Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Vetrarmót öðlinga hafið

Fyrsta umferð í Vetrarmóti öðlinga fór fram á miðvikudagskvöld í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur.  Úrslit voru öll eftir bókinni ef frá er skilinn sigur Kristins Jóns Sævaldssonar á alþjóðlega meistaranum, Sævari Bjarnasyni, en 355 elo stig skilja þá félagana af.  Þá gerðu hjónakornin, Jóhann H. Ragnarsson og Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir, jafntefli.   29 keppendur eru skráðir til leiks sem telst ágætis ...

Lesa meira »

3.600 skákir úr mótum T.R. aðgengilegar

Teknar hafa verið saman u.þ.b. 3.600 skákir sem tefldar hafa verið í helstu kappskákmótum T.R. undanfarin ár.  Skákirnar, sem ná aftur til ársins 2005, eru úr 21 móti og þegar fram líða stundir munu fleiri mót verða aðgengileg.   Haustmót T.R. 2012, 2011, 2010, 2009, 2008 og 2005 Skákþing Reykjavíkur 2012, 2011, 2010, 2009, 2008 og 2006 Boðsmót T.R. 2008, ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar kveður T.R.

Hinn ungi og efnilegi skákmaður, Vignir Vatnar Stefánsson, gekk á dögunum til liðs við skákdeild Fjölnis úr Taflfélagi Reykjavíkur.  Faðir Vignis, Stefán Már Pétursson, fylgir honum til Fjölnis.  Vignir er aðeins níu ára og hlýtur að teljast efnilegasti skákmaður landsins ef horft er í ungan aldur hans.  Hann vakti strax athygli við fimm til sex ára aldur og hefur síðan ...

Lesa meira »

Skákir Haustmótsins

Skákir A og B flokks ásamt hluta skáka úr opnum flokki eru nú aðgengilegar hér.

Lesa meira »

Vetrarmót öðlinga hefst 31. október

Vetrarmót öðlinga 40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 31. október kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða sjö umferðir og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik.   Mótið er nú haldið í annað sinn en það fékk frábærar viðtökur í fyrra þegar 47 keppendur skráðu sig til leiks og ...

Lesa meira »

Daði Hraðskákmeistari T.R.

Nýkrýndur Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur, Daði Ómarsson, gerði sér lítið fyrir og tryggði sér einnig Hraðskákmeistaratitilinn á sunnudag þegar Hraðskákmót T.R. fór fram.  Daði hlaut 12 vinninga úr 14 skákum og varð efstur en tefldar voru 2×7 umferðir.  Landsliðsmaðurinn, Hjörvar Steinn Grétarsson, var annar með 11,5 vinning og Mikael Jóhann Karlsson þriðji með 10 vinninga en hann vann m.a. Hjörvar Stein ...

Lesa meira »

Myndir frá Tölvuteksmótinu

Tæplega eitthundrað myndir er að að finna frá nýafstöðnu Tölvuteksmóti í myndagalleríinu hér á heimasíðu T.R.  Björn Jónsson og Þórir Benediktsson smelltu af.  Hér að neðan fylgir brot úr myndaveislunni.

Lesa meira »

Jón Viktor sigurvegari Tölvuteksmótsins – Daði meistari T.R.

Tölvuteksmótinu – Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur lauk á miðvikudagskvöld þegar níunda og síðasta umferð var tefld við góðar aðstæður í húsnæði félagsins að Faxafeni 12.  Alþjóðlegi meistarinn, Jón Viktor Gunnarsson, hafði þegar tryggt sé sigur en hann hafði 1,5 vinnings forskot á næsta keppanda þegar umferðin hófst.  Baráttan um 2. sætið stóð á milli alþjóðlega meistarans, Sævars Bjarnasonar, stórmeistara kvenna, Lenku ...

Lesa meira »

Hraðskákmót T.R. fer fram á sunnudag

Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 sunnudaginn 21.október kl. 14:00.  Tefldar verða 2×7 umferðir eftir Swiss Perfect kerfi og er umhugsunartími 5 mínútur á skák. Þátttökugjald kr 500 fyrir 16 ára og eldri, en frítt fyrir 15 ára og yngri.  Þrenn verðlaun verða i boði. Að loknu hraðskákmótinu fer fram verðlaunaafhending fyrir Tölvuteksmótið 2012 – Haustmót T.R. ...

Lesa meira »

Jón Viktor sigurvegari Tölvuteksmótsins

Alþjóðlegi meistarinn, Jón Viktor Gunnarsson, tryggði sér sigur á Haustmótinu þegar hann vann Jóhann H. Ragnarsson í áttundu og næstsíðustu umferðnni sem fram fór á sunnudag.  Þegar einni umferð er ólokið hefur Jón 7 vinninga, 1,5 vinningi meira en stórmeistari kvenna, Lenka Ptacnikova, sem sigraði Sverri Örn Björnsson.  Einar Hjalti Jensson er þriðji með 5 vinninga eftir sigur á Gylfa ...

Lesa meira »

Jón Viktor með örugga forystu á Tölvuteksmótinu

Þegar tvær umferðir eru eftir af Haustmóti T.R. hefur alþjóðlegi meistarinn, Jón Viktor Gunnarsson, 1,5 vinnings forskot á næsta keppanda.  Jón sigraði Kjartan Maack í sjöttu umferð og gerði jafntefli við Einar Hjalta Jensson í þeirri sjöundu og hefur nú 6 vinninga.  Stórmeistari kvenna, Lenka Ptacnikova, er önnur með 4,5 vinning eftir sigra gegn Jóhanni H. Ragnarssyni og alþjóðlega meistaranum, ...

Lesa meira »

Pistill um Íslandsmót skákfélaga

Taflfélagið sendi sex lið til leiks í Íslandsmót skákfélaga sem fór fram um síðastliðna helgi.  Alls tefldu 50 skákmenn fyrir félagið og upp úr stóð þátttaka stórmeistaranna, Friðriks Ólafssonar og Margeirs Péturssonar.  Eftir fyrri hlutann eru A- og B-liðin í 2. sæti 1. og 2. deildar.  Nánari samantekt má lesa hér.

Lesa meira »

Jón Viktor með vinningsforskot á Tölvuteksmótinu

Alþjóðlegi meistarinn, Jón Viktor Gunnarsson, er í góðri stöðu að lokinni fimmtu umferð Haustmóts T.R. sem fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld.  Jón gerði tiltölulega stutt jafntefli við Gylfa Þór Þórhallsson en á sama tíma tapaði alþjóðlegi meistarinn, Sævar Bjarnason, fyrir hinum unga Mikael Jóhanni Karlssyni.  Mjög góður sigur hjá Mikael sem þýðir að Sævar er nú jafn Einari Hjalta Jenssyni í ...

Lesa meira »

Laugardagsæfing fellur niður

Vegna þátttöku Taflfélags Reykjavíkur í Íslandsmóti skákfélaga um helgina fellur laugardagæfing félagsins niður.  Næsta æfing verður laugardaginn 13. október. Laugardagsæfingarnar

Lesa meira »

Jón Viktor enn með fullt hús á Tölvuteksmótinu

Alþjóðlegi meistarinn, Jón Viktor Gunnarsson, vann mjög öruggan sigur á Mikaeli Jóhanni Karlssyni í fjórðu umferð Haustmótsins sem fór fram í dag.  Líkt og í þriðju umferð stýrði Jón svörtu mönnunum og sá Mikael aldrei til sólar.  Þarna fer án efa dýrmæt reynsla í hendur Mikaels.  Jón er því enn efstur með fullt hús en alþjóðlegi meistarinn, Sævar Bjarnason, fylgir ...

Lesa meira »

Jón Viktor einn með fullt hús í A-flokki á Tölvuteksmótinu

Alþjóðlegi meistarinn, Jón Viktor Gunnarsson, er einn efstur með fullt hús vinninga á Haustmóti T.R. eftir öruggan sigur á Daða Ómarssyni í þriðju umferð sem fór fram á föstudagskvöld.  Alþjóðlegi meistarinn, Sævar Bjarnason, vann Fide meistarann, Einar Hjalta Jensson, nokkuð óvænt í mikilli baráttuskák.  Sævar er því einn í öðru sæti með 2,5 vinning en Einar og Jóhann H. Ragnarsson, ...

Lesa meira »

Jón Viktor og Einar Hjalti leiða á Tölvuteksmótinu

Stigahæstu keppendur A-flokks, alþjóðlegi meistarinn, Jón Viktor Gunnarsson, og Fide meistarinn, Einar Hjalti Jensson, leiða á Haustmóti T.R. með fullt hús að loknum tveimur umferðum.  Jón Viktor sigraði stórmeistara kvenna, Lenku Ptacnikovu, í annari umferð en Einar Hjalti lagði Jóhann H. Ragnarsson.  Áður hafði Einar sigrað Mikael Jóhann Karlsson í frestaðri skák úr fyrstu umferð.  Alþjóðlegi meistarinn, Sævar Jóhann Bjarnason, ...

Lesa meira »

Tölvutek aðalstyrktaraðili Haustmótsins

Tölvuteksmótið 2012 – Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hófst á sunnudag þegar Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Tölvuteks, lék fyrsta leiknum í skák alþjóðlega meistarans, Sævars Bjarnasonar, og Gylfa Þórhallssonar.  Viðureign þeirra var söguleg í meira lagi því þeir tveir hafa teflt flestar kappskákir Íslendinga.   Haustmótið hefur verið haldið sleitulaust síðan 1934 ef frá eru skilin þrjú ár í kringum stríðsárin.  Tæplega 50 ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar Unglingameistari – Donika Stúlknameistari

Vignir Vatnar Stefánsson er Unglingameistari T.R. 2012 og Donika Kolica er Stúlknameistari T.R. 2012. Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fór fram sunnudaginn 16. september, í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Keppt var í einum flokki og voru 7 umferðir tefldar eftir Monradkerfi, en umhugsunartíminn var 15 mínútur á skák. Skákmótið var opið fyrir keppendur 15 ára og yngri og ...

Lesa meira »

Vika í Haustmótið – á þriðja tug keppenda þegar skráður

Nú þegar vika er í Tölvuteksmótið 2012 – Haustmót T.R. eykst skráningin jafnt og þétt.  Margir sterkir skákmenn eru þegar skráðir til leiks, þeirra  stigahæstur alþjóðlegi meistarinn, Jón Viktor Gunnarsson.  Næstur í stigaröðinni kemur Davíð Kjartansson og þá Einar Hjalti Jensson, sem hefur farið mikinn síðan hann dró fram taflmennina á nýjan leik fyrir skemstu. Skráning í opinn flokk stendur ...

Lesa meira »