. ágúst klukkan 14
Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 27. ágúst. Mótið gefur einstakt tækifæri til að takast á við skákgyðjuna í sögulegu umhverfi Árbæjarsafns. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl.14. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik (4+2). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr. Mótið verður ...
Lesa meira »Skráning á barna- og unglingaæfingar fyrir haustið 2023
Skráning er hafin. Allar upplýsingar á heimasíðunni undir “Skákæfingar” og “Börn og unglingar”. Sjá hér: https://taflfelag.is/born-og-unglingar/
Lesa meira »Vegna ákvörðunar FIDE
Í ljósi fréttaflutnings af ákvörðun Fide um keppnisrétt transfólks vill Taflfélag Reykjavíkur árétta að einstaklingar af öllum kynjum eru ávallt velkomnir á mót og æfingar hjá Taflfélagi Reykjavíkur. TR
Lesa meira »Andrey Prudnikov með fullt hús á Þriðjudagsmóti
Það mættu 37 skákmenn til leiks þriðjudaginn 8. ágúst í TR. Sagan endurtók sig frá því þriðjudaginn þar áður, en þeir Gauti Páll og Andrey voru einir efstir með fjóra vinninga áður en þeir mættust í lokaumferðinni. Andrey hafði sigurinn eftir miklar tilfæringar og tryggði sér þar með sigur í mótinu og getur farið að casha þokkalega út í Skákbúðinni. Tveir ...
Lesa meira »Borgarskákmótið í Ráðhúsinu 21. ágúst!
Borgarskákmótið fer fram mánudaginn 21. ágúst, og hefst það kl. 15:30. Líkt og undanfarin ár fer mótið fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og stendur Taflfélag Reykjavíkur að mótinu. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 2 sekúndur á leik (4+2). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er öllum opið. Þátttaka er ókeypis. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst í skráningarforminnu ...
Lesa meira »Sævar Bjarnason látinn
Alþjóðlegi meistarinn Sævar Jóhann Bjarnason er látinn, 69 ára að aldri. Sævar var einn virkasti skákmaður þjóðarinnar og lengi vel í fremstu röð íslenskra skákmanna. Búið er að minnast Sævars á skák.is og hans verður einnig minnst í Tímaritinu Skák sem kemur út í haust. Grein Ingvars Þórs Jóhannessonar af skak.is Sævar tefldi með ýmsum félögum á löngum ferli en ...
Lesa meira »Vignir Vatnar Truxvameistari þriðja árið í röð!
Hið stórskemmtilega Meistaramót Truxva var haldið seint í maímánuði og hraðskákfíklar fjölmenntu, enda ekkert grín mót, tefldar 11 skákir. Þó undirritaður væri helst til í 13 til 14 skákir þá þarf þetta að vera skemmtileg fyrir alla, ekki bara allra krónískustu hraðskákgeggjarana, og því eru 11 umferðir niðurstaðan. Vignir Vatnar stefnir líklega í einhver geithafrafræði ef hann tekur upp á ...
Lesa meira »