SKÁKÞING REYKJAVÍKUR HEFST Á MORGUN – SKRÁNINGU LÝKUR KL. 22 Í KVÖLD



Skákþing Reykjavíkur 2024 hefst sunnudaginn 7. janúar kl. 13.00. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12.

Keppendur geta tekið tvær yfirsetur (bye) í umferðum 1-6. Leggja skal inn ósk um yfirsetu til skákstjóra við upphaf umferðarinnar á undan. Ef taka á yfirsetu í 1. umferð skal merkja við það á neðangreindu skráningarformi. Hálfur vinningur fæst fyrir yfirsetu. Ekki eru leyfðar frestanir í mótinu.

Teflt er á sunnudögum klukkan 13:00 og miðvikudögum klukkan 18:30.

Minnum á að Birnukaffi verður opið!

Dagskrá

  1. umferð sunnudag 7. jan 13:00
  2. umferð miðvikudag 10. jan 18:30
  3. umferð sunnudag 14. jan 13:00
  4. umferð miðvikudag 17. jan 18:30
  5. umferð sunnudag 21. jan kl. 13:00
  6. umferð miðvikudag 24. jan 18:30
  7. umferð sunnudag 28. jan 13:00
  8. umferð miðvikudag 31. jan 18:30
  9. umferð sunnudag 4. feb 13:00

 

Sjálfkrafa tap dæmist á keppanda sem mætir á skákstað meira en 30 mínútum eftir upphaf umferðar.

Hraðskákmót Reykjavíkur fer fram miðvikudaginn 7. febrúar klukkan 19:30.

Tímamörk

90 mín á 40 leiki, síðan 15 mín, auk 30 sek eftir hvern leik alla skákina.

Skákstjórn

Daði Ómarsson og Jon Olav Fivelstad

Aðalverðlaun

  • 1. sæti kr. 100.000
  • 2. sæti kr. 50.000
  • 3. sæti kr. 30.000

Aukaverðlaun

Aukaverðlaun eru þannig að frá og með 11. skákmanni miðað við upphafsröð í mótinu (strarting rank) verður skákmönnum, þaðan og niður, skipt í fjórar jafnstórar stigagrúbbur. Sem dæmi: Taki 50 manns þátt í mótinu þá væri þetta svona:

Efstu 10 keppa ekki um aukaverðlan, heldur aðalverðlaun.

Keppendur númer 11.-20. í upphafsröð keppa um aukaverðlaun A.

Keppendur númer 21.-30. í upphafsröð keppa um aukaverðlaun B.

Keppendur númer 31.-40. í upphafsröð keppa um aukaverðlaun C.

Keppendur númer 41.-50. í upphafsröð keppa um aukaverðlaun D.

Sá sem endar mótið efstur í A grúbbu vinnur því aukaverðlaun A, og svo framvegis.

Aukverðlaun í öllum flokkunum fjórum eru 12.500 krónur.

 

Oddastig (tiebreaks): 1. Fleiri tefldar skákir 2. Buchholz (-1) 3. Buchholz 4. Innbyrðis úrslit 5. Sonneborn-Berger

Þátttökugjöld 

kr. 6.000 fyrir 18 ára og eldri.
kr. 4.000 fyrir 17 ára og yngri (frítt fyrir félagsmenn TR).

Keppendur staðfesti þáttöku með því að millifæra þáttökugjöld til TR og með að senda póst á taflfelag@taflfelag.is (Rn: 0101-26-640269 Kt: 640269-7669) 

FRESTUR TIL AÐ TILKYNNA ÞÁTTTÖKU ER TIL KL. 22.00 LAUGARDAGINN 6. JANÚAR

Skráningarform

Skráðir keppendur

 

Keppt er um titilinn Skákmeistari Reykjavíkur 2024 og hlýtur sá keppandi sem verður efstur þeirra sem eiga lögheimili í Reykjavík, eða eru félagsmenn í reykvísku skákfélagi, titilinn og farandbikar til varðveislu í eitt ár. Núverandi Skákmeistari Reykjavíkur er Aleksandr Domalchuk-Jonasson.

Verði keppendur jafnir að vinningum í þremur efstu sætunum, verður verðlaunum skipt (Hort-kerfi), en oddastig (tiebreaks) látin skera úr um lokaröð. Aukaverðlaun ganga óskipt til þess sem hefur flest oddastig.

Skákþing Reykjavíkur er reiknað til alþjóðlegra skákstiga.