Emil Unglingameistari – Veronika Stúlknameistari



Emil Sigurðarson er unglingameistari Reykjavíkur 2011 og Veronika Steinunn Magnúsdóttir er stúlknameistari Reykjavíkur 2011.

Barna-og unglingameistaramót Reykjavíkur sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur fór fram í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur 1. maí sl. Mótið var opið fyrir börn á grunnskólaaldri.
Þrenn verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu, þrenn verðlaun fyrir efstu stúlkur og svo þrenn verðlaun fyrir 12 ára og yngri (fædd 1998 og síðar). Þau sem eru búsett í Reykjavík eða eru félagar í reykvískum taflfélögum tefldu um titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2011 og Stúlknameistari Reykjavíkur 2011.

Þátttakendur voru 40 og fór skákmótið einstaklega vel fram. Greinilegt að hér var um krakka að ræða sem eru vön að taka þátt í skákmótum. Það greindist varla nokkur kliður í skáksal allt mótið, sem þó stóð yfir í fjóra klukkutíma! Þetta var sannkölluð uppskeruhátíð í byrjun maímánaðar (þrátt fyrir snjó úti!) fyrir skákkrakkana sem flestir eru virkir þátttakendur í sínum félögum.

Tefldar voru 7 umferðir með 15 mín. umhugsunartíma á skák. Teflt var í einum flokki og var keppnin var mjög spennandi. Yngri keppendurnir veittu hinum eldri harða mótspyrnu, enda fer skáksigur ekki eftir aldri! Til dæmis vann hinn efnilegi Hilmir Freyr Heimisson góðan sigur á móti hinni fimm árum eldri Hrund Hauksdóttur sem hefur þrátt fyrir ungan aldur mikla keppnisreynslu að baki.

Emil Sigurðarson varði titilinn frá því í fyrra með 6,5 vinning af 7 og er því Unglingameistari Reykjavíkur 2011. Veronika Steinunn Magnúsdóttir varð Stúlknameistari Reykjavíkur 2011 með 5 vinninga. Fyrstu verðlaun í flokki 12 ára og yngri (f. 1998 og síðar) hlaut Oliver Aron Jóhannesson, sem hefur tekið stökk á öllum stigalistum síðustu mánuði! Hann fékk 5,5 vinning og varð jafnframt í 2. sæti í mótinu í heild. Glæsilegur árangur hjá þessum þremur sigurvegurum!

Allir keppendurnir nema fjórir eru skráðir félagar í skákfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Flestir keppendur mótsins komu frá Taflfélagi Reykjavíkur eða 19. Frá Fjölni komu 8 keppendur, 3 keppendur frá Helli og 3 frá SFÍ, 2 frá T.G. og 1 frá Haukum.

Fyrstu þrjú sætin í hverjum verðlaunaflokki skipuðu eftirfarandi keppendur:

1. Emil Sigurðarson, SFÍ fékk 6,5 v. af 7 og er Unglingameistari Reykjavíkur 2011.
2. Oliver Aron Jóhannesson, Fjölnir 5,5 v. 24 stig.
3. Birkir Karl Sigurðsson, SFÍ,  5,5 v. 23,5 stig.

Stúlknameistaramót Reykjavíkur:

1. Veronika Steinunn Magnúsdóttir, T.R. fékk 5 v. 19 stig. Stúlknameistari Reykjavíkur 2011.
2. Nansý Davíðsdóttir, Fjölnir 5 v. 16 stig.
3. Hrund Hauksdóttir, Fjölnir 4,5 v.

Í flokki 12 ára og yngri (fædd 1998 og síðar).

1. Oliver Aron Jóhannesson, Fjölnir 5,5 v.
2. Vignir Vatnar Stefánsson, T.R. 5 v. 21,5 stig.
3. Hilmir Freyr Heimisson, T.R. 5 v. 21 stig.   

Heildarúrslit:

1. Emil Sigurðarson, SFÍ, 6.5 v. 
2. Oliver Aron Jóhannesson, Fjölnir, 5.5 24.0
3. Birkir Karl Sigurðsson, SFÍ, 5.5 23.5
4. Vignir Vatnar Stefánsson, T.R., 5 21.5
5. Hilmir Freyr Heimisson, T.R., 5 21.0
6. Veronika Steinunn Magnúsdóttir, T.R., 5 19.0
7. Dawid Kolka, Hellir, 5 18.0
8. Nansý Davíðsdóttir, Fjölnir, 5 16.0
9. Dagur Kjartansson, Hellir, 4.5 23.0
10. Hrund Hauksdóttir, Fjölnir, 4.5 21.5
11. Jóhann Arnar Finnsson, Fjölnir, 4.5 19.0
12. Rafnar Friðriksson, T.R., 4 23.5
13. Símon Þórhallsson, T.R., 4 22.5
14. Gauti Páll Jónsson, T.R., 4 20.0
15. Kristinn Andri Kristinsson, Fjölnir, 4 19.5
16. Andri Már Hannesson, T.R. 4 18.5
17. Eyþór Trausti Jóhannsson, SFÍ, 4 18.5
18. Atli Snær Andrésson, T.R., 4 18.0
19. Þorsteinn Muni Jónsson, T.R., 4 17.5
20. Donika Kolica, T.R., 4 16.0
21. Hilmir Hrafnsson, Fjölnir, 3.5
22. Svandís Rós Ríkharðsdóttir, Fjölnir, 3
23. Arnar Ingi Njarðarson, T.R., 3
24. Leifur Þorsteinsson, T.R., 3
25. Jakob Alexander Petersen, T.R., 3
26. Felix Steinþórsson, Hellir, 3
27. Elín Nhung Hong Bui, T.R., 3
28. Guðmundur Agnar Bragason, T.R., 3
29. Alisa Helga Svansdóttir, Fjölnir, 3
30. Mateusz Piotr Jakubek, T.R., 3
31. Michael Kravchuk, T.R., 2.5
32. Bjarki Arnaldarson, T.G., 2
33. Erik Daniel Jóhannesson, Haukar, 2
34. Fannar Ingi Grétarsson, 2
35. Ísak Logi Einarsson, 2
36. Þorsteinn Örn Bernharðsson, 2
37. Þorsteinn Magnússon, T.R., 2
38. Anton Oddur Jónsson, T.R., 1
39. Flosi Jakobsson, T.G., 1
40. Þórður Florin 1

Mótshaldari var Taflfélag Reykjavíkur. Skákstjórar voru formaður og varaformaður T.R. þau Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir og Eiríkur K. Björnsson. Birna Halldórsdóttir sá um veitingar á meðan mótinu stóð og afhenti stúlknaverðlaunin, en þau hjónin Birna og Ólafur S. Ásgrímsson gáfu farandbikarann fyrir Stúlknameistara Reykjavíkur. Jóhann H. Ragnarsson tók myndir.

Pistill: Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.

  • Myndir