Skákmót öðlinga hefst í kvöldSkákmót öðlinga 40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 19. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik.

Skákmót öðlinga verður nú haldið í 23. sinn. Núverandi Skákmeistari öðlinga er Þorvarður Fannar Ólafsson.

Dagskrá:

  • 1. umferð miðvikudag 19. mars kl. 19.30
  • 2. umferð miðvikudag 26. mars kl. 19.30
  • 3. umferð miðvikudag 2. apríl kl. 19.30
  • 4. umferð miðvikudag 9. apríl kl. 19.30
  • 5. umferð miðvikudag 23. apríl kl. 19.30
  • 6. umferð miðvikudag 30. apríl kl. 19.30
  • 7. umferð miðvikudag 7. maí kl. 19.30

Mótinu lýkur miðvikudaginn 14. maí kl. 19:30 með hraðskákmóti og verðlaunaafhendingu. Keppt er um veglegan farandbikar,en auk hans eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, bæði í aðalmótinu og hraðskákmótinu.

Þátttökugjald er kr. 4.000 fyrir aðalmótið og kr 500 fyrir hraðskákmótið. Innifalið er frítt kaffi allt mótið ásamt rjómavöfflum og öðru góðgæti á lokakvöldi.

Skráning fer fram á skráningarformi á heimasíðu T.R.

Hér er hægt að fylgjast með skráningu.

  • Mótstöflur öðlingamóta