Esla María öruggur sigurvegari á fimmtudagsmótiVegna Reykjavíkurskákmótsins voru þátttakendur á fimmtudagsmótinu 10. mars færri en venjulega eða aðeins 8. En Elsa María Kristínardóttir, sem teflir í Reykjavíkurskákmótinu, kom við í Faxafeninu á heimleið eftir skákina í Ráðhúsinu, tók þátt í fimmtudagsmótinu og gerði sér lítið fyrir og fékk 7 vinn. af 7 mögul. Hún var búin að tryggja sér sigurinn fyrir síðustu umferðina.

 

Lokastaðan:

1.       Elsa María Kristínardóttir 7 v.

2.-3. Gauti Páll Jónsson    5 v.

2.-3. Helgi Heiðar Stefánsson 5 v.

4.-5. Guðmundur Gunnlaugsson 3 v.

4.-5. Andrés Sigurðsson  3 v.

6.    Atli Andrésson  2,5 v.

7.    Björgvin Kristbergsson 2 v.

8.    Veronika Steinunn magnúsdóttir 0,5 v.