Author Archives: Þórir

Guðmundur meðal efstu í Sabadell

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson gerði jafntefli við Fide meistarann Arian Gonzalez Perez (2466) og sigraði spænska alþjóðlega meistarann Alfonso Jerez Perez (2376) í fjórðu og fimmtu umferð alþjóðlegs móts sem fer fram í Sabadell á Spáni.  Guðmundur hefur 3,5 vinning og er í 4.-8. sæti.  Þrír keppendur eru efstir og jafnir með 4 vinninga.  Sjötta umferð hefst í dag kl. ...

Lesa meira »

Guðmundur með 2 af 3 í Sabadell

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson tapaði fyrir venezúelska alþjóðlega meistaranum Jose Rafael Gascon (2268) í annari umferð alþjóðlegs móts sem fer fram í Sabadell á Spáni en vann síðan stigalágan (2092) keppanda, einnig frá Venezuela, í þriðju umferð sem fram fór í dag.  Guðmundur hefur því 2 vinninga að loknum þremur umferðum en tveir keppendur hafa fullt hús vinninga, armenski stórmeistarinn ...

Lesa meira »

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2013

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2013 hefst sunnudaginn 15. september kl.14. Mótið er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og jafnframt meistaramót T.R. Það er áratuga gömul hefð fyrir hinu vinsæla Haustmóti og er það flokkaskipt.  Mótið er öllum opið. Mótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12. Sú nýbreytni verður að teflt er tvisvar í viku.  Alls ...

Lesa meira »

Guðmundur teflir í Sabadell

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson heldur áfram för sinni um Katalóníuhérað og tekur nú þátt í opnu alþjóðlegu móti í Sabadell sem er skammt frá Barcelona.  Fyrsta umferð fór fram í gær og sigraði Guðmundur stigalágan (2067) heimamann.  Önnur umferð fer fram í dag og hefst kl. 15 en þá hefur Guðmundur svart gegn ungum alþjóðlegum meistara frá Venezuela, Jose Rafael ...

Lesa meira »

Góður lokasprettur hjá Guðmundi í Barcelona

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2434) sigraði í síðustu tveimur umferðunum í opnu alþjóðlegu móti sem var að ljúka í Barcelona.  Í níundu umferð vann hann heimamann með 2234 stig og í þeirri síðustu Bandaríkjamann með 2310 stig.  Guðmundur hlaut 7 vinninga og hafnaði í 14.-26. sæti.  Árangur hans samsvarar 2406 stigum og lækkar hann um 2 stig.  Sigurvegari mótsins með ...

Lesa meira »

Laugardagsæfingarnar hefjast 7. september

Laugardagsæfingarnar, barna- og unglingaæfingar Taflfélags Reykjavíkur, hefjast næstkomandi laugardag. Fyrirkomulag verður með svipuðum hætti og í fyrra. Aðgangur að æfingunum er ókeypis hvort sem er fyrir félagsmenn eða utanfélagsmenn en félagsmenn fá aukna kennslu og þjálfun.   Þjálfun og kennsla á laugardagsæfingunum er í höndum þaulreyndra og sterkra skákmanna og er aðgangur ókeypis. Æfingarnar henta byrjendum jafnt sem lengra komnum ...

Lesa meira »

Tap hjá Guðmundi í áttundu umferð

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson tapaði fyrir heimamanni (2327) í áttundu umferð alþjóðlegs móts sem fer fram í Barcelona.  Guðmundur er með 5 vinninga í 45.-84. sæti og mætir öðrum heimamanni (2259) í níundu og næstsíðustu umferðinni sem hefst í dag kl. 14.30.  Mikil spenna er á toppnum þar sem sjö stórmeistarar og einn alþjóðlegur meistari eru efstir og jafnir með ...

Lesa meira »

Guðmundur vann í sjöundu umferð

Lokaspretturinn er framundan hjá alþjóðlega meistaranum Guðmundi Kjartanssyni (2434) í Barcelona þar sem hann tekur þátt í fjölmennu alþjóðlegu móti.  Í gær fór sjöunda umferð fram og sigraði Guðmundur heimamanninn og Fide meistaranum Jordi Ayza Ballester (2226) og hefur hann því 5 vinninga og situr í 20.-47. sæti.  Þrír stórmeistarar eru efstir og jafnir með 6 vinninga, þeirra á meðal ...

Lesa meira »

Guðmundur með jafntefli í sjöttu umferð

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2434) gerði jafntefli í gær við franska Fide meistarann Julien Lamorelle (2311) í sjöttu umferð alþjóðlegs móts í Barcelona.  Guðmundur er í 36.-77. sæti með 4 vinninga.  Stórmeistararnir Eduardo Iturrizaga og Vladimir Burmakin eru efstir og jafnir með 5,5 vinning en þrettán keppendur koma næstir með 5 vinninga.  Sjöunda umferð hefst í dag kl. 14.30 og ...

Lesa meira »

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2013

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2013 hefst sunnudaginn 15. september kl.14. Mótið er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og jafnframt meistaramót T.R. Það er áratuga gömul hefð fyrir hinu vinsæla Haustmóti og er það flokkaskipt.  Mótið er öllum opið. Mótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12. Sú nýbreytni verður að teflt er tvisvar í viku.  Alls ...

Lesa meira »

Guðmundur tapaði í fimmtu umferð

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2434) beið lægri hlut gegn þýska stórmeistaranum Jan Gustafsson (2619) í fimmtu umferð alþjóðlegs móts í Barcelona sem fram fór í gær.  Guðmundur hefur 3,5 vinning og er í 36.-63. sæti.  Efstur með fullt hús vinninga er stórmeistarinn Anton Filippov (2630) frá Uzbekistan.  Í sjöttu umferð, sem hefst í dag kl. 14.30, hefur Guðmundur svart gegn ...

Lesa meira »

Þriðji sigur Guðmundar í röð

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson er kominn á gott flug í alþjóðlegu móti í Barcelona sem fram fer þessa dagana.  Í fjórðu umferð vann hann sinn þriðja sigur í röð, nú gegn heimamanni með 2216 stig.  Guðmundur hefur 3,5 vinning í 5.-23. sæti en fjórir keppendur hafa fullt hús vinninga.  Í fimmtu umferð, sem hefst á morgun kl. 14.30, hefur Guðmundur ...

Lesa meira »

Sigur hjá Guðmundi í þriðju umferð

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson sigraði franskan andstæðing sinn í þriðju umferð alþjóðlegs móts sem fer fram í Barcelona.  Guðmundur hefur því 2,5 vinning og er kominn á þær slóðir í tölfunni þar sem honum bera að vera.  21 keppandi hefur fullt hús vinninga.  Fjórða umferð hefst á morgun kl. 14.30 og þá hefur Guðmundur svart gegn sautján ára heimamanni með ...

Lesa meira »

Stórmeistaramót Taflfélags Reykjavíkur – Keppendur

Frá 1. til 8. október næstkomandi mun alþjóðlegt lokað 10 manna stórmót verða haldið í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur.  Þá fer fram í fyrsta sinn Stórmeistaramót Taflfélags Reykjavíkur sem stefnt er að, að verði árviss viðburður í framtíðinni. Mótið verður geysiöflugt og meðal þátttakenda eru þrír stórmeistarar og fimm alþjóðlegir meistarar. Aðstæður verða eins og best verður á kosið, bæði fyrir ...

Lesa meira »

Sigur hjá Guðmundi í annari umferð

Eftir óvænt jafntefli í fyrstu umferð kom alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson sterkur til baka í annrri umferð sem fram fór í dag í Barcelona þar sem hann lagði króatískan keppanda með svörtu.  Guðmundur hefur því 1,5 vinning að loknum tveimur umferðum en í þriðju umferð, sem fer fram á morgun, hefur hann hvítt gegn franska skákmanninum Samuel Malka (2170).  Viðureignin ...

Lesa meira »

Guðmundur byrjar með jafntefli í Barcelona

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson heldur ótrauður áfram taflmennsku sinni á Spáni og tekur nú þátt í opnu alþjóðlegu móti í Barcelona.  Fyrsta umferð fór fram í gær og gerði Guðmundur jafntefli gegn stigalágum (2045) heimamanni.  Önnur umferð fer fram í dag og þá mætir Guðmundur króatískum keppanda með 2096 stig.   Tefldar eru tíu umferðir sem allar hefjast kl. 14.30 ...

Lesa meira »

Harpa gengur í T.R.

Skákdrottningin Harpa Ingólfsdóttir Gígja er gengin til liðs við Taflfélag Reykjavíkur.  Harpa varð Íslandsmeistari stúlkna árið 1995 og sama ár Íslandsmeistari með sveit Árbæjarskóla í sveitakeppni stúlkna.  Hún hefur tekið þátt í heimsmeistaramótum ungmenna, þremur ólympíumótum, norðurlandamótum og evrópumeistaramótum.  Harpa hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari kvenna, árið 2000 og 2004.  Þá hefur hún hefur setið í stjórn Skáksambands Íslands, í stjórn ...

Lesa meira »

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2013

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2013 hefst sunnudaginn 15. september kl.14. Mótið er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og jafnframt meistaramót T.R. Það er áratuga gömul hefð fyrir hinu vinsæla Haustmóti og er það flokkaskipt.  Mótið er öllum opið. Mótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12. Sú nýbreytni verður að teflt er tvisvar í viku.  Alls ...

Lesa meira »

Guðmundur í 7.-13. sæti í Figueres

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson heldur för sinni áfram á Spáni þar sem hann heldur sig enn við Katalóníu-hérað því dagana 11.-18. ágúst tók hann þátt í opnu alþjóðlegu móti í Figueres sem er einna helst þekkt fyrir að vera fæðingarborg Salvador Dali.   Tefldar voru níu umferðir í þremur flokkum og tefldi Guðmundur í sterkasta flokknum þar sem hann var ...

Lesa meira »

Róbert og Hallgerður sigruðu á Stórmótinu

Hin árlega skákhátíð Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fór fram í dag, en hátíðin hefur fyrir löngu unnið sér sess sem óopinbert upphaf skákvertíðarinnar.   Dagskráin hófst á útitafli, venju samkvæmt. Að þessu sinni var teflt með taflmönnunum frá útitaflinu á Lækjartorgi, en hin fyrri ár hefur jafnan verið teflt lifandi tafl.   Fráfarandi formaður TR, Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir, stýrði hvítu ...

Lesa meira »