Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Stórmót Árbæjarsafns og TR fer fram á sunnudaginn

arbaejarsafn_kornhus

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 20. ágúst. Þetta skemmtilega mót í sögulegu umhverfi er fyrir löngu orðinn fastur viðburður í skákdagatalinu. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl. 14. Tefldar verða 8 umferðir með umhugsunartímanum 4 mín á  skák auk 2 sek á hvern leik (4+2). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 ...

Lesa meira »

Björn Ívar Karlsson í þjálfarateymi Taflfélags Reykjavíkur

Björn Ívar Karlsson

Taflfélag Reykjavíkur hefur ráðið Björn Ívar Karlsson sem þjálfara framhaldshóps félagsins. Björn Ívar hefur FIDE þjálfaragráðu og er einn reyndasti skákþjálfari landsins. Hann hefur unnið með mörgum af efnilegustu skákbörnum landsins undanfarin ár, auk þess sem hann er landsliðsþjálfari kvenna. Þá er Björn Ívar höfundur kennsluefnis sem finna má á hinum veglega skákvef skakkennsla.is en þar er að finna yfir 100 ...

Lesa meira »

Bragi hlaut 5 af 9 í Riga

HTR_2015_R4-29

Alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson (2461) sat á dögunum að tafli í alþjóðlegu móti sem haldið var í höfuðborg Lettlands, Riga. Bragi tefldi í fjölmennum efsta flokki mótsins þar sem fjöldi keppenda var yfir 300, þar af 42 stórmeistarar, en Bragi var númer 55 í stigaröðinni. Eftir kröftuga byrjun þar sem hann nældi í 3,5 vinning í fyrstu fjórum skákunum hægðist nokkuð ...

Lesa meira »

Stórmót Árbæjarsafns og TR fer fram sunnudaginn 20. ágúst

checkmate-1511866_960_720

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 20. ágúst. Þetta skemmtilega mót í sögulegu umhverfi er fyrir löngu orðinn fastur viðburður í skákdagatalinu. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl. 14. Tefldar verða 8 umferðir með umhugsunartímanum 4 mín á  skák auk 2 sek á hvern leik (4+2). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 ...

Lesa meira »

Mótaáætlun TR starfsárið 2017-2018

20170723_214913

Mótaáætlun Taflfélags Reykjavíkur fyrir starfsárið 2017-2018 liggur nú fyrir og geta áhugasamir nálgast hana á heimasíðu félagsins. Það reyndist þrautin þyngri að koma öllum taflmótum TR fyrir á starfsárinu sem senn hefst, enda umsvif félagsins mikil. Þá er óvenju mikið annríki á haustmánuðum hjá íslenskum skákmönnum, bæði innanlands sem utan. TR stendur fyrir 30 formlegum skákmótum næsta vetur og eru ...

Lesa meira »

Aðalstjórn Taflfélags Reykjavíkur endurkjörin

Taflfelag_RV_Logo

Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur var haldinn í gærkvöldi í salarkynnum félagsins. Kjartan Maack var endurkjörinn formaður og verður aðalstjórn félagsins óbreytt næsta starfsár. Nokkrar breytingar urðu á varastjórninni því Daði Ómarsson, Jon Olav Fivelstad og Björgvin Víglundsson koma nýir inn í stað þeirra Veroniku Steinunnar Magnúsdóttur, Þorvarðs Fannars Ólafssonar og Birkis Bárðarsonar. Aðalstjórn Taflfélags Reykjavíkur starfsárið 2017-2018 skipa Kjartan Maack, Þórir ...

Lesa meira »

Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur 28.júní kl.20

Taflfelag_RV_Logo

Stjórn Taflfélags Reykjavíkur boðar til aðalfundar í samræmi við 10.gr laga félagsins. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 28.júní og hefst kl.20:00 í húsnæði félagsins að Faxafeni 12. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Virðingarfyllst, Stjórn Taflfélags Reykjavíkur

Lesa meira »

Boðsmóti Taflfélags Reykjavíkur frestað

20170208_203734

Boðsmóti Taflfélags Reykjavíkur, sem fyrirhugað var um næstu helgi, hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna dræmrar skráningar. Dræm skráning í Boðsmótið bendir til þess að á meðal skákmanna sé lítil eftirspurn eftir skákmóti sem þessu á höfuðborgarsvæðinu á þessum árstíma. Eitt af keppikeflum Taflfélags Reykjavíkur er að koma til móts við óskir skákmanna og því verður að teljast líklegt að ...

Lesa meira »

Mikið fjör í Sumarskóla Taflfélags Reykjavíkur

WP_20170613_011

Sumarskóli Taflfélags Reykjavíkur hófst á ný síðastliðinn mánudag og hefur skáksalurinn iðað af lífi alla vikuna. Sumarskólinn er nú starfræktur annað árið í röð og sem fyrr er það alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson sem slær taktinn. Þátttaka hefur aukist verulega frá því sem var í fyrra og er það mikið gleðiefni að sjá hve mikinn áhuga börnin hafa á því ...

Lesa meira »

Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur endurvakið 23.-25.júní

20170208_203734

Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur á sér yfir 40 ára langa sögu en mótið hefur legið í dvala síðasta áratuginn. Nú hefur stjórn T.R. ákveðið að endurlífga Boðsmótið í formi helgarskákmóts. Boðsmót T.R. hefur því göngu sína á ný föstudaginn 23. júní kl. 19:30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og verða tefldar atskákir í bland við ...

Lesa meira »

EM einstaklinga: Guðmundur lauk keppni með 5 vinninga

otkrytie1

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2464) hlaut 5 vinninga í 11 skákum á Evrópumóti einstaklinga sem fram fór í Minsk, Hvíta-Rússlandi, dagana 30. maí – 10. júní. Sigur vannst í þremur viðureignum, fjórum lauk með jafntefli og öðrum fjórum með ósigri. Árangur Guðmundar samsvarar 2365 Elo-stigum og lækkar hann um 5 stig. Í níundu umferð gerði Gummi gott jafntefli við úkraínska ...

Lesa meira »

EM einstaklinga: Guðmundur með fjóra af átta

4turec_16

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2464) heldur ótrauður áfram taflmennsku á fjölmennu og sterku Evrópumóti sem fer fram þessa dagana í Minsk, Hvíta-Rússlandi. Þegar átta umferðum af ellefu er lokið hefur Guðmundur 4 vinninga. Í fimmtu umferð gerði hann gott jafntefli við rússneska stórmeistarann Boris Savchenko (2634) en í þeirri sjöttu beið hann lægri hlut fyrir ítalska stórmeistaranum Daniele Vocaturo (2604). ...

Lesa meira »

Arnar Gunnarsson hlutskarpastur á Meistaramóti TRUXVA

20170606_233905

Alþjóðlegi meistarinn Arnar Gunnarsson sigraði á afar glæsilegu Hraðskákmeistaramóti Truxva sem fram fór annan í Hvítasunnu, þeim merkilega degi. Arnar fékk 10 vinninga af 11 mögulegum sem verður að teljast mjög gott á svo sterku móti. Það hafði lengi verið í umræðunni hjá Truxva, ungliðahreyfingu TR, að halda mót þar sem sterkum TR-ingum yrði boðið að taka þátt ásamt Truxvunum. ...

Lesa meira »

Guðmundur með 50% vinningshlutfall á Evrópumótinu

minsk2017eng

Fjórum umferðum af ellefu er nú lokið á Evrópumótinu í skák sem fram fer í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Eins og áður var ritað beið alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2464) lægri hlut fyrir úkraínska stórmeistaranum Alexander Moiseenko (2677) í fyrstu umferð en sá sigraði einmitt á Evrópumótinu 2013. Í annari umferð sigraði Guðmundur síðan heimamanninn Valiantsin Yezhel (2156) og slíkt hið ...

Lesa meira »

Meistaramót Truxva í hraðskák fer fram 5.júní

20170208_203734

Truxvi, ungliðahreyfing Taflfélags Reykjavíkur, heldur meistaramót sitt í hraðskák næstkomandi mánudag og hefst taflið stundvíslega klukkan 19:30. Tefldar verða 11 umferðir með umhugsunartímanum 4+2 og verður mótið reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Mótið er opið öllu því vaska skákfólki sem mætt hefur á afreksæfingar Daða Ómarssonar síðastliðinn vetur ásamt því sem öllum TR-ingum, ungum sem öldnum, sem einhvern tímann hafa rofið ...

Lesa meira »

Guðmundur hefur leik á EM einstaklinga

maxresdefault

Aljóðlegi meistarinn og nýkrýndur Íslandsmeistari Guðmundur Kjartansson (2437) er á meðal þátttakenda í sterku og fjölmennu Evrópumóti einstaklinga sem fram fer í Minsk, Hvíta-Rússlandi, dagana 30. maí – 10. júní. Alls eru keppendur tæplega 400 talsins og er Guðmundur númer 220 í stigaröðinni. Hvorki fleiri né færri en 171 stórmeistari tekur þátt í mótinu, þar af níu sem hafa meira ...

Lesa meira »

Íslandsmeistarinn skýrir frá leyndardómum velgengni sinnar

Guðmundur_Kjartansson2

Skákmeistarinn geðþekki, Guðmundur Kjartansson, sem á dögunum varð Íslandsmeistari í skák eftir æsispennandi lokasprett og frábærlega vel teflda úrslitaskák, hyggst veita skákáhugamönnum innsýn í hugarheim sinn miðvikudagskvöldið 24.maí kl.20-22 í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur. Guðmundur ætlar að skýra úrslitaskák Íslandsmótsins fyrir gestum, en þar stýrði hann hvítu mönnunum gegn stórmeistaranum Héðni Steingrímssyni og þurfti Guðmundur nauðsynlega sigur til þess að tryggja sér ...

Lesa meira »

Guðmundur Kjartansson Íslandsmeistari í skák 2017

gkja17

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson varð í dag Íslandsmeistari í skák 2017 þegar hann lagði stórmeistarann Héðinn Steingrímsson í úrslitaskák í níundu og síðustu umferð Íslandsmótsins. Er þetta í annað sinn sem Guðmundur verður Íslandsmeistari og er árangur hans sannarlega eftirtektarverður. Átta vinningar í skákunum níu og árangur sem reiknast upp á 2723 Elo-stig gefur til kynna að ekki er langt í ...

Lesa meira »

Mikið fjör á Vorhátíð Taflfélags Reykjavíkur

20170513_160230

Laugardaginn 13. maí fór fram vorhátíðarskákæfing TR í taflheimili félagsins í Faxafeni. 35 skákkrakkar úr öllum skákhópum félagsins mættu á sameiginlega lokaæfingu. Þetta var sannkölluð uppskeruhátíð. Fyrst var teflt 6 umferða skákmót, Uppskerumót TR, með umhugsunartímanum 5+3. Síðan fór fram verðlaunaafhending fyrir ástundun og árangur á æfingum félagsins á vorönninni. Að lokum fór fram verðalaunaafhending fyrir Uppskerumótið og í kjölfarið ...

Lesa meira »