Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Fréttablað T.R.

Veglegt fréttablað Taflfélags Reykjavíkur fyrir árið 2012 er nú komið út, bæði á prentuðu formi og rafrænu formi (pdf).  Á meðal efnis í blaðinu er umfjöllun um heimsókn fyrrverandi heimsmeistarans Anatoly Karpov á 111 ára afmæli félagsins, Íslandsmót skákfélaga og þátttöku Vignis Vatnars Stefánssonar á Heimsmeistaramóti ungmenna í Slóveníu. Blaðið á pdf formi má nálgast hér.

Lesa meira »

Tólf keppendur efstir á KORNAX mótinu

Önnur umferð var tefld í gærkvöldi í Skákhöllinni, Faxafeni.  Stemningin var sérstaklega góð og lá nýútgefið fréttablað Taflfélags Reykjavíkur meðal annars frammi þar sem viðstaddir blöðuðu óspart í því á meðan þeir skröfuðu um gang mála í Skákþinginu.  Fréttablaðið er að auki aðgengilegt á rafrænu formi (pdf) og má nálgast það með því að smella á hlekk hér að neðan. ...

Lesa meira »

Guðmundur í 16.-23. sæti á Hastings mótinu

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson heldur áfram öflugri taflmennsku og lauk í dag þátttöku sinni á hinu fornfræga Hastings skákmóti í Englandi en mótið fer fram í kringum áramót ár hvert.  Mótið var fyrst haldið árin 1920 og 1921 og hafa margir af fyrrum heimsmeisturum verið meðal þátttakenda.   Guðmundur átti ágætt mót og hlaut 6 vinninga í tíu skákum, vann ...

Lesa meira »

Fjölmennt Skákþing Reykjavíkur hafið

KORNAX mótið – Skákþing Reykjavíkur 2013 hófst með miklum myndarbrag í dag þegar 63 keppendur settust niður við reitina 64 í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur.  Að lokinni setningarræðu Sigurlaugar Regínu Friðþjófsdóttur formanns T.R. lék fulltrúi KORNAX, Kjartan Már Másson, fyrsta leiknum í viðureign Fide meistarans og stigahæsta keppanda mótsins, Davíðs Kjartanssonar, og einum af efnilegustu skákmönnum þjóðarinnar, hins níu ára Vignis ...

Lesa meira »

KORNAX mótið 2013 – Skákþing Reykjavíkur

KORNAX mótið 2013 – Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 6. janúar kl. 14. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1½ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferðir fara fram á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12.   Dagskrá: 1. umferð sunnudag ...

Lesa meira »

Myndir frá Vetrarmóti öðlinga

Hér má finna myndir frá Vetrarmóti öðlinga sem lauk á dögunum.  Lokaumferðin var mjög vegleg en Birna Halldórsdóttir stóð þá fyrir ljúffengu veisluborði og er það ekki í fyrsta sinn sem Birna lætur til sín taka í kringum mótahald T.R.

Lesa meira »

Oliver Aron sigraði á Jólahraðskákmótinu

Fjölnismaðurinn ungi og efnilegi, Oliver Aron Jóhannesson, kom sá og sigraði á Jólahraðskákmóti T.R. sem fór fram síðastliðinn fimmtudag.  Oliver hlaut 12 vinninga úr 14 skákum en tefldar voru 2x sjö umferðir.  Oliver, sem skaut mörgum reyndari skákmönnum ref fyrir rass, er greinilega að stimpla sig inn sem mjög öflugur hraðskákmaður en þess má geta að hann var meðal efstu ...

Lesa meira »

Pistill frá Guðmundi Kjartanssyni

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson hefur að undanförnu dvalið í Suður Ameríku þar sem hann hefur tekið þátt í mörgum skákmótum.  Hér á eftir fer Guðmundur yfir gang mála í skemmtilegum pistli: Panama Open og McGregor   Svo ég fari hratt  yfir það sem er búið að vera að gerast hjá mér síðan ég fór út 30.apríl s.l. Fyrstu 5 mánuðina ...

Lesa meira »

Jólahraðskákmót T.R. fer fram 27. desember

Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið fimmtudaginn 27. desember kl. 19.30.  Tefldar verða 2×7 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma.  Mótið fer fram í húsnæði T.R. að Faxafeni 12.  Þátttökugjald er kr. 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri. Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.  Sigurvegari síðasta árs var Daði Ómarsson.

Lesa meira »

Jólaskákmót SFS og TR – Rimaskóli sigraði í eldri flokki

Þessi pistill birtist áður á skak.is en vegna tæknilegra örðugleika er um síðbúna birtingu á vef T.R. að ræða. Mánudaginn 3. desember kl. 17 fór Jólaskákmót Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur (SFS) og Taflfélags Reykjavíkur í eldri flokki fram. Skákmótið var fyrir nemendur úr 8.- 10. bekkjum grunnskóla Reykjavíkurborgar. Í þessum skákmótum, Jólaskákmótum SFS og TR í yngri og eldri flokki, ...

Lesa meira »

Þrír efstir á Vetrarmóti öðlinga – Sverrir Örn meistari

Eftir sviptingar á toppnum í síðustu umferðunum stóð Sverrir Örn Björnsson uppi sem sigurvegari að lokinni sjöundu og síðustu umferð sem fór fram í gær.  Sverrir vann Jóhann H. Ragnarsson en á sama tíma tapaði Sævar Bjarnason fyrir Halldóri Pálssyni en Gylfi Þórhallsson lagði Júlíus L. Friðjónsson.  Þetta þýddi að Sverrir varð hlutskarpastur eftir stigaútreikning en hann hlaut 5,5 vinning ...

Lesa meira »

Sævar tekur forystuna á Vetrarmótinu

Alþjóðlegi meistarinn, Sævar Bjarnason, hefur hálfs vinnings forskot fyrir lokaumferð Vetrarmóts öðlinga sem fer fram næstkomandi miðvikudagskvöld.  Sævar sigraði Júlíus L. Friðjónsson í toppbaráttunni í sjöttu umferð sem fram fór í gærkvöldi.  Á sama tíma gerðu Sverrir Örn Björnsson og Þór Valtýsson jafntefli og hafa þeir nú báðir gert þrjú jafntefli í röð   Önnur úrslit í skákum efstu manna ...

Lesa meira »

Jólamót SFS og TR – Tvöfaldur sigur Rimaskóla í yngri flokki

Þann 2. desember fór hið árvissa Jólaskákmót Skóla-og frístundasviðs og Taflfélags Reykjavíkur fram. Þetta skákmót var nú haldið í 30. sinn. Ólafur H. Ólafsson, ötull félagsmaður í Taflfélagi Reykjavíkur, fyrrum skákþjálfari og fyrrverandi formaður í T.R., hefur verið skákstjóri á þessum mótum frá upphafi og var því í dag skákstjóri á Jólaskákmótinu í 30. sinn!   Frá árinu 1983 – ...

Lesa meira »

Júlíus efstur á Vetrarmóti öðlinga

Þegar tvær umferðir lifa af Vetrarmótinu er TR-ingurinn, Júlíus L. Friðjónsson, efstur með 4,5 vinning.  Júlíus gerði stutt jafntefli við Sverri Örn Björnsson í fjórðu umferð og vann Þorvarð F. Ólafsson í þeirri fimmtu eftir að Þorvarður fór í banvæna skógarferð með drottningu sína.   Sverrir Örn og alþjóðlegi meistarinn, Sævar Bjarnason, eru jafnir í 2.-3. sæti með 4 vinninga ...

Lesa meira »

CCP færði T.R. veglega gjöf

Tölvuleikjafyrirtækið CCP sem framleiðir og rekur fjölspilunarleikinn Eve online færði Taflfélagi Reykjavíkur í gær að gjöf öflugan skjávarpa, fartölvu af nýjustu gerð auk peningastyrks. Það var Eldar Ástþórsson frá CCP sem afhenti búnaðinn á fjölmennri barna- og unglingaæfingu félagsins og mun hann nýtast einkar vel við þjálfun og kennslu í öflugu barnastarfi félagsins.  Vignir Vatnar Stefánsson Unglingameistari T.R. 2012, sem ...

Lesa meira »

Jólamót T.R. og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur

Keppnisstaður:  Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12. Yngri flokkur (1. – 7. bekkur). Keppt verður í stúlkna og drengja flokkum (opnum flokkum). Heimilt er að senda A, B, C o.s.frv. stúlknasveitir og A, B, C o.s.frv. drengjasveitir.  Í hverri sveit eru 4 keppendur og 0-2 til vara. Keppni í yngri flokki verður sunnudaginn  2. desember kl. 14:00. Tefldar verða 6 umferðir (hraðmót) ...

Lesa meira »