Author Archives: Kjartan Maack

Jólaskákæfing TR næsta laugardag kl.13

IMG_4771

Hin árlega Jólaskákæfing verður haldin laugardaginn 9.desember kl.13-16. Æfingin markar lok haustannarinnar og er því jafnframt uppskeruhátíð barnanna sem lagt hafa hart að sér við taflborðin undanfarnar vikur og mánuði. Veitt verða verðlaun fyrir ástundun á haustönn í byrjendaflokki, stúlknaflokki, framhaldsflokki og á opnu laugardagsæfingunni. Öll börn og unglingar úr öllum skákhópum TR eru velkomin á þessa sameiginlegu jólaskákæfingu. Æfingin er ...

Lesa meira »

Taflfélag Reykjavíkur öflugast í Hraðskákkeppni taflfélaga

checkmate-1511866_960_720

Taflfélag Reykjavíkur stóð uppi sem sigurvegari í Hraðskákkeppni taflfélaga sem fram fór síðastliðinn sunnudag. A-sveit félagsins hlaut 61 vinning, heilum 8,5 vinning á undan næstu sveit sem var Skákfélag Akureyrar með 52,5 vinning. Í 3.sæti varð Skákfélagið Huginn með 52 vinninga, en athygli vakti hve marga sterka skákmenn vantaði í lið þeirra. Taflfélag Reykjavíkur hafði ekki eingöngu á að skipa ...

Lesa meira »

Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 3.desember

IMG_8955

Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkur verður haldið í húsnæði TR að Faxafeni 12 sunnudaginn 3.desember. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verður skipt í þrennt að þessu sinni; 1.-3.bekkur, 4.-7.bekkur og 8.-10 bekkur. Tefldar verða 6 umferðir með umhugsunartímanum 5 mínútur fyrir hverja skák og bætast 3 sekúndur við eftir hvern leik (5+3). Allir grunnskólar ...

Lesa meira »

Skákæfingar helgarinnar 11.-12.nóvember

IMG_9534

Alþjóðlega Norðurljósamótið verður haldið í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur dagana 10.-15.nóvember. Af þeim sökum fellur niður skákæfing laugardaginn 11.nóvember kl.14-16. Aðrar skákæfingar verða á hefðbundnum tímum.

Lesa meira »

Æskan og ellin: Alexander Oliver Mai hlutskarpastur

IMG_9464

Það var mikið um dýrðir í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur síðastliðinn laugardag er erkiriddarinn, Einar S. Einarsson, sló upp stórmótinu Æskan og ellin í fjórtánda sinn. Venju samkvæmt höfðu þeir þátttökurétt sem annað hvort voru 15 ára og yngri eða 60 ára og eldri. Þessi hugarsmíð Einars hefur slegið rækilega í gegn á meðal skákmanna enda mikil skemmtun og mikilvægur viðburður ...

Lesa meira »

Skákæfingar um helgina

IMG_9403

Það er mikið um að vera í Skákhöllinni þessa helgina. Á laugardag fer fram hið geysivinsæla skákmót Æskan og ellin, og á sunnudag er haldið Barna- og unglingameistaramót Taflfélags Reykjavíkur. Bæði skákmótin hefjast kl.13. Af þeim sökum fellur niður laugardagsæfingin kl.14-16. Allar aðrar skákæfingar eru á sínum hefðbundnu tímum.

Lesa meira »

Barna- og unglingameistaramót TR fer fram á sunnudag

20161113_165546

Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 5. nóvember í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Taflið hefst kl.13. Tefldar verða 7 umferðir með tímamörkunum 10+5 (10 mínútur á mann auk 5 sekúndna sem bætast við eftir hvern leik). Mótið verður reiknað til atskákstiga. Teflt verður í tveimur flokkum: opnum flokki og stúlknaflokki. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu ...

Lesa meira »

Æskan og ellin XIV -þar sem kynslóðirnar mætast- fer fram á laugardag

IMG_3688

Skákmótið ÆSKAN OG ELLIN XIV., þar sem kynslóðirnar mætast, verður haldið í 14. sinn laugardaginn 4. nóvember í Skákhöllinni í Faxafeni. TAFLFÉLAG REYKJAVÍKUR og RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu með stuðningi TOPPFISKS ehf – leiðandi fyrirtækis í ferskum og fyrstum sjávarafurðum – standa saman að mótshaldinu sem hefur eflst mjög að öllu umfangi og vinsældum með árunum. Fyrstu 9 ...

Lesa meira »

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga – A-E sveitir TR

20171019_193452

Gauti Páll Jónsson skrifar Taflfélag Reykjavíkur átti við ramman reip að draga í fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í Rimaskóla síðastliðna helgi. Nokkra sterka skákmenn vantaði og hafði það nokkur áhrif á öll liðin. Hið jákvæða var þó að nokkrir ungir menn hlutu eldskírn sína með A-liði TR. Það voru þeir Hilmir Freyr Heimisson, sem er nýjasti Candidate ...

Lesa meira »

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga – Barnasveitir TR

20171022_110238

Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir skrifar Í fjórðu deild tefldi Taflfélag Reykjavík fram tveimur barnasveitum, TR unglingasveit A og TR unglingasveit B. Sveitirnar voru skipaðar áhugasömustu og virkustu skákkrökkum félagsins, stelpum og strákum, sem hafa hvað mest sótt skákæfingar TR undanfarin misseri. Alls tefldu 18 börn í þessum tveimur liðum, 7 stelpur og 11 strákar. Svo mikill var áhuginn að það munaði ...

Lesa meira »

Skákæfingar helgina 21.-22.október

IMG_9403

Vegna Íslandsmóts skákfélaga sem og vetrarfrís í grunnskólum þá falla eftirfarandi þrjár skákæfingar niður helgina 21.-22.október: Opin æfing – Laugardag kl. 14:00-16:00 Afreksæfing – Laugardag kl. 16:10-17:40 Framhaldsæfing – Sunnudag kl.10:30-12:00 Manngangskennsla, byrjendaæfing og stúlknaæfing eru á sínum stað á hefðbundnum tíma.

Lesa meira »

Framúrskarandi geðheilbrigði í Faxafeninu

20171012_220925

Leikgleðin var í fyrirrúmi í Faxafeninu þann 12.október síðastliðinn er Alþjóða geðheilbrigðismótið var haldið. Líkt og undanfarin ár var mótið haldið í samstarfi við Vinaskákfélagið en þar slá taktinn Róbert Lagerman og Hörður Jónasson. Þeir félagar hafa þróað mótið síðustu ár og skipar það nú fastan sess í skákmótahaldi hvers árs. Þátttakendurnir 35 geisluðu af framúrskarandi geðheilbrigði og var léttleikinn ...

Lesa meira »

Alþjóða geðheilbrigðismótið í kvöld kl.19:30

IMG_9403

Alþjóða geðheilbrigðismótið í skák verður haldið í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 fimmtudagskvöldið 12.október og hefst taflið klukkan 19.30. Tefldar verða 9 umferðir með umhugsunartímanum 4+2. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin. Þá verða einnig veitt verðlaun fyrir efstu konuna, efsta skákmanninn 60 ára og eldri, sem og efsta keppandann 16 ára eða ...

Lesa meira »

Alþjóða geðheilbrigðismótið fer fram 12.október

IMG_9403

Alþjóða geðheilbrigðismótið í skák verður haldið í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 fimmtudagskvöldið 12.október og hefst taflið klukkan 19.30. Tefldar verða 9 umferðir með umhugsunartímanum 4+2. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin. Þá verða einnig veitt verðlaun fyrir efstu konuna, efsta skákmanninn 60 ára og eldri, sem og efsta keppandann 16 ára eða ...

Lesa meira »

Uppgjör Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur 2017

20170910_174838

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur, hið 84. í röðinni, var haldið í nýafstöðnum septembermánuði, nánar tiltekið dagana 6.-24.september. Mótið var óvenjulegt fyrir þær sakir að mótshaldarar brugðu á það ráð að hverfa frá hinni hefðbundnu flokkaskiptingu til þess að mæta dræmri skráningu. Því tefldu þátttakendurnir 30 í einum opnum flokki. Það er nokkur ráðgáta hví þátttaka í eina flokkaskipta opna kappskákmótinu á ...

Lesa meira »

Laugardagsæfing fellur niður á morgun kl.14-16

20170825_175105

Vegna Bikarsyrpunnar sem fram fer um þessa helgi þá fellur niður æfingin kl.14-16 á laugardag. Allar aðrar æfingar fara fram á hefðbundnum tímum, bæði á laugardag og sunnudag.

Lesa meira »

Vignir Vatnar Stefánsson er hraðskákmeistari TR árið 2017

received_10214114732892171

Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur fór fram miðvikudagskvöldið 27.september og voru 26 vaskir skákmenn mættir í Skákhöllina til að takast á við skákgyðjuna. Tefldar voru 11 umferðir með tímamörkunum 4+2. Góð stemning var á meðal þátttakenda þar sem margir ungir og efnilegir skákmenn hittu fyrir eldri en ekkert síður efnilega skákmenn. Stigahæsti keppandinn –eini titilhafinn- vann mótið nokkuð örugglega og reynsluboltar af ...

Lesa meira »

Hjörvar Steinn sigurvegari Haustmótsins

20170924_133609

Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur lauk í dag eftir þriggja vikna törn. Stórmeistarinn stóðst prófraunina, Bolvíkingnum brást ekki bogalistinn og unga fólkið safnaði stigum í sarpinn. Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson vann öruggan sigur og halaði hann inn 8 vinninga í skákunum níu. Næstur honum að vinningum var Bolvíkingurinn Magnús Pálmi Örnólfsson með 7 vinninga. Einar Hjalti Jensson hreppti 3.sætið með 6,5 vinning. Skákmeistari ...

Lesa meira »

HTR #7: Stórmeistarinn í stuði

20170920_193959

Toppbaráttan skýrðist er 7.umferð Haustmótsins var tefld síðastliðið miðvikudagskvöld. Stórmeistarinn sýndi mátt sinn og megin á efsta borði, Bolvíkingurinn fylgir honum eins og skugginn, Hlíðaskólapiltinum halda engin bönd og skeggsíði skákdómarinn hafði gaman að þessu. Á efsta borði fór fram athyglisverð viðureign þar sem Rimaskólaprinsinn Oliver Aron Jóhannesson (2272) stýrði hvítu mönnunum gegn Rimaskólabaróninum Hjörvari Steini Grétarssyni (2567). Stórmeistarinn mætti ...

Lesa meira »

HTR #6: Hjörvar Steinn trónir á toppnum

20170913_193639

Í dag fór fram 6.umferð í Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur og gekk á ýmsu á mörgum borðum. Stórmeistarinn lét til sín taka á efsta borði í uppgjöri stigahæstu manna mótsins og unga kynslóðin minnti á sig svo um munaði. Skákheimur beið í ofvæni eftir uppgjöri stigahæstu manna mótsins og þeir gestir sem lögðu leið sína í Faxafenið urðu ekki fyrir vonbrigðum ...

Lesa meira »