Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Helgi Áss er Hraðskákmeistari öðlinga 2017

IMG_9247

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson bar sigur úr býtum á Hraðskákmóti öðlinga sem fór fram í gærkveld en hann lauk keppni með fullt hús vinninga í skákunum sjö. Helgi er því Hraðskákmeistari öðlinga á jómfrúarári sínu sem háttvirtur öðlingur. Fide-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson koma annar í mark með 5,5 vinning en Ingvar er sömuleiðis á sínu fyrsta ári í Öðlingamótunum. Jafnir ...

Lesa meira »

Hraðskákmót öðlinga fer fram í kvöld

IMG_8111

Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 12. apríl í félagsheimili TR að Faxafeni 12. Mótið hefst kl. 19.30 og er opið fyrir alla 40 ára (á árinu) og eldri. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mín + 2 sek á leik (umferðum kann að vera fjölgað í níu ef næg þátttaka verður).  Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga sem ...

Lesa meira »

Páskaeggjasyrpan: Háspenna og dramatík á þriðja mótinu

20170409_133753

Þriðja og síðasta mótið í Páskaeggjasyrpu Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur fór fram í dag og var það fjölmennasta mótið til þessa. Toppbarátta beggja flokka var æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í lokaumferðinni. Einnig skapaðist mikil spenna yfir því hver myndi hljóta flesta vinninga samanlagt í mótunum þremur. Sú spenna komst þó ekki í hálfkvisti við spennuna sem ...

Lesa meira »

Barna Blitz: Róbert Luu og Benedikt Þórisson komnir áfram

IMG_8879

Hún var óvenjuleg Laugardagsæfingin í gær því hún var jafnframt undankeppni í svokölluðu Barna Blitz sem haldið er samhliða Reykjavíkurskákmótinu. Tvö sæti voru í boði fyrir þau börn sem eru fædd árið 2004 eða síðar. Spennan var því enn meiri en venjulega á þessum vel sóttu æfingum. Fyrirfram var búist við sterkari þátttakendum en yfirleitt mæta á þessar æfingar. Róbert ...

Lesa meira »

Þriðja og síðasta mót Páskaeggjasyrpunnar hefst kl.13 á morgun sunnudag

TRBanner2017_simple

Þriðja og síðasta mót Páskaeggjasyrpu Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur verður haldið á morgun, sunnudaginn 9.apríl. Taflið hefst klukkan 13 og er áætlað að því ljúki um klukkan 15:45. Keppt verður í tveimur flokkum, 1-3.bekk (og yngri) og 4-10.bekk. Sjö umferðir verða tefldar með 5 mínútna umhugsunartíma á mann og bætast 3 sekúndur við tímann eftir hvern leik (5+3). Hraðskákstig verða ...

Lesa meira »

Páskaeggjasyrpan: Bjartur og Batel sigurvegarar móts nr.2

20170402_133753

Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur hélt áfram um síðastliðna helgi og var skákhöllin sem fyrr full af kátum og súkkulaðiþyrstum börnum. Hafi fyrsta mótið þótt spennandi þá var þetta mót æsispennandi! Í yngri flokki urðu þrír keppendur efstir og jafnir en í eldri flokki urðu fjórir keppendur jafnir í 2.sæti. Sigurvegari yngri flokks í fyrsta mótinu, Einar Tryggvi Petersen, ...

Lesa meira »

Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 12. apríl

IMG_8111

Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 12. apríl í félagsheimili TR að Faxafeni 12. Mótið hefst kl. 19.30 og er opið fyrir alla 40 ára (á árinu) og eldri. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mín + 2 sek á leik (umferðum kann að vera fjölgað í níu ef næg þátttaka verður).  Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga sem ...

Lesa meira »

Björgvin Víglundsson Öðlingameistari og Íslandsmeistari 50 ára og eldri

20170331_195217

Björgvin Víglundsson er Skákmeistari öðlinga 2017 sem og Íslandsmeistari skákmanna 50 ára eldri en Skákmóti öðlinga lauk síðastliðið föstudagskvöld í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni. Í spennandi lokaumferð sigraði Björgvin Þór Valtýsson og lauk leik með 6 vinninga af sjö mögulegum, jafnmarga vinninga og Fide-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson sem lagði Siguringa Sigurjónsson. Hlýtur Björgvin efsta sætið að loknum stigaútreikningi (tiebreaks). ...

Lesa meira »

Björgvin og Ingvar efstir á Öðlingamótinu – lokaumferð fer fram á föstudagskvöld

20170329_205703

Það stefnir í æsispennandi lokaumferð í Skákmóti öðlinga en sjötta og næstsíðasta umferð fór fram í gærkveld. Það var hart barist og þrátt fyrir að helming tefldra skáka hafi lokið með jafntefli voru það síður en svo baráttulausar viðureignir. Ein af orrustunum sem lauk með skiptum hlut var bardagi Björgvins Víglundssonar (2185) og Þorvarðs F. Ólafssonar (2188) á efsta borði ...

Lesa meira »

Björgvin efstur á Öðlingamótinu

20170322_193954

Þegar tvær umferðir lifa af Skákmóti öðlinga er Björgvin Víglundsson (2185) einn efstur með 4,5 vinning en hann sigraði Siguringa Sigurjónsson (2021) í fimmtu umferð sem fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld. Óskar Long Einarsson (1671), Ingvar Þór Jóhannesson (2377) og Þorvarður Fannar Ólafsson (2188) koma næstir með 4 vinninga. Óskar sigraði Lenku Ptacnikovu (2210) nokkuð óvænt með svörtu mönnunum, Ingvar Þór ...

Lesa meira »

Siguringi og Björgvin efstir á Skákmóti öðlinga

20170315_194037

Skákkennarinn knái frá suðurnesjunum, Siguringi Sigurjónsson (2021), skaust upp á topp Öðlingamótsins með góðum sigri á Ögmundi Kristinssyni (2015) í fjórðu umferð sem fram fór síðastliðið miðvikudagskvöld. Siguringi er því efstur með 3,5 vinning ásamt Björgvini Víglundssyni (2185) sem gerði jafntefli við Fide-meistarann Ingvar Þór Jóhannesson (2377) í tíðindalítilli skák. Þéttur hópur sex keppenda með 3 vinninga hver kemur næstur ...

Lesa meira »

Fimmta mót Bikarsyrpunnar fer fram næstkomandi helgi

IMG_9192

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað þriðja árið í röð. Mót syrpunnar í vetur verða fimm talsins og hefur umferðum hvers móts verið fjölgað í sjö. Fimmta mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 17. mars og stendur til sunnudagsins 19. mars. Tefldar eru 7 umferðir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 ...

Lesa meira »

Björgvin efstur á Öðlingamótinu

IMG_9235

Hún var hörð baráttan í þriðju umferð Skákmóts öðlinga sem fram fór í gærkveld en þegar klukkan nálgaðist 23. stund sólarhringsins var enn stærstur hluti bardaganna í gangi. Á efsta borði mættust hinir reynslumiklu jaxlar, Ögmundur Kristinsson (2015) og Gunnar K. Gunnarsson (2115), í hörkuskák þar sem Gunnar virtist vera að fá nokkuð vænlega stöðu. Úr varð mikil spenna og ...

Lesa meira »

Fjórir með fullt hús á Öðlingamótinu

20170301_193904

Þeir fjölmörgu þátttakendur í Skákmóti Öðlinga sem settust að tafli í 2.umferð síðastliðinn miðvikudag fengu kærkomna upphitun fyrir Íslandsmót skákfélaga sem fram fór um helgina. Hart var glímt í þessari umferð en drengilega þó og báru skákirnar margar hverjar þess merki. Fjórir skákmenn hafa fullt hús og ber þar fyrstan að nefna aldursforsetann og fyrrum Íslandsmeistarann, já og fyrrum skákmeistara ...

Lesa meira »

Skákmót öðlinga hafið

20170222_194703

Vel skipað Öðlingamót hófst síðastliðið miðvikudagskvöld en mótið er hið fjölmennasta síðan 2011. Alls eru þátttakendur 36 talsins og skipar enginn annar en Fide-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson (2377) toppsætið í stigaröð keppenda. Næst Ingvari kemur skákdrottningin og stórmeistari kvenna, Lenka Ptacnikova (2210), og þá koma fjórir skákmenn sem allir hafa meira en 2100 Elo-stig, þeirra stigahæstur Þorvarður Fannar Ólafsson (2188). ...

Lesa meira »

Skákmót öðlinga hefst á miðvikudagskvöld

IMG_8097

Skákmót öðlinga 40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 22. febrúar kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina  auk 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik. Núverandi Skákmeistari öðlinga er Stefán Arnalds. Mótið verður jafnframt Íslandsmót 50 ára og eldri þar sem efsti keppandinn í hópi þeirra sem fæddir eru ...

Lesa meira »

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur verður haldið sunnudaginn 26.febrúar

IMG_8000

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem jafnframt er Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 26. febrúar í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Taflið hefst kl.13 og stendur til ca. kl. 17. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk þess sem 5 sekúndur bætast við eftir hvern leik (10+5). Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga. Mótið er opið öllum börnum og unglingum, óháð ...

Lesa meira »

Spennandi Skákkeppni vinnustaða lokið með sigri Skákakademíu Reykjavíkur

20170217_093033

Skákkeppni vinnustaða var haldin 16.febrúar og voru sjö skáksveitir mættar til leiks. Skákakademía Reykjavíkur fór þar fremst í flokki með vel lesna skákkennara innanborðs. Önnur lið sem tóku þátt í mótinu voru Landspítalinn, Verslunarskóli Íslands, Mannvit, Logos lögmenn, Icelandair og Isavia. Skákakademían var í nokkrum sérflokki og lagði alla andstæðinga sína að velli, flesta þó með minnsta mun. Skákkennararnir nældu ...

Lesa meira »

Skákkeppni vinnustaða fer fram fimmtudaginn 16.febrúar

vinnu15-11

Taflfélag Reykjavíkur hvetur skákmenn af öllum styrkleikum til þess að búa til lið á sínum vinnustað og taka þátt í Skákkeppni vinnustaða 2017 sem fram fer í félagsheimili TR að Faxafeni 12, fimmtudaginn 16.febrúar. Taflið hefst klukkan 19:30. Mótið er kjörið fyrir hinn almenna skákáhugamann þar sem vinnufélagar geta teflt saman í einu liði og spreytt sig gegn skákmönnum annarra vinnustaða. Tefldar ...

Lesa meira »