Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Hraðskákmót TR fer fram miðvikudaginn 27. september

20170205_154045

Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 miðvikudaginn 27. september kl. 19:30. Tefldar verða 11 umferðir eftir svissnesku kerfi og er umhugsunartíminn 4 mínútur auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (4+2). Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Þátttökugjald er kr. 1.000 fyrir 18 ára og eldri, en kr. 500 fyrir 17 ára og yngri. Félagsmenn TR sem eru 17 ára ...

Lesa meira »

HTR #6: Hjörvar Steinn trónir á toppnum

20170913_193639

Í dag fór fram 6.umferð í Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur og gekk á ýmsu á mörgum borðum. Stórmeistarinn lét til sín taka á efsta borði í uppgjöri stigahæstu manna mótsins og unga kynslóðin minnti á sig svo um munaði. Skákheimur beið í ofvæni eftir uppgjöri stigahæstu manna mótsins og þeir gestir sem lögðu leið sína í Faxafenið urðu ekki fyrir vonbrigðum ...

Lesa meira »

Svartur gaf vel í toppbaráttu Haustmótsins í gær – Stórslagur titilhafa á sunnudag

20170913_193639

Fjórir skákmenn eru efstir á og jafnir á Haustmótinu með fjóra vinninga eftir fimm umferðir; IM Einar Hjalti Jensson (2362), GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2567), FM Oliver Aron Jóhannesson (2272) og Jóhann H. Ragnarsson (2032). Ónefndur sterkur skákmaður sagði eitt sinn að betra væri að vera með hvítt í skák. Það kann að vera rétt, en það var þó ekki ...

Lesa meira »

Friðsamt á efstu borðum Haustmótsins

20170913_193639

Einar Hjalti Jensson (2362) og Magnús Pálmi Örnólfsson (2227) eru efstir og jafnir á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur að loknum 4 umferðum með 3,5 vinning. Á hælum þeirra með 3 vinninga eru Hjörvar Steinn Grétarsson (2567), Þorvarður Fannar Ólafsson (2164), Oliver Aron Jóhannesson (2272), Jóhann H. Ragnarsson (2032) og Björgvin Víglundsson (2137). Einar Hjalti tók yfirsetu í 4.umferð og missti þar ...

Lesa meira »

Einar Hjalti Jensson einn efstur á Haustmótinu

20170910_174838

Það var hart barist á flestum borðum í dag er 3.umferð Haustmótsins var tefld. Á 1.borði og 3.borði náðu keppendur jafntefli gegn stigahærri andstæðingi og á 5.borði vann stigalægri keppandinn. Hjörvar Steinn Grétarsson (2567) vann peð snemma tafls á efsta borði gegn Magnúsi Pálma Örnólfssyni (2227) og héldu gestir á kaffistofunni að stórmeistarinn myndi landa sigri í kjölfarið. Magnús Pálmi ...

Lesa meira »

Sex með fullt hús eftir fyrstu tvær umferðir Haustmótsins

IMG_8863

Lítið var um óvænt úrslit í 2.umferð Haustmótsins sem fram fór síðastliðið föstudagskvöld. Á efsta borði lagði stórmeistarinn eitilharði Hjörvar Steinn Grétarsson (2567) hinn litríka Kristján Örn Elíasson (1869) að velli með hvítu mönnunum á meðan alþjóðlegi meistarinn Einar Hjalti Jensson (2362) stýrði svarta hernum til sigurs gegn Herði Aroni Haukssyni (1859). Titilhafarnir Hjörvar Steinn og Einar Hjalti eru því ...

Lesa meira »

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hafið

checkmate-1511866_960_720

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur, hið 84. í röðinni, hófst síðastliðið miðvikudagskvöld. Keppendur að þessu sinni eru 30 talsins og er þetta fámennasta Haustmótið um árabil, en margir íslenskir skákmenn eru uppteknir á öðrum vígstöðvum á þessum annasömu haustmánuðum. Þó mótið sé fámennt þá er það sannarlega góðmennt enda skipað fjölmörgum skemmtilegum skákmönnum. Þrír titilhafar eru á meðal keppenda; stórmeistarinn og skákþjálfarinn ...

Lesa meira »

Haustmót TR hefst annaðkvöld – skráningu í lokaða flokka lýkur í kvöld, þriðjudag kl. 22

IMG_4429

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2017 hefst miðvikudaginn 6. september kl. 19.30. Mótið, sem er hið 84. í röðinni, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót T.R. Mótið er flokkaskipt, öllum opið og verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12. Tefldar verða þrjár umferðir á viku og eru ...

Lesa meira »

Haustmót TR hefst næstkomandi miðvikudag

htr16-12

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2017 hefst miðvikudaginn 6. september kl. 19.30. Mótið, sem er hið 84. í röðinni, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót T.R. Mótið er flokkaskipt, öllum opið og verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12. Tefldar verða þrjár umferðir á viku og eru ...

Lesa meira »

Haustmót TR hefst miðvikudaginn 6. september

autumn-1072827_960_720

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2017 hefst miðvikudaginn 6. september kl. 19.30. Mótið, sem er hið 84. í röðinni, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót T.R. Mótið er flokkaskipt, öllum opið og verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12. Tefldar verða þrjár umferðir á viku og eru ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa TR hefst næstkomandi föstudag

IMG_8798

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað fjórða árið í röð. Líkt og síðastliðinn vetur verða mót syrpunnar fimm talsins og verða tefldar sjö umferðir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR að Faxafeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst ...

Lesa meira »

Haustmót TR hefst miðvikudaginn 6. september

autumn-1072827_960_720

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2017 hefst miðvikudaginn 6. september kl. 19.30. Mótið, sem er hið 84. í röðinni, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót T.R. Mótið er flokkaskipt, öllum opið og verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12. Tefldar verða þrjár umferðir á viku og eru ...

Lesa meira »

Hjörvar Steinn sigraði á Stórmóti Árbæjarsafns og TR

20170820_153000

Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson kom, sá og sigraði á Stórmóti Árbæjarsafns og TR sem fram fór í gær, sunnudag. Teflt var í blíðskaparveðri í fallegu umhverfi Árbæjarsafns, nánar tiltekið Kornhúsinu, sem byggt var á Vopnafirði um 1820 og gegndi m.a. hlutverki verslunarhúsnæðis og þá bjó þar Kristján Jónsson Fjallaskáld síðasta æviár sitt. Tefldar voru átta umferðir og lagði hinn öflugi stórmeistari, sem ...

Lesa meira »

Skákæfingar Taflfélags Reykjavíkur – Haustönn 2017

IMG_8942

Haustönn Taflfélags Reykjavíkur hefst formlega laugardaginn 2.september en þá byrja byrjendaæfingar, stúlknaæfing og almenna æfingin. Framhaldsæfingar hefjast þriðjudaginn 29.ágúst. Afreksæfingar eru hins vegar þegar hafnar. Haustönninni lýkur með jólahátíð barna 9.desember. Æfingarnar eru fjölbreyttar sem fyrr og sérstaklega hannaðar til þess að mæta þörfum sem flestra áhugasamra skákbarna. Á æfingum félagsins fá börnin markvissa kennslu og persónulega leiðsögn sem nýtist þeim sem ...

Lesa meira »

Arnar Gunnarsson (Brim) sigraði á Borgarskákmótinu

20170814_180925

Fréttin birtist fyrst á vef Skákfélagsins Hugin Alþjóðlegi meistarinn Arnar Gunnarsson sem tefldi fyrir Brim og Fide meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson sem tefldi fyrir Grillhúsið Tryggvagötu voru efstir og jafnir með 6,5 vinninga á 32. Borgarskákmótinu sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur mánudaginn 14. ágúst sl. Arnar var hálfu stigi hærri en Ingvar í fyrsta stigaútreikningi og því sigurvegari að þessu sinni með fyrirtækinu ...

Lesa meira »

Stórmót Árbæjarsafns og TR fer fram á sunnudaginn

arbaejarsafn_kornhus

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 20. ágúst. Þetta skemmtilega mót í sögulegu umhverfi er fyrir löngu orðinn fastur viðburður í skákdagatalinu. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl. 14. Tefldar verða 8 umferðir með umhugsunartímanum 4 mín á  skák auk 2 sek á hvern leik (4+2). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 ...

Lesa meira »

Björn Ívar Karlsson í þjálfarateymi Taflfélags Reykjavíkur

Björn Ívar Karlsson

Taflfélag Reykjavíkur hefur ráðið Björn Ívar Karlsson sem þjálfara framhaldshóps félagsins. Björn Ívar hefur FIDE þjálfaragráðu og er einn reyndasti skákþjálfari landsins. Hann hefur unnið með mörgum af efnilegustu skákbörnum landsins undanfarin ár, auk þess sem hann er landsliðsþjálfari kvenna. Þá er Björn Ívar höfundur kennsluefnis sem finna má á hinum veglega skákvef skakkennsla.is en þar er að finna yfir 100 ...

Lesa meira »

Bragi hlaut 5 af 9 í Riga

HTR_2015_R4-29

Alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson (2461) sat á dögunum að tafli í alþjóðlegu móti sem haldið var í höfuðborg Lettlands, Riga. Bragi tefldi í fjölmennum efsta flokki mótsins þar sem fjöldi keppenda var yfir 300, þar af 42 stórmeistarar, en Bragi var númer 55 í stigaröðinni. Eftir kröftuga byrjun þar sem hann nældi í 3,5 vinning í fyrstu fjórum skákunum hægðist nokkuð ...

Lesa meira »

Stórmót Árbæjarsafns og TR fer fram sunnudaginn 20. ágúst

checkmate-1511866_960_720

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 20. ágúst. Þetta skemmtilega mót í sögulegu umhverfi er fyrir löngu orðinn fastur viðburður í skákdagatalinu. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl. 14. Tefldar verða 8 umferðir með umhugsunartímanum 4 mín á  skák auk 2 sek á hvern leik (4+2). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 ...

Lesa meira »