Elsa María sigraði á fimmtudagsmótiElsa María Kristínardóttir sigraði á fimmdudagsmótinu 28. apríl. Hún fékk 6 vinninga, tapaði bara fyrir Unnari Þór Bachmann, sem lenti í 2. sæti með 5 vinninga en hann tapaði fyrir tveimur ungum og mjög efnilegum skákmönnum: Gauta Páli Jónssyni og Leifi Þorsteinssyni. Gauti Páll og Kjartan Másson lentu í 3.-4.sæti með 4,5 vinninga. Keppendur voru óvenjufáir eða aðeins 10 en margar skákanna voru mjög spennandi og skemmtilegar. Björgvin Kristbergsson sem byrjaði á að tapa 4 fyrstu skákum kom sterkur inn eftir kaffihlé, þar sem boðið var upp á kók, pepsi, hraunbita, congabita og kökur og vann tvær skákir í röð! Úrslit urðu sem hér segir:

 1. Elsa María Kristínardóttir      6 v.

 2. Unnar Þór Bachmann           5 v.

 3.-4. Gauti Páll Jónsson           4,5 v

 3.-4. Kjartan Másson               4,5 v.

 5. Dagur Kjartansson               4 v.

 6.-7. Leifur Þorsteinsson          2,5 v.

 6.-7. Finnur Kr. Finnsson         2,5v.

 8.-10. Arnar Ingi Njarðarson       2 v.

 8.-10. Björgvin Kristbergsson      2 v.

 8.-10. Veronika Steinunn Magnúsdóttir 2 v.