Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Róbert með fullt hús á Öðlingamótinu

odl5

Við upplifðum breytta hegðun keppenda í skugga Corunu. Haraldur Baldursson kom því í orð: “Mjög skrýtið og óþægilegt að ekki geta tekið í hönd andstæðingsins fyrir skákina”.  Róbert Lagerman lét það ekki á sig fá – fórnaði snemma peði – fyrir virkni. Þorvarður þurfti að nota þrjá til fjóra leiki til að koma kónginum í skjól og á meðan reyndi ...

Lesa meira »

Aasef efstur á Þriðjudagsmóti

aasef

Aasef Alashtar vann með fullu húsi á þriðjudagsmótinu þann 3. mars síðastliðinn. Undanfarið höfðu mótin verið einkar fámenn, teflt á nýjum dögum vegna mótahalds og jafnvel inni á skrifstofum vegna vinnu í húsnæðinu, en verið er að einangra vegginn við skákstjóraborðið. Núna var hins vegar allt orðið nokkuð normal, og 16 skákmenn mættu til leiks, vel sprittaðir, og tefldu fjórar ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót hjá TR í kvöld

20180909_150243

Atskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fjórar skákir og tímamörkin eru 15 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Mæti 20 skákmenn til leiks eða fleiri, er mótinu skipt fyrir miðju í tvo flokka en annars er teflt í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 ...

Lesa meira »

Þremur umferðum lokið í Öðlingamótinu

Róbert að tafli, gegn Haraldi Baldurssyni

28 þátttakendur tefla í TR á miðvikudagskvöldum. Fyrirfram eru Róbert Lagerman, Þorvarður Ólafsson og Lenka Ptacnikova sigurstranglegust. Fyrstu tvær umferðirnar voru meira eða minna eftir bókinni. Samt vann Jóhann Jónsson Kjartan Ingvarsson í fyrstu umferð. Jóhann hefur ekki sést við kappskáksborðið í 30-40 ár. Hann vann sannfærandi sigur í taktískri skák. Margar athyglisverðar skákir tefldust í 3. umferð. Á fyrsta ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa TR: Mót 5 fer fram helgina 6.– 8. mars

BikarsyrpanBanner_generic

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað sjötta árið í röð. Líkt og síðastliðinn vetur verða mót syrpunnar fimm talsins og verða tefldar sjö umferðir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR að Faxafeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst að ...

Lesa meira »

Aasef Alashtar og Jon Olav Fivelstad öflugir í atskákinni!

IMG_9661

Ekki náðist að gera síðustu tveimur atskákmótunum sem voru á fimmtudagana 13. og 20. feb. skil í fréttum hér vegna tímabundinna tæknilegra örðugleika. Skemmst er frá því að segja að Frakkinn geðþekki Aasef Alashtar rauf sigurgöngu Jon Olavs Fivelstad sem hafði byrjað 2020 á nokkrum snörpum sigrum og vann bæði mótin. Lokastöðu, sem og einstök úrslit á fyrra mótinu má ...

Lesa meira »

BRIM Skákmótaröðin 2020

brim

Taflfélag Reykjavíkur kynnir með stolti, í samstarfi með þremur félögum, Skákfélagi Akureyrar, Skákfélagi Selfoss og nágrennis og Skákfélaginu Hugin, BRIM Skákmótaröðina 2020! Haldin verða sex helgarskákmót yfir árið, þrjú í TR, eitt á Norðurlandi, eitt á Selfossi og eitt á Húsavík. Á föstudegi verða tefldar fjórar atskákir, á laugardegi tvær kappskákir og á sunnudegi ein kappskák. Brim er aðalstyrktaraðili mótaraðarinnar ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót hjá TR í kvöld

20180909_150243

Atskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fjórar skákir og tímamörkin eru 15 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Mæti 20 skákmenn til leiks eða fleiri, er mótinu skipt fyrir miðju í tvo flokka en annars er teflt í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 ...

Lesa meira »

Jon Olav efstur á atskákmóti hjá TR

jolav

Jon Olav Fivelstad, stjórnarmaður í Taflfélagi Reykjavíkur, sigraði á atskákmótinu þann 6. febrúar síðastliðinn með þrjá vinninga af þremur. Skákstjóra varð örlítið á í messunni þegar hann setti 6 manna mót upp í swiss kerfinu, en þá vildi kerfið ekki para í fjórðu umferð, betra hefði verið að allir tefldu við alla með aðeins styttri tímamörkum. En í staðinn var ...

Lesa meira »

Skákmót öðlinga hefst í kvöld kl. 19.30

20190213_195748

Skákmót öðlinga 40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 12. febrúar kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina auk 30 sekúndna viðbótartíma á hvern leik. Núverandi Skákmeistari öðlinga er Haraldur Haraldsson. Dagskrá: 1. umferð miðvikudag 12. febrúar kl. 19.30 2. umferð miðvikudag 19. febrúar kl. 19.30 3. umferð miðvikudag 26. febrúar kl. 19.30 ...

Lesa meira »

Sigurbjörn Björnsson Skákmeistari Reykjavíkur 2020 með fullu húsi!

9-7

Það sem stendur upp úr í Skákþingi Reykjavíkur 2020 er að sjálfsögðu sögulegur sigur Fide-meistarans Sigurbjörns J. Björnssonar en hann vann allar skákir sínar, níu að tölu. Samkvæmt heimildum er þetta fjórða sinn sem mótið vinnst með fullu húsi.  Árið 1960 vann Friðrik Ólafsson úrslitakeppnina með fullu húsi, sjö af sjö. Björn Þorsteinsson vann með níu af níu árið 1964 og ...

Lesa meira »

Rimaskóli & Ölduselsskóli Reykjavíkurmeistarar grunnskóla

IMG_20200204_174625

Stúlknasveit Rimaskóla kom fyrst í mark í keppni 1.-3. bekkja á Reykjavíkurmóti grunnskóla og sigraði því í opnum flokki og stúlknaflokki. Í keppni 4.-7. bekkja sigraði A-sveit Rimaskóla í opnum flokki og Rimaskóli var einnig með efstu stúlknasveitina. Í keppni 8.-10. bekkja sigraði Ölduselsskóli en engin stúlknasveit tók þátt. Mótið fór fram í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur mánudaginn 3. febrúar og ...

Lesa meira »

Atskákmót hjá TR í kvöld

IMG_9661

Atskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fjórar skákir og tímamörkin eru 15 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Mæti 20 skákmenn til leiks eða fleiri, er mótinu skipt fyrir miðju í tvo flokka en annars er teflt í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 ...

Lesa meira »

Jón Eggert Hallsson með öruggan sigur á atskákmóti hjá TR

jeh

Þau voru áberandi endatöflin á atskákmótinu í Faxafeninu á fimmtudaginn. Þannig missti Jón Eggert Hallsson rétt svo af því að vinna með fullu húsi, þegar Helgi Hauksson bjargaði vonlítilli stöðu í jafntefli í síðustu umferðinni. Arnar Ingi Njarðarson bjargaði líka koltöpuðu endatafli gegn Adam Omarssyni í jafntefli með því að skilja þann síðarnefnda eftir með biskup og „vitlaust“ h-peð. Eftir ...

Lesa meira »

Hraðskákmót Reykjavíkur fer fram í dag

20180909_150243

Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 miðvikudaginn 5. febrúar og hefst taflið kl.19:30. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3+2 (3 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er opið öllum. Þátttökugjald er 1.000kr. Frítt er í mótið fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ára eða yngri. Skráning fer fram á ...

Lesa meira »

Sigurbjörn Björnsson er Skákmeistari Reykjavíkur 2020

8-3

Sigurbjörn Björnsson er skákmeistari Reykjavíkur 2020 þegar einni umferð er ólokið. Hann vann sínu áttundu skák í röð síðastliðinn sunnudag, en þá lá Davíð Kjartansson í valnum. Smám saman náði Sigurbjörn að tína upp veik peð Davíðs og þegar uppskitpi á riddurum lágu í loftinu með töpuðu hróksendatafli í framhaldinu, kastaði Davíð handklæðinu. Sigurbjörn hefur einu sinni áður orðið Skákmeistari ...

Lesa meira »

Skákmót öðlinga hefst miðvikudaginn 12. febrúar

20190213_195748

Skákmót öðlinga 40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 12. febrúar kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina auk 30 sekúndna viðbótartíma á hvern leik. Núverandi Skákmeistari öðlinga er Haraldur Haraldsson. Dagskrá: 1. umferð miðvikudag 12. febrúar kl. 19.30 2. umferð miðvikudag 19. febrúar kl. 19.30 3. umferð miðvikudag 26. febrúar kl. 19.30 ...

Lesa meira »

Atskákmót hjá TR í kvöld

20180909_150243

Atskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fjórar skákir og tímamörkin eru 15 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Mæti 20 skákmenn til leiks eða fleiri, er mótinu skipt fyrir miðju í tvo flokka en annars er teflt í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 ...

Lesa meira »

Hraðskákmót Reykjavíkur fer fram miðvikudaginn 5. febrúar

20180909_150243

Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 miðvikudaginn 5. febrúar og hefst taflið kl.19:30. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3+2 (3 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er opið öllum. Þátttökugjald er 1.000kr. Frítt er í mótið fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ára eða yngri. Skráning fer fram á ...

Lesa meira »

Sigurbjörn fer með himinskautum á Skákþinginu

Er Íslands hluti af Skandinavíu?

Fide meistarinn Sigurbjörn Björnsson er með fullt hús eftir sjö umferðir í Skákþingi Reykjavíkur. Magnaður árangur hjá Sigurbirni, en hann vann Vigni Vatnar Stefánsson síðastliðinn sunnudag í endatafli með drottningu gegn tveimur hrókum, en hrókar svarts voru einhvernveginn í klessu og auk þess hafði hvítur frípeð sem hægt var að ýta eftir smá tæknilega úvinnslu. Nú gefst Sigurbirni færi á ...

Lesa meira »