Barna- og unglingameistaramót Rvk fer fram 1. maíBarna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 1. maí  í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Taflið hefst kl.14 og stendur til ca. kl. 18.

Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi með umhugsunartímanum 15 mín. á skák.

Teflt verður í einum flokki. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu og þar fyrir utan hlýtur sigurvegarinn titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2011, sé hann búsettur í Reykjavík eða félagi í reykvísku taflfélagi.

Einnig verða veitt verðlaun fyrir þrjár efstu stúlkurnar og þar fyrir utan hlýtur efsta stúlkan titilinn Stúlknameistari Reykjavíkur 2011, sé hún búsett í Reykjavík eða félagi í reykvísku taflfélagi.

Til viðbótar verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í aldursflokknum 12 ára og yngri (fædd 1998 og síðar).  

Mótið er opið öllum krökkum 15 ára og yngri (fædd 1995 og síðar).  Skráning fer fram á taflfelag@taflfelag.is (vinsamlegast gefið upp nafn, fæðingarár, símanúmer, skóla og taflfélag (ef við á)) og einnig er hægt að skrá sig á mótsstað sunnudaginn 1. maí. frá kl. 13.30- 13.45. 

Aðgangur á mótið er ókeypis.

/* */