Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Bergsteinn og Sigurður Páll í TR!

Bergsteinn Einarsson (2221) og Sigurður Páll Steindórsson (2235) hafa snúið heim í Taflfélag Reykjavíkur eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku hjá Bridsfélaginu.  Það er mikill fengur fyrir Taflfélagið að fá þessa skemmtilegu skákmenn heim í Fenið, og munu þeir vafalítið styrkja félagið í komandi átökum á Íslandsmóti skákfélaga.  Taflfélag Reykjavíkur bíður þá báða hjartanlega velkomna og óskar þeim góðs gengis ...

Lesa meira »

Skákir Vetrarmóts öðlinga

Skákirnar úr Vetrarmóti öðlinga sem fór fram fyrr í vetur eru nú aðgengilegar.  Það voru Kjartan Maack og Þórir Benediktsson sem komu þeim inn í heim rafeindanna.  Vetrarmótinu lauk með sigri Magnúsar Pálma Örnólfssonar. Skákirnar Uppgjör Vetarmótsins

Lesa meira »

Skákir Skákþings Reykjavíkur

Skákir Skákþings Reykjavíkur eru nú aðgengilegar en það var Gauti Páll Jónsson sem sá um innsláttinn.  Skákþinginu lauk sem kunnugt er með sigri alþjóðlega meistarans Jóns Viktors Gunnarssonar. Skákirnar Uppgjör Skákþingsins

Lesa meira »

Vignir Vatnar og Svava Unglingameistarar Reykjavíkur!

Barna-og unglingameistaramót Reykjavíkur sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur fór fram í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur sunnudaginn 22. febrúar. Mótið var opið fyrir börn á grunnskólaaldri. Þrenn verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu, þrenn verðlaun fyrir efstu stúlkur og svo aldursflokkaverðlaun í hvorum flokki fyrir sig (fædd 1999-2001, 2002-2003, 2004-2005 og 2006 og síðar). Þau sem eru búsett í Reykjavík eða ...

Lesa meira »

Gagginn 2015 á sjötta skemmtikvöldi TR!

Gagginn 2015 fer fram næstkomandi föstudagskvöld (27. feb) á sjötta skemmtikvöldi Taflfélags Reykjavíkur í vetur.  Mótið hefst 20.00  Gagginn er sveitakeppni fyrrverandi nemenda í grunnskólum landsins.  Fjórir skákmenn eru í hverju liði og þurfa liðsmenn hvers skóla að hafa stundað þar nám á einhverjum tímapunkti allavegana einn vetur og helst að hafa náð prófum á sæmilega vinundandi hátt.  Gömul bekkjarmynd ...

Lesa meira »

Björn Þorfinnsson með stórmeistaráfanga í Bunratty!

Alþjóðlegi meistarinn síkáti Björn Þorfinnsson náði sínum öðrum áfanga að stórmeistaratitli á alþjóðlegu skákmóti í Bunratty á Írlandi í dag. Hann tefldi þar í tíu manna lokuðum flokki og fór mikinn. Hann tryggði stórmeistaraáfangann með því að gera jafntefli við Íslandsvininn Luis Galego í næstsíðustu umferð. Björn sigraði með yfirburðum á mótinu en hann hlaut 7 vinninga af 9 mögulegum ...

Lesa meira »

Barna- og unglingameistarmót Rvk fer fram á morgun sunnudag

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 22. febrúar í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Taflið hefst kl.14 og stendur til ca. kl. 18. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 15 mín. á skák.    Teflt verður í tveimur flokkum: opnum flokki og stúlknaflokki. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu og þar fyrir utan hlýtur sigurvegarinn titilinn Unglingameistari ...

Lesa meira »

Jóhann Arnar sigraði á þriðja móti Bikarsyrpunnar.

Það var hart barist í lokaumferðum þriðja mótsins í Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur sem lauk í dag. Fyrir lokaumferðina var Aron Þór Mai, sigurvegarinn úr Bikarsyrpu 2 einn efstur með fullt hús, fjóra vinninga af fjórum mögulegum. Tveir keppendur þeir Jóhann Arnar Finnsson og Halldór Atli Kristjánsson komu næstir hálfum vinning á eftir. Átta keppendur voru með þrjá vinning fyrir lokaumferðina ...

Lesa meira »

Barna- og unglingam.mót Rvk fer fram sunnudaginn 22. febrúar

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 22. febrúar í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Taflið hefst kl.14 og stendur til ca. kl. 18. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 15 mín. á skák.    Teflt verður í tveimur flokkum: opnum flokki og stúlknaflokki. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu og þar fyrir utan hlýtur sigurvegarinn titilinn Unglingameistari ...

Lesa meira »

Þrír leiða þriðja mót Bikarsyrpunnar!

TR-ingarnir Aron Þór Mai, Eldar Sigurðarson og Jón Þór Lemery eru efstir og jafnir með fullt hús eftir þriðju umferð í þriðja móti Bikarsyrpu Taflfélagsins.  Þrjátíu og átta af efnilegustu skákkrökkum höfuðborgarsvæðisins taka þátt sem er mesta þátttakan í Bikarsyrpunni til þessa.  Síauknar vinsældir syrpunnar er mikið gleðiefni og gæði taflmennskunnar með hinum rúmu tímamörkum greinilega meiri en oft má ...

Lesa meira »

Þriðja mótið í Bikarsyrpu T.R. hefst föstudaginn 13. febrúar

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur er nýjung í mótahaldi á Íslandi. Syrpan samanstendur af nokkrum kappskákmótum og er ætluð börnum á grunnskólaaldri (fædd 1999 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 skákstigum. Þar með gefst þeim tækifæri til að næla sér í alþjóðleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuð eru fyrir þau. Þriðja mótið í syrpunni hefst föstudaginn 13. febrúar og stendur til sunnudagsins ...

Lesa meira »

Actavis sigraði í Skákkeppni vinnustaða!

Það hefur verið mikið um að vera hjá Taflfélagi Reykjavíkur undanfarið eins og ætíð.  Á mánudag fór fram fjölmennt Reykjavíkurmót grunnskólasveita í skákhöllinni og í gærkvöld var röðin komin að hinni skemmtilegu Skákkeppni vinnustaða.  Ellefu sveitir voru mættar til leiks og margar þeirra afar sterkar.  Actavis sem hafði titil að verja mættu gráir fyrir járnum með hvorki meira né minna ...

Lesa meira »

Rimaskóli Reykjavíkurmeistari grunnskólasveita

Það var líf og fjör í skákheimili Taflfélags Reykjavíkur mánudaginn 9.febrúar er Reykjavíkurmót grunnskólasveita var haldið með pompi og prakt. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hélt mótið í samstarfi við Taflfélag Reykjavíkur og var mótið hið 37. í röðinni. Hátt í 130 vaskir sveinar og stúlkur á grunnskólaaldri reimuðu á sig skákskóna þennan mánudagseftirmiðdag og tefldu fyrir hönd skóla sinna. Tefldar ...

Lesa meira »

Dagur Ragnarsson Hraðskákmeistari Reykjavíkur

Dagur Ragnarsson kom sá og sigraði á vel sóttu Hraðskákmóti Reykjavíkur sem fór fram síðastliðinn sunnudag.  Alls tóku 40 skákmenn þátt í mótinu, allt frá reyndum meisturum niður í kornunga keppendur sem mæta orðið á öll skákmót sem eru í boði. Omar Salama byrjaði mótið með látum og var efstur með fullt hús eftir fimm umferðir en tapaði í þeirri ...

Lesa meira »

Skákkeppni vinnustaða fer fram miðvikudaginn 11. febrúar

Taflfélag Reykjavíkur býður öllum vinnustöðum að taka þátt í Skákkeppni vinnustaða 2015 sem fram fer í félagsheimili T.R., Skákhöllinni Faxafeni 12, miðvikudaginn 11. febrúar og hefst kl. 19.30.  Mótið, sem er styrktarmót Taflfélags Reykjavíkur,  er kjörið fyrir hinn almenna skákáhugamann þar sem vinnufélagar geta myndað lið og spreytt sig gegn skákmönnum annarra vinnustaða. Dagsetning Miðvikudagur 11. febrúar kl. 19.30 Staður ...

Lesa meira »

Á döfinni hjá T.R.

Starf Taflfélags Reykjavíkur blómstrar sem aldrei fyrr nú þegar sól hækkar á lofti. Hér gefur að líta nokkra þá viðburði sem eru framundan hjá félaginu í febrúar. Laugardaginn 7. febrúar Barna- og unglingaæfingar Nánar Sunnudaginn 8. febrúar Hraðskákmót Reykjavíkur Nánar Mánudaginn 9. febrúar Reykjavíkurmót grunnskólasveita Nánar Miðvikudaginn 11. febrúar Skákkeppni vinnustaða Nánar Skráningarform Fimmtudaginn 12. febrúar Afreksæfing barna og unglinga Föstudaginn ...

Lesa meira »

Reykjavíkurmót grunnskólasveita fer fram á mánudag

Reykjavíkurmót grunnskólasveita í skák 2015 fer fram mánudaginn 9. febrúar n.k. og hefst kl.17. Tefldar verða 7 umferðir með 10 mín. umhugsunartíma á skák. Allar sveitirnar keppa í einum opnum flokki, og veitt verða verðlaun fyrir þrjár efstu sveitirnar sem og þrjár efstu stúlknasveitirnar. Hver sveit skal skipuð fjórum nemendum frá hverjum skóla auk 1-4 varamanna. Hverjum skóla er heimilt að senda ...

Lesa meira »

Hraðskákmót Reykjavíkur fer fram á sunnudag

Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 sunnudaginn 8. febrúar kl. 14. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3+2 (3 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik). Þátttökugjald er kr 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir 15 ára og yngri. Skráning fer fram á skákstað. Þrenn verðlaun í boði. Eftir Hraðskákmótið fer fram verðlaunaafhending ...

Lesa meira »

Að loknu Skákþingi Reykjavíkur 2015

Einn er sá punktur í tilveru íslenskra skákmanna sem hægt er að ganga að vísum. Í janúar ár hvert er haldið eitt af stóru mótum skákvertíðarinnar; Skákþing Reykjavíkur. Skákþingið í ár var hið 84. í röðinni og að þessu sinni var mótið haldið til heiðurs Friðriki Ólafssyni, sem fagnaði áttræðisafmæli sínu einmitt í þessum sama mánuði. Friðrik hefur alið manninn ...

Lesa meira »

Sigursælar TR-stelpur!

Um helgina fóru fram tvö Íslandsmót í stúlknaflokki. Á laugardeginum var Íslandsmót grunnskólasveita í stúlknaflokki haldið í Rimaskóla og á sunnudeginum var Íslandsmót stúlkna á grunnskólaaldri haldið á sama stað. TR-stelpurnar sem mynda harðasta kjarnann á stelpuskákæfingum Taflfélags Reykjavíkur tóku þátt og stóðu sig frábærlega vel! Á Íslandsmóti grunnskólasveita í stúlknaflokki tóku 16 sveitir þátt. Mótið var tvískipt fyrir 1.-3. ...

Lesa meira »