Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Boðsmóti Taflfélags Reykjavíkur frestað

20170208_203734

Boðsmóti Taflfélags Reykjavíkur, sem fyrirhugað var um næstu helgi, hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna dræmrar skráningar. Dræm skráning í Boðsmótið bendir til þess að á meðal skákmanna sé lítil eftirspurn eftir skákmóti sem þessu á höfuðborgarsvæðinu á þessum árstíma. Eitt af keppikeflum Taflfélags Reykjavíkur er að koma til móts við óskir skákmanna og því verður að teljast líklegt að ...

Lesa meira »

Mikið fjör í Sumarskóla Taflfélags Reykjavíkur

WP_20170613_011

Sumarskóli Taflfélags Reykjavíkur hófst á ný síðastliðinn mánudag og hefur skáksalurinn iðað af lífi alla vikuna. Sumarskólinn er nú starfræktur annað árið í röð og sem fyrr er það alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson sem slær taktinn. Þátttaka hefur aukist verulega frá því sem var í fyrra og er það mikið gleðiefni að sjá hve mikinn áhuga börnin hafa á því ...

Lesa meira »

Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur endurvakið 23.-25.júní

20170208_203734

Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur á sér yfir 40 ára langa sögu en mótið hefur legið í dvala síðasta áratuginn. Nú hefur stjórn T.R. ákveðið að endurlífga Boðsmótið í formi helgarskákmóts. Boðsmót T.R. hefur því göngu sína á ný föstudaginn 23. júní kl. 19:30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og verða tefldar atskákir í bland við ...

Lesa meira »

EM einstaklinga: Guðmundur lauk keppni með 5 vinninga

otkrytie1

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2464) hlaut 5 vinninga í 11 skákum á Evrópumóti einstaklinga sem fram fór í Minsk, Hvíta-Rússlandi, dagana 30. maí – 10. júní. Sigur vannst í þremur viðureignum, fjórum lauk með jafntefli og öðrum fjórum með ósigri. Árangur Guðmundar samsvarar 2365 Elo-stigum og lækkar hann um 5 stig. Í níundu umferð gerði Gummi gott jafntefli við úkraínska ...

Lesa meira »

EM einstaklinga: Guðmundur með fjóra af átta

4turec_16

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2464) heldur ótrauður áfram taflmennsku á fjölmennu og sterku Evrópumóti sem fer fram þessa dagana í Minsk, Hvíta-Rússlandi. Þegar átta umferðum af ellefu er lokið hefur Guðmundur 4 vinninga. Í fimmtu umferð gerði hann gott jafntefli við rússneska stórmeistarann Boris Savchenko (2634) en í þeirri sjöttu beið hann lægri hlut fyrir ítalska stórmeistaranum Daniele Vocaturo (2604). ...

Lesa meira »

Arnar Gunnarsson hlutskarpastur á Meistaramóti TRUXVA

20170606_233905

Alþjóðlegi meistarinn Arnar Gunnarsson sigraði á afar glæsilegu Hraðskákmeistaramóti Truxva sem fram fór annan í Hvítasunnu, þeim merkilega degi. Arnar fékk 10 vinninga af 11 mögulegum sem verður að teljast mjög gott á svo sterku móti. Það hafði lengi verið í umræðunni hjá Truxva, ungliðahreyfingu TR, að halda mót þar sem sterkum TR-ingum yrði boðið að taka þátt ásamt Truxvunum. ...

Lesa meira »

Guðmundur með 50% vinningshlutfall á Evrópumótinu

minsk2017eng

Fjórum umferðum af ellefu er nú lokið á Evrópumótinu í skák sem fram fer í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Eins og áður var ritað beið alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2464) lægri hlut fyrir úkraínska stórmeistaranum Alexander Moiseenko (2677) í fyrstu umferð en sá sigraði einmitt á Evrópumótinu 2013. Í annari umferð sigraði Guðmundur síðan heimamanninn Valiantsin Yezhel (2156) og slíkt hið ...

Lesa meira »

Meistaramót Truxva í hraðskák fer fram 5.júní

20170208_203734

Truxvi, ungliðahreyfing Taflfélags Reykjavíkur, heldur meistaramót sitt í hraðskák næstkomandi mánudag og hefst taflið stundvíslega klukkan 19:30. Tefldar verða 11 umferðir með umhugsunartímanum 4+2 og verður mótið reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Mótið er opið öllu því vaska skákfólki sem mætt hefur á afreksæfingar Daða Ómarssonar síðastliðinn vetur ásamt því sem öllum TR-ingum, ungum sem öldnum, sem einhvern tímann hafa rofið ...

Lesa meira »

Guðmundur hefur leik á EM einstaklinga

maxresdefault

Aljóðlegi meistarinn og nýkrýndur Íslandsmeistari Guðmundur Kjartansson (2437) er á meðal þátttakenda í sterku og fjölmennu Evrópumóti einstaklinga sem fram fer í Minsk, Hvíta-Rússlandi, dagana 30. maí – 10. júní. Alls eru keppendur tæplega 400 talsins og er Guðmundur númer 220 í stigaröðinni. Hvorki fleiri né færri en 171 stórmeistari tekur þátt í mótinu, þar af níu sem hafa meira ...

Lesa meira »

Íslandsmeistarinn skýrir frá leyndardómum velgengni sinnar

Guðmundur_Kjartansson2

Skákmeistarinn geðþekki, Guðmundur Kjartansson, sem á dögunum varð Íslandsmeistari í skák eftir æsispennandi lokasprett og frábærlega vel teflda úrslitaskák, hyggst veita skákáhugamönnum innsýn í hugarheim sinn miðvikudagskvöldið 24.maí kl.20-22 í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur. Guðmundur ætlar að skýra úrslitaskák Íslandsmótsins fyrir gestum, en þar stýrði hann hvítu mönnunum gegn stórmeistaranum Héðni Steingrímssyni og þurfti Guðmundur nauðsynlega sigur til þess að tryggja sér ...

Lesa meira »

Guðmundur Kjartansson Íslandsmeistari í skák 2017

gkja17

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson varð í dag Íslandsmeistari í skák 2017 þegar hann lagði stórmeistarann Héðinn Steingrímsson í úrslitaskák í níundu og síðustu umferð Íslandsmótsins. Er þetta í annað sinn sem Guðmundur verður Íslandsmeistari og er árangur hans sannarlega eftirtektarverður. Átta vinningar í skákunum níu og árangur sem reiknast upp á 2723 Elo-stig gefur til kynna að ekki er langt í ...

Lesa meira »

Mikið fjör á Vorhátíð Taflfélags Reykjavíkur

20170513_160230

Laugardaginn 13. maí fór fram vorhátíðarskákæfing TR í taflheimili félagsins í Faxafeni. 35 skákkrakkar úr öllum skákhópum félagsins mættu á sameiginlega lokaæfingu. Þetta var sannkölluð uppskeruhátíð. Fyrst var teflt 6 umferða skákmót, Uppskerumót TR, með umhugsunartímanum 5+3. Síðan fór fram verðlaunaafhending fyrir ástundun og árangur á æfingum félagsins á vorönninni. Að lokum fór fram verðalaunaafhending fyrir Uppskerumótið og í kjölfarið ...

Lesa meira »

Vorhátíð TR haldin laugardaginn 13.maí kl.14-16

IMG_8942

Vorhátíð TR verður haldin næstkomandi laugardag þann 13.maí og hefst fjörið klukkan 14. Vorhátíðin er einskonar uppskeruhátíð allra þeirra barna sem mætt hafa á æfingar Taflfélags Reykjavíkur á þessari vorönn. Öllum börnum sem hafa sest að tafli á byrjendaæfingum, stúlknaæfingum, framhaldsæfingum, afreksæfingum eða á sjálfri Laugardagsæfingunni er velkomið að taka þátt í hátíðinni með okkur. Einnig öll þau börn sem ...

Lesa meira »

Helgi Áss er Hraðskákmeistari öðlinga 2017

IMG_9247

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson bar sigur úr býtum á Hraðskákmóti öðlinga sem fór fram í gærkveld en hann lauk keppni með fullt hús vinninga í skákunum sjö. Helgi er því Hraðskákmeistari öðlinga á jómfrúarári sínu sem háttvirtur öðlingur. Fide-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson koma annar í mark með 5,5 vinning en Ingvar er sömuleiðis á sínu fyrsta ári í Öðlingamótunum. Jafnir ...

Lesa meira »

Hraðskákmót öðlinga fer fram í kvöld

IMG_8111

Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 12. apríl í félagsheimili TR að Faxafeni 12. Mótið hefst kl. 19.30 og er opið fyrir alla 40 ára (á árinu) og eldri. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mín + 2 sek á leik (umferðum kann að vera fjölgað í níu ef næg þátttaka verður).  Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga sem ...

Lesa meira »

Páskaeggjasyrpan: Háspenna og dramatík á þriðja mótinu

20170409_133753

Þriðja og síðasta mótið í Páskaeggjasyrpu Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur fór fram í dag og var það fjölmennasta mótið til þessa. Toppbarátta beggja flokka var æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í lokaumferðinni. Einnig skapaðist mikil spenna yfir því hver myndi hljóta flesta vinninga samanlagt í mótunum þremur. Sú spenna komst þó ekki í hálfkvisti við spennuna sem ...

Lesa meira »

Barna Blitz: Róbert Luu og Benedikt Þórisson komnir áfram

IMG_8879

Hún var óvenjuleg Laugardagsæfingin í gær því hún var jafnframt undankeppni í svokölluðu Barna Blitz sem haldið er samhliða Reykjavíkurskákmótinu. Tvö sæti voru í boði fyrir þau börn sem eru fædd árið 2004 eða síðar. Spennan var því enn meiri en venjulega á þessum vel sóttu æfingum. Fyrirfram var búist við sterkari þátttakendum en yfirleitt mæta á þessar æfingar. Róbert ...

Lesa meira »

Þriðja og síðasta mót Páskaeggjasyrpunnar hefst kl.13 á morgun sunnudag

TRBanner2017_simple

Þriðja og síðasta mót Páskaeggjasyrpu Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur verður haldið á morgun, sunnudaginn 9.apríl. Taflið hefst klukkan 13 og er áætlað að því ljúki um klukkan 15:45. Keppt verður í tveimur flokkum, 1-3.bekk (og yngri) og 4-10.bekk. Sjö umferðir verða tefldar með 5 mínútna umhugsunartíma á mann og bætast 3 sekúndur við tímann eftir hvern leik (5+3). Hraðskákstig verða ...

Lesa meira »

Páskaeggjasyrpan: Bjartur og Batel sigurvegarar móts nr.2

20170402_133753

Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur hélt áfram um síðastliðna helgi og var skákhöllin sem fyrr full af kátum og súkkulaðiþyrstum börnum. Hafi fyrsta mótið þótt spennandi þá var þetta mót æsispennandi! Í yngri flokki urðu þrír keppendur efstir og jafnir en í eldri flokki urðu fjórir keppendur jafnir í 2.sæti. Sigurvegari yngri flokks í fyrsta mótinu, Einar Tryggvi Petersen, ...

Lesa meira »

Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 12. apríl

IMG_8111

Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 12. apríl í félagsheimili TR að Faxafeni 12. Mótið hefst kl. 19.30 og er opið fyrir alla 40 ára (á árinu) og eldri. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mín + 2 sek á leik (umferðum kann að vera fjölgað í níu ef næg þátttaka verður).  Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga sem ...

Lesa meira »