Skákmót öðlinga 40 ára og eldri (fædd 1984 og fyr) hefst miðvikudaginn 14. febrúar kl. 18.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur auk 30 sekúndna viðbótartíma á hvern leik. Eftir 40 leiki bætast við 15. mínútur. Núverandi Skákmeistari öðlinga er Lenka Ptácníková. Dagskrá 1. umferð miðvikudag 14. febrúar kl. 18.30 2. umferð ...
Lesa meira »Author Archives: Gauti Páll Jónsson
Fimmtudagsmót TR fellur niður: Teflt í staðinn á morgun í sal Skákskólans, sami inngangur
Fimmtudagsmót TR fellur niður: Teflt í staðinn á morgun klukkan 19:30 í sal Skákskólans, sami inngangur
Lesa meira »Breytingar á stjórn TR
Eftir andlát Ríkharðs Sveinssonar formanns félagsins voru gerðar nokkrar breytingar á stjórn félagsins. Gauti Páll Jónsson, varaformaður, er starfandi formaður út starfsárið og Una Strand Viðarsdóttir varaformaður. Eiríkur K. Björnsson var fyrsti varamaður og kemur nú inn í aðalstjórn. Aðalstjórn fram að aðalfundi 2024 Gauti Páll Jónsson – Starfandi formaður Una Strand Viðarsdóttir – Varaformaður Magnús Kristinsson – Gjaldkeri Jon Olav ...
Lesa meira »SKÁKÞING REYKJAVÍKUR HEFST Á MORGUN – SKRÁNINGU LÝKUR KL. 22 Í KVÖLD
Skákþing Reykjavíkur 2024 hefst sunnudaginn 7. janúar kl. 13.00. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Keppendur geta tekið tvær yfirsetur (bye) í umferðum 1-6. Leggja skal inn ósk um yfirsetu til skákstjóra við upphaf umferðarinnar á undan. Ef taka á yfirsetu í 1. umferð skal merkja við það á neðangreindu skráningarformi. Hálfur vinningur fæst fyrir yfirsetu. ...
Lesa meira »Minningargrein TR um Ríkharð Sveinsson
Hér birtist minningargrein TR um Ríkharð Sveinsson sem birt var í Morgunblaðinu 3. janúar 2024. Fallinn er frá Ríkharður Sveinsson, formaður Taflfélags Reykjavíkur, eftir skammvinn veikindi. Þegar fólk hugsar til Taflfélags Reykjavíkur, og starfsemi félagsins undanfarna áratugi, kemur nafn Ríkharðs Sveinssonar fljótt upp í hugann. Rikki byrjaði ungur að árum að sækja æfingar félagsins og hélt alltaf tryggð við félagið. ...
Lesa meira »Skráning hafin á skákæfingar fyrir vorönn 2024
Hlekkur á skráningu og allar upplýsingar um æfingar: https://taflfelag.is/skakaefingar/
Lesa meira »Jólarhaðskákmót TR haldið fimmtudaginn 28. desember!
Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið fimmtudaginn 28. desember og hefst taflið klukkan 19:30. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3 mínútur á skák auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (3+2). Teflt verður í húsnæði TR að Faxafeni 12. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Mótið kemur í stað hefðbundins fimmtudagsmóts. Þátttökugjald er 1.000.- (greiðist með reiðufé á staðnum eða ...
Lesa meira »Andlát: Ríkharður Sveinsson
Ríkharður Sveinsson, formaður Taflfélags Reykjavíkur er fallinn frá eftir stutt veikindi. Ríkharður var alltaf kjarninn í starfsemi TR, hvort sem hann var í stjórn þá stundina eða ekki. Hann brann fyrir skákina og TR, og félagið verður ekki samt án hans. Fyrir hönd TR Gauti Páll Jónsson, Magnús Kristinsson, Jon Olav Fivelstad, Daði Ómarsson, Una Strand Viðarsdóttir, Guðlaugur Gauti Þorgilsson, ...
Lesa meira »Sigurjón Haraldsson og Alexander Oliver unnu U2000 og Y2000 mótin!
U2000 – TR 18. október – 29. nóvember 2023 Spennandi mót yfirstaðið – gamlar kempur og ungir stríðsmenn börðust um sigurinn. 39 keppendur, 7 umferðir. Það leit lengi út fyrir að hinn 12 ára gamli Sigurður Páll Guðnýjarson mundi vinna mótið. En svo mætti hann Hjálmari Sigurvaldasyni í næstsíðustu umferð og tefldi ekki sína bestu skák. Þar með urðu Hjálmar ...
Lesa meira »Þriðjudagsmót fellur niður í kvöld
Þriðjudagsmót fellur niður í kvöld vegna atskákmóts Reykjavíkur.
Lesa meira »Þriðjudagsmót fellur niður 5. desember
Minnt er á að þriðjudagsmót TR fellur niður 5. desember vegna Atskákmóts Reykjavíkur sem fer fram í kvöld og á morgun. Um atskákmót Reykjavíkur
Lesa meira »Atskákmót Reykjavíkur fer fram 4.-5. desember!
Atskákmót Reykjavíkur verður haldið í húsakynum TR, Faxafeni 12, 4.-5. desember næstkomandi. Tefldar verða níu skákir með tímamörkunum 15+5 (15 mínútur á skákina að viðbættum fimm sekúndum á hvern leik) á tveimur kvöldum. Fyrstu fimm umferðirnar verða mánudagskvöldið 4. desember klukkan 19:30 og síðustu fjórar verða þriðjudagskvöldið 5. desember klukkan 19:30. Seinni hluti mótsins, þriðjudagskvöldið, kemur í stað venjulegs Þriðjudagsmóts. ...
Lesa meira »Hraðskákmót alla fimmtudaga í TR
Haldin eru hraðskákmót í TR alla fimmtudaga. Tefldar eru 10 skákir og tímamörkin eru 3 mínútur á skákina að viðbættum 2 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra hraðskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg ...
Lesa meira »Atskákkeppni taflfélaga fer fram 6.-7. nóvember – Skráningu lýkur á laugardag!
Stuðst við tveggja kvölda dagskrá: Teflt er mánudagskvöldið 6. nóvember klukkan 19:30 og þriðjudagskvölið 7. nóvember klukkan 19:30. Þriðjudaginn 7. nóvember fellur hefðbundið þriðjudagsmót niður. Mótið fer fram í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Tefldar verða 9. umferðir eftir svissnesku kerfi, umferðir 1-5 á mánudeginum og 6-9 á þriðjudeginum. Teflt verður með tímamörkunum 10+5, 10 mínútur á mann á ...
Lesa meira »2000 mót Taflfélags Reykjavíkur hefjast í dag. Skráningu lýkur klukkan 16!
Teflt er í tveimur flokkum, U2000 og Y2000 Undir 2000 mótið Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa minna en 2000 Elo-stig, þ.e. allt frá 0 að 1999 skákstigum. Tefldar eru sjö umferðir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartími 90 mínútur fyrir alla skákina auk 30 sekúndna sem bætast við eftir hvern leik. Einnig bætast við 15 mínútur á klukkuna eftir ...
Lesa meira »Fyrsta Bikarsyrpan tímabilið 2023-2024 haldin 6.-8. október!
Helgina 6.-8. október fer fram mót í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Þetta er fyrsta mótið af fimm sem haldið er á tímabilinu 2023-24. Tefldar verða 7 skákir yfir þessa þrjá daga. Fer mótið fram í Taflfélagi Reykjavíkur Faxfeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst að tefla í kappskákmótum, en hingað til hefur þeim börnum sem vilja tefla á “alvöru ...
Lesa meira »Hraðskákmót TR á sunnudaginn klukkan 13:00!
Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 sunnudaginn 1. október kl. 13:00. Tefldar verða 11 umferðir eftir svissnesku kerfi og er umhugsunartíminn 4 mínútur auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (4+2). Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Þátttökugjald er 1.000kr fyrir 18 ára og eldri, en 500kr fyrir 17 ára og yngri – greiðist með reiðufé á staðnum. ...
Lesa meira »Kjartan Maack og Gauti Páll efstir á fimmtudagsmótum
Tólf skákmenn mættu til leiks í Taflfélag Reykjavíkur fimmtudaginn 14.september en mótið var vel skipað sterkum hraðskákmönnum. Tímamörkin eru 3+2, þrjár mínútur og 2 sekúndur í uppbótartíma fyrir hvern leik sem leikinn er. Þessi tímamörk eru spennandi og skemmtileg og voru tefldar margar spennandi skákir þar sem allt var lagt í sölurnar. Kjartan Maack stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins, hann ...
Lesa meira »Emil Sigurðarson með fullt hús á Þriðjudagsmóti
Sunnlendingurinn Emil Sigurðarson vann öruggan sigur á þriðjudagsmótinu þann 19. september. Emil fékk fullt hús en hann hefur aðeins aukið við taflmennsku undanfarið. Þrír skákmenn fengju þrjá vinninga, Óskar Long Einarsson, Anton Reynir Hafdísarson og Kjartan Berg Rútsson. Það var einmitt Kjartan sem fékk árangursverðlaunin frá Skákbúðinni fyrir bestan árangur miðað við sitg. 26 skákmenn mættu til leiks að þessu ...
Lesa meira »Adam Omarsson sigraði á fyrsta fimmtudagsmóti TR eftir langt hlé!
Fyrsta fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur í ellfu ár var haldið 7.september s.l. Ánægjulegt að endurvekja fimmtudagsmótin og um leið að auka starfssemi og nýtingu á frábærum aðstæðum sem eru fyrir hendi í Taflfélagi Reykjavíkur. Umferðirnar voru 10 og telfdar eru hraðskákir með tímamörkunum 3+2, sem þýðir, þrjá mínútur á hvorn keppanda fyrir sig að auki 2 sekúndur í uppbótartíma fyrir hvern ...
Lesa meira »