Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Pisltar laugardagsæfinganna byrjaðir að streyma inn

Nokkurt hlé varð á birtingu hinna venjubundnu pistla laugardagsæfinganna en 2. æfingin hefur nú verið gerð upp og munu fleiri pistlar líta dagsins ljós á næstu dögum. Pistlarnir

Lesa meira »

Haustmótið: Verðlaunahafar og mestu stigahækkanir

Glæsileg verðlaun voru í boði á nýafstöðnu Haustmóti.  Þar sem þrír keppendur urðu efstir og jafnir í a-flokki er verðlaunafénu fyrir 1.-3. sæti skipt á milli þeirra.  Auk peningaverðlauna voru venju samkvæmt bikarar og verðlaunapeningar í boði.  Guðmundur Kjartansson tekur við farandbikarnum af Sigurði Daða Sigfússyni sem Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur. a-flokkur: Sverrir Þorgeirsson 6v (26 stig) – 103.000 kr Sigurbjörn ...

Lesa meira »

Stefán Már Pétursson sigurvegari á fimmtudagsmóti

Þátttaka var með betra móti á fimmtudagsmóti í TR í gær, enda varð spennandi keppni um fyrsta sætið sem var ekki útkljáð fyrr en efstu menn mættust í miklum tímahraksbarningi í síðustu umferð. Stefán Már Pétursson hafði þar betur í viðureign við Örn Leó Jóhannsson og bar því sigur úr býtum. Úrslit í gærkvöldi urðu annars sem hér segir: 1   ...

Lesa meira »

Haustmótinu lokið: Sverrir, Sigurbjörn og Guðmundur efstir

Sverrir Þorgeirsson, Sigurbjörn Björnsson og Guðmundur Kjartansson urðu efstir og jafnir á Haustmóti T.R. sem lauk í gærkvöldi.  Stefán Bergsson sigraði í b-flokki, Páll Sigurðsson í c-flokki, Páll Andrason í d-flokki og Grímur Björn Kristinsson í opnum e-flokki. Ítarlega umfjöllun má lesa hér.

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld

Fimmtudagsmót T.R. fer að venju fram í kvöld og hefst kl. 19.30.  Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12, og opnar húsið kl. 19.10.  Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði fyrir sigurvegarann. Mótin eru öllum opin og er aðgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir ...

Lesa meira »

Hraðskákmót T.R. fer fram á sunnudag

Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 sunnudaginn 24.október kl. 14:00 Tefldar verða 2×7 umferðir eftir Swiss Perfect kerfi. Umhugsunartími 5 mín á skák.   Þátttökugjald kr 500 fyrir 16 ára og eldri, en frítt fyrir 15 ára og yngri.   Þrenn verðlaun verða i boði. Að loknu hraðskákmótinu fer fram verðlaunaafhending fyrir nýafstaðið Haustmót.   ...

Lesa meira »

Haustmótið 8. umferð: Sverrir og Sigurbjörn efstir

Það er heldur betur hlaupin spenna í a-flokk Haustmótsins en áttunda og næstsíðasta umferð fór fram í gær.  Engin jafntefli voru að þessu sinni og náði Fide meistarinn, Sigurbjörn Björnsson (2300), Sverri Þorgeirssyni (2223) á toppnum með sigri á Þorvarði Ólafssyni (2205), en á meðan tapaði Sverrir fyrir stórmeistaranum, Þresti Þórhallssyni (2381). Sverrir og Sigurbjörn eru því efstir og jafnir ...

Lesa meira »

Haustmótið 7. umferð: Sverrir eykur forystuna

Sjöunda umferð Haustmótsins fór fram í gærkvöldi og eru línur nú nokkuð farnar að skýrast.  Til gamans má nefna að engin skák vannst á svart í a- og b-flokki, fjórum skákum af fimm lauk með jafntefli í a-flokki og allar fimm skákirnar unnust á hvítt í b-flokknum. Einu hreinu úrslitin í a-flokki komu í skák alþjóðlega meistarans, Guðmundar Kjartanssonar (2373), ...

Lesa meira »

Magnús Sigurjónsson sigraði á fimmtudagsmóti

Enn áttust tuttugu skákmenn við á fimmtudagsmóti í TR. Vestfirðingurinn Magnús Sigurjónsson kom, sá og sigraði og var eini taplausi keppandinn en þau Örn Leó og Elsa María fylgdu honum fast eftir allt mótið. Viðureignir Magnúsar við þau tvö voru úrslitaskákirnar í mótinu og þar hafði Magnús betur. Úrslit í gærkvöldi urðu annars sem hér segir: 1   Magnús Sigurjónsson              6.5    ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld

Fimmtudagsmót T.R. fer að venju fram í kvöld og hefst kl. 19.30.  Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12, og opnar húsið kl. 19.10.  Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði fyrir sigurvegarann. Mótin eru öllum opin og er aðgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir ...

Lesa meira »

Haustmótið 6. umferð: Sverrir leiðir enn

Efstu menn Haustmótsins, Sverrir Þorgeirsson (2223) og Daði Ómarsson (2172), mættust í sjöttu umferð sem fór fram í gærkvöldi.  Nokkuð hallaði á Daða mestalla skákina og í lokin virtist sem Sverrir væri að innbyrða sigur peði yfir í endatafli en Daði varðist vel og að lokum lauk skákinni með jafntefli.  Sverrir heldur því hálfs vinnings forskoti á Daða sem hefur ...

Lesa meira »

Pistill um Íslandsmót skákfélaga

Þórir Benediktsson hefur skrifað um þátttöku T.R. á Íslandsmóti skákfélaga en fyrri hluti þess fór fram um síðastliðna helgi.  Sveitir félagsins eru í efri hluta allra deilda en að þessu sinni sendir T.R. fimm sveitir til leiks. Pistilinn (pdf) má lesa hér.

Lesa meira »

Atli Jóhann sigraði á fimmtudagsmóti

Tuttugu skákmenn öttu kappi á síðastliðnu fimmtudagsmóti. Lengst af leiddu Atli Jóhann Leósson og Elsa María Kristínardóttir en baráttan var þétt við toppinn sem sést best á því að fjórir skákmenn urðu að lokum í 2. – 5. sæti, vinningi á eftir sigurvegaranum. Atli Jóhann tapaði í innbyrðis viðureign hans og Elsu Maríu í 4. umferð en tryggði sér sigur ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld – ókeypis aðgangur!

Fimmtudagsmót T.R. fer að venju fram í kvöld og hefst kl. 19.30.  Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12, og opnar húsið kl. 19.10.  Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði fyrir sigurvegarann. Mótin eru öllum opin.  Boðið er upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds. ATH – Þar sem ...

Lesa meira »

Taflfélag Reykjavíkur 110 ára í dag!

Óttar Felix Hauksson skrifar:   Taflfélag Reykjavíkur er 110 ára í dag, elst allra skákfélaga í landinu. Taflfélagið hefur lifað tvenn aldamót, staðið af sér alla storma, stendur enn hnarreist og horfir björtum augum fram á veginn. Stofnfélagar Taflfélagsins á haustdögum ársins 1900 voru ýmsir mektarmenn í höfuðstaðnum. Má þar m.a. nefna Björn M. Ólsen, sem seinna varð okkar fyrsti ...

Lesa meira »

Haustmótið: Keppni hálfnuð – Sverrir efstur fyrir hlé

Haukamaðurinn ungi, Sverrir Þorgeirsson (2223), er einn í efsta sæti með 4,5 vinning þegar fimm umferðir hafa verið tefldar.  Í fimmtu umferð, sem fór fram í gærkvöldi, sigraði Sverrir Gylfa Þórhallsson (2200) eftir að Gylfi lék af sér manni í nokkuð jafnri stöðu.  Á meðan gerðu Þorvaður Ólafsson (2205) og Daði Ómarsson (2172) jafntefli og þar með skaust Sverrir hálfum ...

Lesa meira »

Haustmótið: Enn leiða Daði og Sverrir

Forystusauðirnir í Haustmótinu, Daði Ómarsson (2172) og Sverrir Þorgeirsson (2223), sigruðu báðir andstæðinga sína í fjórðu umferð sem fór fram í dag.  Daði vann Sigurbjörn Björnsson (2300) og Sverrir lagði Jón Árna Halldórsson (2194).  Daði og Sverrir eru með 3,5 vinning og hafa nú vinningsforskot á næsta mann, Gylfa Þórhallsson (2200), sem skaust upp í þriðja sætið með fremur auðveldum ...

Lesa meira »

Haustmótið: Hinir ungu leiða

Þriðja umferð Haustmótsins fór fram í gærkvöldi.  Í a-flokki hélt Daði Ómarsson (2172) áfram góðu gengi þegar hann gerði jafntefli við stórmeistarann, Þröst Þórhallsson (2381), með svörtu mönnunum.  Daði varðist hárrétt í hróksendatafli peði undir.  Þá sigraði Sverrir Þorgeirsson (2223) alþjóðlega meistarann, Guðmund Kjartansson (2373).  Öðrum skákum lauk með jafntefli en Gylfi Þórhallsson (2200) fór illa að ráði sínu þegar ...

Lesa meira »

Haustmótið: Daði efstur eftir tvær umferðir

Daði Ómarsson (2172) heldur áfram góðu gengi sínu frá því fyrr á árinu og trónir nú einn á toppnum í Hausmótinu með fullt hús þegar tvær umferðir hafa verið tefldar.  Í annari umferð sigraði hann Sverri Örn Björnsson (2161).  Af öðrum úrslitum má nefna að Gylfi Þórhallsson (2200) og stórmeistarinn, Þröstur Þórhallsson (2381), gerðu jafntefli, en stórmeistarinn hefur farið rólega ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót kvöldsins fellur niður

Vegna óvæntra forfalla verður ekki haldið fimmtudagsmót í kvöld.  Beðist er velvirðingar á því og í staðinn verður boðið upp á fimmtudagsmót endurgjaldslaust að viku liðinni.

Lesa meira »